Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2014 08:00 Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. Sala togarans Gullvers á Seyðisfirði til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í síðasta mánuði er nýjasta dæmið um færslu veiðiheimilda frá lítilli útgerð til stórrar.Togarinn Gullver á Seyðisfirði. Hann hefur nú verið seldur til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fáskrúðsfjörður er álíka fjölmenn byggð og Seyðisfjörður og þar er Loðnuvinnslan burðarás samfélagsins; fyrirtæki sem er að mestu í eigu íbúanna á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veiðileyfagjöldin ógna smærri byggðum. „Menn fóru alltof hátt í þau, sérstaklega bolfiskmegin,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar og kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að samþjöppunin hafi orðið heilmikil fyrir vikið. Hjá minni útgerðum hafi menn orðið hræddir og fóru að selja, mikil samþjöppun hafi orðið eftir að veiðigjöldin voru sett á. „Ég veit að þeir flokkar, sem stóðu fyrir því, vildu ekki samþjöppun, en hún er engu að síður staðreynd,“ segir Friðrik Mar. Friðrik segir að í þessu 700 manna samfélagi muni Loðnuvinnslan í ár greiða nærri hálfan milljarð króna í veiðileyfagjöld og tekjuskatt, þar af rétt tæpar 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld, sem hann kallar landsbyggðarskatt.Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði greiðir um 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld á þessu ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það held ég að það sé það alvarlega í því að það er raunverulega verið að gera minni útgerðum mjög erfitt fyrir. Þá á ég við þar sem einn bátur er og kannski engin vinnsla, og svo framvegis. Ég held að stjórnvöld vilji það ekki, en engu að síður er það staðreynd að þau eru að búa svo um hnútana að það verði.“ Í þættinum „Um land allt“ síðastliðinn þriðjudag var fjallað um kaupfélagsútgerð og fiskvinnslu á Fáskrúðsfirði. Í fyrra var fjallað um samrekstur togara og fiskvinnslu á Seyðisfirði. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir „Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. Sala togarans Gullvers á Seyðisfirði til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í síðasta mánuði er nýjasta dæmið um færslu veiðiheimilda frá lítilli útgerð til stórrar.Togarinn Gullver á Seyðisfirði. Hann hefur nú verið seldur til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fáskrúðsfjörður er álíka fjölmenn byggð og Seyðisfjörður og þar er Loðnuvinnslan burðarás samfélagsins; fyrirtæki sem er að mestu í eigu íbúanna á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veiðileyfagjöldin ógna smærri byggðum. „Menn fóru alltof hátt í þau, sérstaklega bolfiskmegin,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar og kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að samþjöppunin hafi orðið heilmikil fyrir vikið. Hjá minni útgerðum hafi menn orðið hræddir og fóru að selja, mikil samþjöppun hafi orðið eftir að veiðigjöldin voru sett á. „Ég veit að þeir flokkar, sem stóðu fyrir því, vildu ekki samþjöppun, en hún er engu að síður staðreynd,“ segir Friðrik Mar. Friðrik segir að í þessu 700 manna samfélagi muni Loðnuvinnslan í ár greiða nærri hálfan milljarð króna í veiðileyfagjöld og tekjuskatt, þar af rétt tæpar 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld, sem hann kallar landsbyggðarskatt.Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði greiðir um 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld á þessu ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það held ég að það sé það alvarlega í því að það er raunverulega verið að gera minni útgerðum mjög erfitt fyrir. Þá á ég við þar sem einn bátur er og kannski engin vinnsla, og svo framvegis. Ég held að stjórnvöld vilji það ekki, en engu að síður er það staðreynd að þau eru að búa svo um hnútana að það verði.“ Í þættinum „Um land allt“ síðastliðinn þriðjudag var fjallað um kaupfélagsútgerð og fiskvinnslu á Fáskrúðsfirði. Í fyrra var fjallað um samrekstur togara og fiskvinnslu á Seyðisfirði.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir „Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
„Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15
Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28
Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00