Rannsóknar- og þróunarstarf lykill að stöðugum hagvexti Svana Helen Björnsdóttir skrifar 30. október 2012 08:00 Nýverið kom út könnun á vegum ESB á viðhorfum fyrirtækja í Evrópu til fjárfestinga í rannsóknum og þróun þar sem fram kemur að evrópsk fyrirtæki efla nú rannsóknar- og þróunarstarf sitt þrátt fyrir kreppu. Skv. könnuninni gera framsæknustu fyrirtæki í löndum ESB ráð fyrir að auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun um 4% árlega árin 2012-2014. Fyrirtækin voru einkum stærri fyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Þau fjárfesta árlega fyrir um 45 milljarða evra í rannsóknum og þróun. Talið er að þessi upphæð sé samtals um 40% af heildarútgjöldum til rannsókna og þróunar á svæðinu sem er umtalsverður hluti af fjárfestingum atvinnulífsins í heild. Almennt eru væntingar um fjárfestingar heldur lægri að meðaltali en fram kom í svipaðri könnun á síðasta ári (5%), sem endurspeglar versnandi efnahagsástand. En niðurstöðurnar gefa samt sem áður sterkt til kynna að fyrirtækin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að tileinka sér öflugt rannsóknar- og þróunarstarf sem lykilhvata að vexti og velsæld til framtíðar. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í könnuninni líta á innanhúss rannsóknar- og þróunarstarf sem megindrifkraft nýsköpunar, en næst á eftir koma markaðsrannsóknir og markaðssetning á nýjum vörum. Þegar spurt var um áhrif stefnu stjórnvalda og utanaðkomandi þátta á nýsköpunarstarf þeirra lögðu fyrirtækin mikla áherslu á jákvæð áhrif fjárhagslegra hvata (þ.m.t. skattalegra), innlendra styrkja, fjárhagslegs stuðnings ESB og samstarfs opinberra og einkaaðila, bæði innanlands og á vettvangi ESB. Sömu lögmál eiga við um íslensk fyrirtæki og atvinnulíf. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 veldur því verulegum vonbrigðum. Skattahækkanir og niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, draga úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Skortur á fjárfestingu og tæknimenntuðu starfsfólki leiðir til þess að íslensk fyrirtæki þurfa mörg hver að taka út vöxt sinn erlendis. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun og styðja við nýsköpunarstarf fyrirtækja. Til að koma Íslandi út úr kreppunni þarf viðvarandi hagvöxt. Undirstaðan er fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á þekkingu og hugviti sem skapa verðmæti til útflutnings. Nýsköpun, öflugt rannsóknar- og þróunarstarf og hæft starfsfólk er nauðsynleg forsenda þess að fyrirtæki vaxi og dafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Nýverið kom út könnun á vegum ESB á viðhorfum fyrirtækja í Evrópu til fjárfestinga í rannsóknum og þróun þar sem fram kemur að evrópsk fyrirtæki efla nú rannsóknar- og þróunarstarf sitt þrátt fyrir kreppu. Skv. könnuninni gera framsæknustu fyrirtæki í löndum ESB ráð fyrir að auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun um 4% árlega árin 2012-2014. Fyrirtækin voru einkum stærri fyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Þau fjárfesta árlega fyrir um 45 milljarða evra í rannsóknum og þróun. Talið er að þessi upphæð sé samtals um 40% af heildarútgjöldum til rannsókna og þróunar á svæðinu sem er umtalsverður hluti af fjárfestingum atvinnulífsins í heild. Almennt eru væntingar um fjárfestingar heldur lægri að meðaltali en fram kom í svipaðri könnun á síðasta ári (5%), sem endurspeglar versnandi efnahagsástand. En niðurstöðurnar gefa samt sem áður sterkt til kynna að fyrirtækin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að tileinka sér öflugt rannsóknar- og þróunarstarf sem lykilhvata að vexti og velsæld til framtíðar. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í könnuninni líta á innanhúss rannsóknar- og þróunarstarf sem megindrifkraft nýsköpunar, en næst á eftir koma markaðsrannsóknir og markaðssetning á nýjum vörum. Þegar spurt var um áhrif stefnu stjórnvalda og utanaðkomandi þátta á nýsköpunarstarf þeirra lögðu fyrirtækin mikla áherslu á jákvæð áhrif fjárhagslegra hvata (þ.m.t. skattalegra), innlendra styrkja, fjárhagslegs stuðnings ESB og samstarfs opinberra og einkaaðila, bæði innanlands og á vettvangi ESB. Sömu lögmál eiga við um íslensk fyrirtæki og atvinnulíf. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 veldur því verulegum vonbrigðum. Skattahækkanir og niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, draga úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Skortur á fjárfestingu og tæknimenntuðu starfsfólki leiðir til þess að íslensk fyrirtæki þurfa mörg hver að taka út vöxt sinn erlendis. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun og styðja við nýsköpunarstarf fyrirtækja. Til að koma Íslandi út úr kreppunni þarf viðvarandi hagvöxt. Undirstaðan er fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á þekkingu og hugviti sem skapa verðmæti til útflutnings. Nýsköpun, öflugt rannsóknar- og þróunarstarf og hæft starfsfólk er nauðsynleg forsenda þess að fyrirtæki vaxi og dafni.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun