Viðskipti erlent

Heilaskurðaðgerð á Twitter

Heilaskurðaðgerð var sýnd í beinni útsendingu á Twitter.
Heilaskurðaðgerð var sýnd í beinni útsendingu á Twitter.
Læknar við Memorial Hermann-sjúkrahúsið í Houston framkvæmdu heilaskurðaðgerð í beinni útsendingu á Twitter-síðunni í gær.

Læknarnir fjarlægðu heilaæxli úr 21 árs konu og stóð útsendingin yfir í um fjórar klukkustundir. Fyrst var sýnt frá undirbúningnum fyrir aðgerðina og eftir það var sýnt þegar höfuðkúpan var opnuð og æxlið fjarlægt.

Dr. Dong Kim framkvæmdi aðgerðina, samkvæmt fréttavef Time. Hann er taugaskurðlæknir og einn af þeim sem annaðist bandarísku þingkonuna fyrrverandi, Gabrielle Giffords, eftir að hún var skotin í höfuðið.

„Fólk er mjög spennt að sjá hvað gerist í svona heilaskurðaðgerð," sagði Kim fyrir aðgerðina.

Á meðan aðgerðin stóð yfir svaraði hópur lækna spurningum Twitter-notenda um aðgerðina, auk þess sem myndskeið frá henni voru sett á Youtube-síðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×