Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2014 08:00 Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. Sala togarans Gullvers á Seyðisfirði til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í síðasta mánuði er nýjasta dæmið um færslu veiðiheimilda frá lítilli útgerð til stórrar.Togarinn Gullver á Seyðisfirði. Hann hefur nú verið seldur til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fáskrúðsfjörður er álíka fjölmenn byggð og Seyðisfjörður og þar er Loðnuvinnslan burðarás samfélagsins; fyrirtæki sem er að mestu í eigu íbúanna á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veiðileyfagjöldin ógna smærri byggðum. „Menn fóru alltof hátt í þau, sérstaklega bolfiskmegin,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar og kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að samþjöppunin hafi orðið heilmikil fyrir vikið. Hjá minni útgerðum hafi menn orðið hræddir og fóru að selja, mikil samþjöppun hafi orðið eftir að veiðigjöldin voru sett á. „Ég veit að þeir flokkar, sem stóðu fyrir því, vildu ekki samþjöppun, en hún er engu að síður staðreynd,“ segir Friðrik Mar. Friðrik segir að í þessu 700 manna samfélagi muni Loðnuvinnslan í ár greiða nærri hálfan milljarð króna í veiðileyfagjöld og tekjuskatt, þar af rétt tæpar 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld, sem hann kallar landsbyggðarskatt.Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði greiðir um 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld á þessu ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það held ég að það sé það alvarlega í því að það er raunverulega verið að gera minni útgerðum mjög erfitt fyrir. Þá á ég við þar sem einn bátur er og kannski engin vinnsla, og svo framvegis. Ég held að stjórnvöld vilji það ekki, en engu að síður er það staðreynd að þau eru að búa svo um hnútana að það verði.“ Í þættinum „Um land allt“ síðastliðinn þriðjudag var fjallað um kaupfélagsútgerð og fiskvinnslu á Fáskrúðsfirði. Í fyrra var fjallað um samrekstur togara og fiskvinnslu á Seyðisfirði. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir „Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. Sala togarans Gullvers á Seyðisfirði til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í síðasta mánuði er nýjasta dæmið um færslu veiðiheimilda frá lítilli útgerð til stórrar.Togarinn Gullver á Seyðisfirði. Hann hefur nú verið seldur til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fáskrúðsfjörður er álíka fjölmenn byggð og Seyðisfjörður og þar er Loðnuvinnslan burðarás samfélagsins; fyrirtæki sem er að mestu í eigu íbúanna á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veiðileyfagjöldin ógna smærri byggðum. „Menn fóru alltof hátt í þau, sérstaklega bolfiskmegin,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar og kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að samþjöppunin hafi orðið heilmikil fyrir vikið. Hjá minni útgerðum hafi menn orðið hræddir og fóru að selja, mikil samþjöppun hafi orðið eftir að veiðigjöldin voru sett á. „Ég veit að þeir flokkar, sem stóðu fyrir því, vildu ekki samþjöppun, en hún er engu að síður staðreynd,“ segir Friðrik Mar. Friðrik segir að í þessu 700 manna samfélagi muni Loðnuvinnslan í ár greiða nærri hálfan milljarð króna í veiðileyfagjöld og tekjuskatt, þar af rétt tæpar 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld, sem hann kallar landsbyggðarskatt.Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði greiðir um 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld á þessu ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það held ég að það sé það alvarlega í því að það er raunverulega verið að gera minni útgerðum mjög erfitt fyrir. Þá á ég við þar sem einn bátur er og kannski engin vinnsla, og svo framvegis. Ég held að stjórnvöld vilji það ekki, en engu að síður er það staðreynd að þau eru að búa svo um hnútana að það verði.“ Í þættinum „Um land allt“ síðastliðinn þriðjudag var fjallað um kaupfélagsútgerð og fiskvinnslu á Fáskrúðsfirði. Í fyrra var fjallað um samrekstur togara og fiskvinnslu á Seyðisfirði.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir „Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15
Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28
Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00