Tölum um það sem skiptir máli Guðríður Arnardóttir skrifar 23. janúar 2014 06:00 Þúsundir Íslendinga búa við ömurlegar aðstæður á leigumarkaði í dag. Þessi stóri hópur fjölskyldufólks og einstaklinga hefur ekki bolmagn til þess að kaupa eigin fasteign af ýmsum ástæðum og reynir að fóta sig á markaði sem engan veginn annar eftirspurn. Á þessum markaði rýkur verðið upp þegar framboð er minna en eftirspurn. Kytrur og skúmaskot eru jafnvel boðin til leigu fyrir okurfé og fólk sem er í húsnæðishraki á ekki val um marga kosti. Þannig virka markaðsöflin, þau eru af hinu góða þegar framboð og eftirspurn haldast í hendur en þegar ójafnvægi ríkir er voðinn vís. Nú þegar liggja fyrir álit og skýrslur og ber allt að sama brunni, við munum ekki koma böndum á leigumarkaðinn nema með aðkomu hins opinbera. Þá er sérstaklega bent á skyldur sveitarfélaga í því sambandi. Þegar markaðurinn er að bregðast verður hið opinbera að grípa inn í, ekkert endilega um alla framtíð, heldur tímabundið á meðan markaðurinn nær jafnvægi.Samkvæm sjálfum okkur Eftir að hafa talað fyrir traustum langtíma leigumarkaði um árabil fékk Samfylkingin í Kópavogi samþykkta tillögu í bæjarstjórn Kópavogs um að fjölga félagslegu húsnæði í bænum og byggja tvær íbúðablokkir til útleigu fyrir hinn almenna leigumarkað. Við settum þetta á oddinn í kosningabaráttunni 2010 og höfum talað fyrir því allt kjörtímabilið. Við höfum verið sjálfum okkur samkvæm í þessum málum, létum reikna dæmið út á fyrri hluta kjörtímabilsins en höfum ekki haft meirihlutastuðning við það fyrr en nú. Þetta er stefnumál flokksins sem við kjörnir fulltrúar fylgjum eftir af heilindum. Verkefnið verður fjármagnað af lóðasölu þessa árs og næsta, mun ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur bæjarsjóðs og við munum áfram verða innan ramma eftirlitsnefndarinnar um lögbundið skuldahlutfall.Aðgerða þörf Hlutverk kjörinna fulltrúa er að berjast fyrir velferð og hagsmunum almennings. Það felur í sér fjárútlát úr bæjarsjóði til margra góðra verka, t.d. byggingar leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja í forvarna- og heilsuskyni, uppbyggingar þjónustu fyrir fatlað fólk, gamalt fólk og svo framvegis. Forgangurinn ræðst af því hvar þörfin er mest á hverjum tíma. Stóra verkefni sveitarstjórnarmanna núna er að koma til móts við þúsundir einstaklinga og fjölskyldna sem búa við óásættanlegar aðstæður á leigumarkaði. Ekki hvað síst ungt fólk sem er að hleypa heimdraganum, stofna fjölskyldu og vill eiga venjulegt líf. Og það er einmitt það sem er kjarni málsins. Við getum alveg rætt málin fram og til baka, í stofunni heima eða við félaga okkar í vinnunni. Skrifað greinar og bloggað fram á næstu öld. En það mun ekki leysa vandamálið – aðgerða er þörf. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi áræði og kjark þegar hann samþykkti skýra viljayfirlýsingu um aðgerðir. Þetta er lítið skref fyrir stórt sveitarfélag en stórt skref fyrir íslenska leigjendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Þúsundir Íslendinga búa við ömurlegar aðstæður á leigumarkaði í dag. Þessi stóri hópur fjölskyldufólks og einstaklinga hefur ekki bolmagn til þess að kaupa eigin fasteign af ýmsum ástæðum og reynir að fóta sig á markaði sem engan veginn annar eftirspurn. Á þessum markaði rýkur verðið upp þegar framboð er minna en eftirspurn. Kytrur og skúmaskot eru jafnvel boðin til leigu fyrir okurfé og fólk sem er í húsnæðishraki á ekki val um marga kosti. Þannig virka markaðsöflin, þau eru af hinu góða þegar framboð og eftirspurn haldast í hendur en þegar ójafnvægi ríkir er voðinn vís. Nú þegar liggja fyrir álit og skýrslur og ber allt að sama brunni, við munum ekki koma böndum á leigumarkaðinn nema með aðkomu hins opinbera. Þá er sérstaklega bent á skyldur sveitarfélaga í því sambandi. Þegar markaðurinn er að bregðast verður hið opinbera að grípa inn í, ekkert endilega um alla framtíð, heldur tímabundið á meðan markaðurinn nær jafnvægi.Samkvæm sjálfum okkur Eftir að hafa talað fyrir traustum langtíma leigumarkaði um árabil fékk Samfylkingin í Kópavogi samþykkta tillögu í bæjarstjórn Kópavogs um að fjölga félagslegu húsnæði í bænum og byggja tvær íbúðablokkir til útleigu fyrir hinn almenna leigumarkað. Við settum þetta á oddinn í kosningabaráttunni 2010 og höfum talað fyrir því allt kjörtímabilið. Við höfum verið sjálfum okkur samkvæm í þessum málum, létum reikna dæmið út á fyrri hluta kjörtímabilsins en höfum ekki haft meirihlutastuðning við það fyrr en nú. Þetta er stefnumál flokksins sem við kjörnir fulltrúar fylgjum eftir af heilindum. Verkefnið verður fjármagnað af lóðasölu þessa árs og næsta, mun ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur bæjarsjóðs og við munum áfram verða innan ramma eftirlitsnefndarinnar um lögbundið skuldahlutfall.Aðgerða þörf Hlutverk kjörinna fulltrúa er að berjast fyrir velferð og hagsmunum almennings. Það felur í sér fjárútlát úr bæjarsjóði til margra góðra verka, t.d. byggingar leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja í forvarna- og heilsuskyni, uppbyggingar þjónustu fyrir fatlað fólk, gamalt fólk og svo framvegis. Forgangurinn ræðst af því hvar þörfin er mest á hverjum tíma. Stóra verkefni sveitarstjórnarmanna núna er að koma til móts við þúsundir einstaklinga og fjölskyldna sem búa við óásættanlegar aðstæður á leigumarkaði. Ekki hvað síst ungt fólk sem er að hleypa heimdraganum, stofna fjölskyldu og vill eiga venjulegt líf. Og það er einmitt það sem er kjarni málsins. Við getum alveg rætt málin fram og til baka, í stofunni heima eða við félaga okkar í vinnunni. Skrifað greinar og bloggað fram á næstu öld. En það mun ekki leysa vandamálið – aðgerða er þörf. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi áræði og kjark þegar hann samþykkti skýra viljayfirlýsingu um aðgerðir. Þetta er lítið skref fyrir stórt sveitarfélag en stórt skref fyrir íslenska leigjendur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun