Sigurður Óli fyrstur til að viðurkenna mistökin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2014 12:00 Sigurður Óli Þorleifsson. Vísir/Valli Kristinn Jakobsson segir það ljóst að fyrra mark Stjörnunnar átti ekki að standa. Kristinn Jakobsson, dómari leiks FH og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla um helgina, segir að fyrra mark Garðbæinga hefði aldrei átt að standa. Markið skoraði Ólafur Karl Finsen en svo fór að Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-1 sigri. Ólafur Karl var rangstæður þegar hann skoraði umrætt mark. „Það er alveg klárt og Sigurður Óli [Þórleifsson] varð fyrstur til að viðurkenna það þegar við sáum þetta í sjónvarpinu,“ sagði Kristinn en ítarlega var rætt við hann um leikinn í Fréttablaðinu í dag. „Þannig er lífið. Stundum er það stöngin út og það er okkar dómaranna að vinna úr mistökunum og koma í veg fyrir að þau endurtaki sig.“ Sigurður Óli var gagnrýndur af forráðamönnum FH í gær vegna atviksins og einnig vegna marks sem hann dæmdi gilt í fyrri leik liðanna í sumar. Kristinn segir að starf aðstoðardómara sé ekki öfundsvert. „Ef ég væri að velja mér starf til að taka að mér myndi ég alls ekki velja starf aðstoðardómarans. Það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að vera aðstoðardómari enda leikurinn að verða hraðari og leikmenn betri.“ „Það er líka mjög erfitt að vita hvenær bolta er nákvæmlega spyrnt og sjá á ákveðna [rangstöðu]línu í 30-40 metra fjarlægð. Það er oft ógjörningur. Ég hef oft fulla samúð með þeim því þeir þurfa oft að taka mjög erfiðar ákvarðanir.“ Í gær kom einnig fram að dómarar leiksins hafi þurft að verða eftir í tvo klukkutíma í Kaplakrika. Kristinn segir þó að það hafi ekki komið til af illu. „Þetta var bara gæðastund hjá okkur. Við vildum hafa tíma fyrir okkur eftir leikinn til að ræða málin og hafa gaman. Við vorum líka í fullkomnu sambandi við gæsluna á vellinum allan tímann og ég verð að hrósa FH-ingum fyrir að hafa staðið vel að öllum öryggismálum í þessum leik.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína 7. október 2014 07:00 Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira
Kristinn Jakobsson segir það ljóst að fyrra mark Stjörnunnar átti ekki að standa. Kristinn Jakobsson, dómari leiks FH og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla um helgina, segir að fyrra mark Garðbæinga hefði aldrei átt að standa. Markið skoraði Ólafur Karl Finsen en svo fór að Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-1 sigri. Ólafur Karl var rangstæður þegar hann skoraði umrætt mark. „Það er alveg klárt og Sigurður Óli [Þórleifsson] varð fyrstur til að viðurkenna það þegar við sáum þetta í sjónvarpinu,“ sagði Kristinn en ítarlega var rætt við hann um leikinn í Fréttablaðinu í dag. „Þannig er lífið. Stundum er það stöngin út og það er okkar dómaranna að vinna úr mistökunum og koma í veg fyrir að þau endurtaki sig.“ Sigurður Óli var gagnrýndur af forráðamönnum FH í gær vegna atviksins og einnig vegna marks sem hann dæmdi gilt í fyrri leik liðanna í sumar. Kristinn segir að starf aðstoðardómara sé ekki öfundsvert. „Ef ég væri að velja mér starf til að taka að mér myndi ég alls ekki velja starf aðstoðardómarans. Það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að vera aðstoðardómari enda leikurinn að verða hraðari og leikmenn betri.“ „Það er líka mjög erfitt að vita hvenær bolta er nákvæmlega spyrnt og sjá á ákveðna [rangstöðu]línu í 30-40 metra fjarlægð. Það er oft ógjörningur. Ég hef oft fulla samúð með þeim því þeir þurfa oft að taka mjög erfiðar ákvarðanir.“ Í gær kom einnig fram að dómarar leiksins hafi þurft að verða eftir í tvo klukkutíma í Kaplakrika. Kristinn segir þó að það hafi ekki komið til af illu. „Þetta var bara gæðastund hjá okkur. Við vildum hafa tíma fyrir okkur eftir leikinn til að ræða málin og hafa gaman. Við vorum líka í fullkomnu sambandi við gæsluna á vellinum allan tímann og ég verð að hrósa FH-ingum fyrir að hafa staðið vel að öllum öryggismálum í þessum leik.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína 7. október 2014 07:00 Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira
Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína 7. október 2014 07:00