Rannsókn á flugslysinu miðar vel 2. nóvember 2014 12:39 Rannsókn á flugslysinu við Hlíðarfjallsveg á Akureyri í fyrra miðar vel, að sögn Þorkels Ágústssonar sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell segir hins vegar óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst 2013 létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október á síðasta ári. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Myndband sem sýnir vélina brotlenda og birtist á Stöð 2 og Vísi á sínum tíma hefur hins vegar vakið upp spurningar um hvort vélin hafi raunverulega misst hæð. Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysa hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, stýrir rannsókn á slysinu á Hlíðarfjallsvegi. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Hvernig miðar rannsókninni? „Hún hefur sinn eðlilega gang. Það er verið að skoða alla þætti,“ sagði Þorkell.Þetta myndband sem þið fenguð í hendur. Skiptir það ekki sköpum í rannsókninni? „Jú það er ágætisgangur í rannsókninni.“Varð rannsóknin mun víðfeðmri en þið áttuð von á í fyrstu, vegna þessara gagna sem nefndin hefur undir höndum? „Ég get svo sem ekki tjáð mig um það í raun og veru.“Núna er langt liðið frá slysinu. Hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? „Ég held það sé bara eðlilegur gangur á þessu. Miðað við aðrar rannsóknir.“Hvenær sjáum við síðan skýrslu nefndarinnar? „Ég get svo sem ekkert sagt til um það. Hún mun líta dagsins ljós þegar rannsókninni er lokið,“ sagði Þorkell. Eftir flugslysið við Hlíðarfjallsveg hefur komið fram gagnrýni á starfshætti Mýflugs sem átti vélina TF-MYX og annast sjúkraflug frá Akureyri. Björn Gunnarsson, fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Þá hafi hann verið hætt kominn í lágflugi framkvæmdastjóra Mýflugs á einum tímapunkti.Afmarkast rannsóknin eingöngu við flugslysið eða rannsakaði nefndi líka starfshætti Mýflugs í aðdraganda slyssins? „Ég vil svo sem ekkert tjá mig neitt um rannsóknina á þessu stigi.,“ sagði Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Rannsókn á flugslysinu við Hlíðarfjallsveg á Akureyri í fyrra miðar vel, að sögn Þorkels Ágústssonar sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell segir hins vegar óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst 2013 létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október á síðasta ári. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Myndband sem sýnir vélina brotlenda og birtist á Stöð 2 og Vísi á sínum tíma hefur hins vegar vakið upp spurningar um hvort vélin hafi raunverulega misst hæð. Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysa hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, stýrir rannsókn á slysinu á Hlíðarfjallsvegi. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Hvernig miðar rannsókninni? „Hún hefur sinn eðlilega gang. Það er verið að skoða alla þætti,“ sagði Þorkell.Þetta myndband sem þið fenguð í hendur. Skiptir það ekki sköpum í rannsókninni? „Jú það er ágætisgangur í rannsókninni.“Varð rannsóknin mun víðfeðmri en þið áttuð von á í fyrstu, vegna þessara gagna sem nefndin hefur undir höndum? „Ég get svo sem ekki tjáð mig um það í raun og veru.“Núna er langt liðið frá slysinu. Hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? „Ég held það sé bara eðlilegur gangur á þessu. Miðað við aðrar rannsóknir.“Hvenær sjáum við síðan skýrslu nefndarinnar? „Ég get svo sem ekkert sagt til um það. Hún mun líta dagsins ljós þegar rannsókninni er lokið,“ sagði Þorkell. Eftir flugslysið við Hlíðarfjallsveg hefur komið fram gagnrýni á starfshætti Mýflugs sem átti vélina TF-MYX og annast sjúkraflug frá Akureyri. Björn Gunnarsson, fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Þá hafi hann verið hætt kominn í lágflugi framkvæmdastjóra Mýflugs á einum tímapunkti.Afmarkast rannsóknin eingöngu við flugslysið eða rannsakaði nefndi líka starfshætti Mýflugs í aðdraganda slyssins? „Ég vil svo sem ekkert tjá mig neitt um rannsóknina á þessu stigi.,“ sagði Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30
Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48