Af gæðum grunnskólans Jón Páll Haraldsson skrifar 3. september 2013 06:00 Um þessar mundir er íslenski grunnskólinn settur og nemendur streyma í skólann. Það er mér mikið tilhlökkunarefni því það er gaman að vinna með íslenskum ungmennum og ekki síður að vinna gott starf með metnaðarfullu starfsfólki skólanna. Undanfarin misseri hafa margir leitast við að draga upp mynd af íslenska grunnskólanum sem dýrri og frekar duglausri stofnun. Nú síðast eru það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í skýrslu um þjóðarhag og hinn annars ágæti pistlahöfundur Pavel Bartoszek. Mér sýnist við Pavel deila áhuga á skólamálum og báðir viljum við horfa á alþjóðlegt samhengi til að meta árangurinn. Íslendingar hafa óhikað sett grunnmenntun barna í aukinn forgang undanfarna áratugi. Einkum hefur það verið áberandi eftir að sveitarfélögin tóku við þeim málaflokki. Ég er sannfærður um að þessi forgangur hefur skilað sér vel og mun gera áfram á næstu árum. Áform um árangur eru fjölbreytt og metnaðarfull og er það vel. Að undanförnu virðast þó einungis tvö meðaltöl nefnd til að meta gæði grunnskólans; klifað er á að hlutfallslegur kostnaður þjóðarinnar sé hár gagnvart meðalnámsárangri. Ekkert heyrist af öðrum mælingum á gæðum grunnskólans. Ekki vil ég gera minnstu tilraun til að draga þær tölur í efa en kannski frekar að draga upp örlítið víðara samhengi. Úr alþjóðlegum könnunum má glöggt greina mörg sóknarfæri fyrir okkur en líka hvað íslenski grunnskólinn stendur sig frábærlega á mörgum sviðum. Kostnaðurinn við grunnskólann Hlutfallslega háan kostnað okkar við grunnskólann þarf endilega að kryfja vel. Fernt hef ég á hraðbergi sem ég tel mikilvægt að hafa í huga í því samhengi. Íslenska þjóðin er ung. Okkur er að fjölga og undanfarna áratugi hefur óvenjustór hluti þjóðarinnar verið í grunnskóla. Mannfjöldapýramídinn er skólarekstrinum óhagstæður. Íslenska þjóðin býr dreifð í stóru landi. Um leið og það skilar margþættum ávinningi er það ekki endilega hagkvæmt í rekstarbókhaldi frá ári til árs. Laun kennara á Íslandi eru í öllum alþjóðlegum samanburði mjög slök. Engu að síður er launakostnaður um 70% af heildarkostnaði við skóla. Það eru því augljóslega ekki laun kennara sem gera kostnaðinn háan í alþjóðlegum samanburði. Á undanförnum árum höfum við byggt mikið af glæsilegum skólabyggingum. Áhugavert væri að fá úttekt á því hve mikil áhrif það hefur í samanburði milli landa. Fjárfestingu í menntun íslenskra ungmenna má kryfja enn betur en ég er einn af þeim sem hallast að því að í samanburði við þróaðri og þéttbýlli samfélög verði kostnaður okkar alltaf hár. Í þessari umræðu erum við um margt eins og stórfætt manneskja að máta okkur við meðalstóran skó. Námsárangur Í frekar grunnri umræðu í fjölmiðlum er námsárangur í þremur bóklegum greinum yfirleitt eina mælingin sem varpa skal ljósi á gæði menntakerfisins. Í PISA-könnuninni árið 2009 var árangur íslenskra nemenda góður – ekki í meðallagi eins og haldið er fram. OECD tilgreinir Ísland sérstaklega í hópi þeirra þjóða sem ná árangri marktækt yfir meðaltali í læsi og stærðfræði. Í náttúrufræði var árangur okkar hins vegar í meðallagi. Á Norðurlöndunum eru það aðeins Finnar sem ná betri námsárangri. Á netinu má lesa skýrslu OECD, PISA 2009 Results: Executive Summary, og þannig fá nokkuð góða mynd af stöðu okkar á skömmum tíma. Í seinni grein ætla ég mér meðal annars að fjalla um hvernig nemendum líkar í skólanum, eftirsóttan jöfnuð milli nemenda og fleiri þætti sem gera íslenska grunnskólann einn þann besta í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Páll Haraldsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er íslenski grunnskólinn settur og nemendur streyma í skólann. Það er mér mikið tilhlökkunarefni því það er gaman að vinna með íslenskum ungmennum og ekki síður að vinna gott starf með metnaðarfullu starfsfólki skólanna. Undanfarin misseri hafa margir leitast við að draga upp mynd af íslenska grunnskólanum sem dýrri og frekar duglausri stofnun. Nú síðast eru það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í skýrslu um þjóðarhag og hinn annars ágæti pistlahöfundur Pavel Bartoszek. Mér sýnist við Pavel deila áhuga á skólamálum og báðir viljum við horfa á alþjóðlegt samhengi til að meta árangurinn. Íslendingar hafa óhikað sett grunnmenntun barna í aukinn forgang undanfarna áratugi. Einkum hefur það verið áberandi eftir að sveitarfélögin tóku við þeim málaflokki. Ég er sannfærður um að þessi forgangur hefur skilað sér vel og mun gera áfram á næstu árum. Áform um árangur eru fjölbreytt og metnaðarfull og er það vel. Að undanförnu virðast þó einungis tvö meðaltöl nefnd til að meta gæði grunnskólans; klifað er á að hlutfallslegur kostnaður þjóðarinnar sé hár gagnvart meðalnámsárangri. Ekkert heyrist af öðrum mælingum á gæðum grunnskólans. Ekki vil ég gera minnstu tilraun til að draga þær tölur í efa en kannski frekar að draga upp örlítið víðara samhengi. Úr alþjóðlegum könnunum má glöggt greina mörg sóknarfæri fyrir okkur en líka hvað íslenski grunnskólinn stendur sig frábærlega á mörgum sviðum. Kostnaðurinn við grunnskólann Hlutfallslega háan kostnað okkar við grunnskólann þarf endilega að kryfja vel. Fernt hef ég á hraðbergi sem ég tel mikilvægt að hafa í huga í því samhengi. Íslenska þjóðin er ung. Okkur er að fjölga og undanfarna áratugi hefur óvenjustór hluti þjóðarinnar verið í grunnskóla. Mannfjöldapýramídinn er skólarekstrinum óhagstæður. Íslenska þjóðin býr dreifð í stóru landi. Um leið og það skilar margþættum ávinningi er það ekki endilega hagkvæmt í rekstarbókhaldi frá ári til árs. Laun kennara á Íslandi eru í öllum alþjóðlegum samanburði mjög slök. Engu að síður er launakostnaður um 70% af heildarkostnaði við skóla. Það eru því augljóslega ekki laun kennara sem gera kostnaðinn háan í alþjóðlegum samanburði. Á undanförnum árum höfum við byggt mikið af glæsilegum skólabyggingum. Áhugavert væri að fá úttekt á því hve mikil áhrif það hefur í samanburði milli landa. Fjárfestingu í menntun íslenskra ungmenna má kryfja enn betur en ég er einn af þeim sem hallast að því að í samanburði við þróaðri og þéttbýlli samfélög verði kostnaður okkar alltaf hár. Í þessari umræðu erum við um margt eins og stórfætt manneskja að máta okkur við meðalstóran skó. Námsárangur Í frekar grunnri umræðu í fjölmiðlum er námsárangur í þremur bóklegum greinum yfirleitt eina mælingin sem varpa skal ljósi á gæði menntakerfisins. Í PISA-könnuninni árið 2009 var árangur íslenskra nemenda góður – ekki í meðallagi eins og haldið er fram. OECD tilgreinir Ísland sérstaklega í hópi þeirra þjóða sem ná árangri marktækt yfir meðaltali í læsi og stærðfræði. Í náttúrufræði var árangur okkar hins vegar í meðallagi. Á Norðurlöndunum eru það aðeins Finnar sem ná betri námsárangri. Á netinu má lesa skýrslu OECD, PISA 2009 Results: Executive Summary, og þannig fá nokkuð góða mynd af stöðu okkar á skömmum tíma. Í seinni grein ætla ég mér meðal annars að fjalla um hvernig nemendum líkar í skólanum, eftirsóttan jöfnuð milli nemenda og fleiri þætti sem gera íslenska grunnskólann einn þann besta í heimi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun