Rannsókn á flugslysinu miðar vel 2. nóvember 2014 12:39 Rannsókn á flugslysinu við Hlíðarfjallsveg á Akureyri í fyrra miðar vel, að sögn Þorkels Ágústssonar sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell segir hins vegar óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst 2013 létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október á síðasta ári. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Myndband sem sýnir vélina brotlenda og birtist á Stöð 2 og Vísi á sínum tíma hefur hins vegar vakið upp spurningar um hvort vélin hafi raunverulega misst hæð. Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysa hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, stýrir rannsókn á slysinu á Hlíðarfjallsvegi. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Hvernig miðar rannsókninni? „Hún hefur sinn eðlilega gang. Það er verið að skoða alla þætti,“ sagði Þorkell.Þetta myndband sem þið fenguð í hendur. Skiptir það ekki sköpum í rannsókninni? „Jú það er ágætisgangur í rannsókninni.“Varð rannsóknin mun víðfeðmri en þið áttuð von á í fyrstu, vegna þessara gagna sem nefndin hefur undir höndum? „Ég get svo sem ekki tjáð mig um það í raun og veru.“Núna er langt liðið frá slysinu. Hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? „Ég held það sé bara eðlilegur gangur á þessu. Miðað við aðrar rannsóknir.“Hvenær sjáum við síðan skýrslu nefndarinnar? „Ég get svo sem ekkert sagt til um það. Hún mun líta dagsins ljós þegar rannsókninni er lokið,“ sagði Þorkell. Eftir flugslysið við Hlíðarfjallsveg hefur komið fram gagnrýni á starfshætti Mýflugs sem átti vélina TF-MYX og annast sjúkraflug frá Akureyri. Björn Gunnarsson, fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Þá hafi hann verið hætt kominn í lágflugi framkvæmdastjóra Mýflugs á einum tímapunkti.Afmarkast rannsóknin eingöngu við flugslysið eða rannsakaði nefndi líka starfshætti Mýflugs í aðdraganda slyssins? „Ég vil svo sem ekkert tjá mig neitt um rannsóknina á þessu stigi.,“ sagði Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Rannsókn á flugslysinu við Hlíðarfjallsveg á Akureyri í fyrra miðar vel, að sögn Þorkels Ágústssonar sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell segir hins vegar óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst 2013 létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október á síðasta ári. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Myndband sem sýnir vélina brotlenda og birtist á Stöð 2 og Vísi á sínum tíma hefur hins vegar vakið upp spurningar um hvort vélin hafi raunverulega misst hæð. Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysa hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, stýrir rannsókn á slysinu á Hlíðarfjallsvegi. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Hvernig miðar rannsókninni? „Hún hefur sinn eðlilega gang. Það er verið að skoða alla þætti,“ sagði Þorkell.Þetta myndband sem þið fenguð í hendur. Skiptir það ekki sköpum í rannsókninni? „Jú það er ágætisgangur í rannsókninni.“Varð rannsóknin mun víðfeðmri en þið áttuð von á í fyrstu, vegna þessara gagna sem nefndin hefur undir höndum? „Ég get svo sem ekki tjáð mig um það í raun og veru.“Núna er langt liðið frá slysinu. Hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? „Ég held það sé bara eðlilegur gangur á þessu. Miðað við aðrar rannsóknir.“Hvenær sjáum við síðan skýrslu nefndarinnar? „Ég get svo sem ekkert sagt til um það. Hún mun líta dagsins ljós þegar rannsókninni er lokið,“ sagði Þorkell. Eftir flugslysið við Hlíðarfjallsveg hefur komið fram gagnrýni á starfshætti Mýflugs sem átti vélina TF-MYX og annast sjúkraflug frá Akureyri. Björn Gunnarsson, fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Þá hafi hann verið hætt kominn í lágflugi framkvæmdastjóra Mýflugs á einum tímapunkti.Afmarkast rannsóknin eingöngu við flugslysið eða rannsakaði nefndi líka starfshætti Mýflugs í aðdraganda slyssins? „Ég vil svo sem ekkert tjá mig neitt um rannsóknina á þessu stigi.,“ sagði Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30
Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent