Tíu vinsælustu íþróttamyndböndin á árinu 2013 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2013 09:48 Titus setti boltann í körfuna með tilþrifum á árinu. Mynd/Skjáskot Íþróttaunnendur geta gleymt sér við að skoða skemmtileg myndbönd úr öllum áttum á YouTube. Búið er að taka saman þau tíu myndbönd á YouTube með íþróttatengingu sem fengu mest áhorf á árinu sem senn er á enda. Kennir þar ýmissa grasa en þar má meðal annars finna Harlem Shake, ótrúleg körfuboltaskot tveggja ára snillings og líklega versta hafnaboltakast sögunnar úr smiðju poppstjörnu. Myndböndin tíu má sjá hér að neðan og talið er niður úr 10. sæti og til þess fyrsta. Miami Heat í NBA-deildinni á heiðurinn að þeim tveimur myndböndum sem fengið hafa mest áhorf.10. Leikmenn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni buðu upp á Harlem Shake.9. Jack Hoffman, sjö ára drengur sem greindist með krabbamein, skoraði snertimark með liði Nebraska í æfingaleik síðastliðið vor.8. Joe Hart fór á kostum með liði Manchester City í Harlem Shake.7. Lúðrasveitin í ríkisháskólanum í Ohio fór á kostum í hálfleikssýningu sinni á árinu. Liðið hjólaði í Thriller með Michael Jacksson og óhætt að segja að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða auk flottrar tónlistar.6. Poppstjarnan Carly Rae Jepsen sýndi að hún kann ekki að kasta bolta. Yfir níu milljónir hafa horft á myndbandið af kastinu misheppnaða.5. Suður-kóreska fimleikastúlka stóð sig öllu betur en Jepsen þegar hún kastaði fyrsta boltanum í hafnaboltaleik. Tilþrifin í aðdraganda kastsins voru mögnuð.4. Hinn tveggja ára gamli Titus sýndi að margur er knár þótt hann sé smár. Einhver lið í NBA eru vafalítið byrjuð að fylgjast með kappanum.3. Kelly McGarry sýndi frábær tilþrif á fjallahjólinu í gljúfri í Bandaríkjunum. Hann lauk ótrúlegri ferð með risastökki.2. Stuðningsmaður Miami Heat setti niður miðjuskot í hálfleik og vann sér inn 75 þúsund dali eða um tíu milljónir króna. LeBron James fagnaði meira en stuðningsmaðurinn ónefndi.1. Besta Harlem Shake ársins og vinsælasta íþróttamyndbandið kemur frá NBA-meisturunum frá Miami. Horft hefur verið á myndbandið 47 milljón sinnum. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira
Íþróttaunnendur geta gleymt sér við að skoða skemmtileg myndbönd úr öllum áttum á YouTube. Búið er að taka saman þau tíu myndbönd á YouTube með íþróttatengingu sem fengu mest áhorf á árinu sem senn er á enda. Kennir þar ýmissa grasa en þar má meðal annars finna Harlem Shake, ótrúleg körfuboltaskot tveggja ára snillings og líklega versta hafnaboltakast sögunnar úr smiðju poppstjörnu. Myndböndin tíu má sjá hér að neðan og talið er niður úr 10. sæti og til þess fyrsta. Miami Heat í NBA-deildinni á heiðurinn að þeim tveimur myndböndum sem fengið hafa mest áhorf.10. Leikmenn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni buðu upp á Harlem Shake.9. Jack Hoffman, sjö ára drengur sem greindist með krabbamein, skoraði snertimark með liði Nebraska í æfingaleik síðastliðið vor.8. Joe Hart fór á kostum með liði Manchester City í Harlem Shake.7. Lúðrasveitin í ríkisháskólanum í Ohio fór á kostum í hálfleikssýningu sinni á árinu. Liðið hjólaði í Thriller með Michael Jacksson og óhætt að segja að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða auk flottrar tónlistar.6. Poppstjarnan Carly Rae Jepsen sýndi að hún kann ekki að kasta bolta. Yfir níu milljónir hafa horft á myndbandið af kastinu misheppnaða.5. Suður-kóreska fimleikastúlka stóð sig öllu betur en Jepsen þegar hún kastaði fyrsta boltanum í hafnaboltaleik. Tilþrifin í aðdraganda kastsins voru mögnuð.4. Hinn tveggja ára gamli Titus sýndi að margur er knár þótt hann sé smár. Einhver lið í NBA eru vafalítið byrjuð að fylgjast með kappanum.3. Kelly McGarry sýndi frábær tilþrif á fjallahjólinu í gljúfri í Bandaríkjunum. Hann lauk ótrúlegri ferð með risastökki.2. Stuðningsmaður Miami Heat setti niður miðjuskot í hálfleik og vann sér inn 75 þúsund dali eða um tíu milljónir króna. LeBron James fagnaði meira en stuðningsmaðurinn ónefndi.1. Besta Harlem Shake ársins og vinsælasta íþróttamyndbandið kemur frá NBA-meisturunum frá Miami. Horft hefur verið á myndbandið 47 milljón sinnum.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira