Heilagur kaleikur kynjakvótans Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. mars 2014 06:00 Nýverið tóku gildi lagaákvæði um að í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga, með fleiri en 50 starfsmenn, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Í daglegu tali er þessi ákvöð nefnd kynjakvóti. Í knöppum rökstuðningi löggjafans fyrir þessari íhlutun í eignarrétt var vikið að því að nýlegar rannsóknir hefðu sýnt að hlutfall kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja væri mun lægra en karla. Þar með var réttlæting íhlutunar upp talin. Enginn má efastTilgangur kynjakvóta er vafalaust góður. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að íhlutun löggjafa í þessa veru er óskapnaður og lagasetningin er ekki vel til þess fallin að lagfæra samfélagslegt vandamál. Raunar er svo komið að hver sá sem leyfir sér að efast um kynjakvótann er úthrópaður sem andstæðingur jafnréttis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leyfði sér t.a.m. að nefna mögulega endurskoðun fyrir nokkru og var sleginn rothöggi áður en honum tókst að skýra hvers eðlis sú skoðun yrði. Enn verra þótti svo að ráðherrann væri kona. Einhverjir hafa viljað draga löggjafann í land varðandi rökstuðninginn fyrir íhlutuninni og staðhæft að fyrirtækjum sé betur stjórnað eða vegni betur fjárhagslega þegar konur koma að stjórn. Hverjar þessar afgerandi rannsóknir séu fylgir þó aldrei þessum rökum. Raunar er það svo að enn hefur fræðimönnum ekki tekist með afgerandi hætti að sýna fram á (a) að kynjakvótar eyði svokölluðu glerþaki eða (b) að ákvarðanataka eða fjárhagsstaða félaga sé betri vegna kynjakvóta. Ef slíkar afgerandi rannsóknir lægju fyrir þá væri enda íhlutun löggjafans óþörf þar sem skynsamir hluthafar gætu þá vart annað en séð hag í því að hafa hlutföll kynja sem jöfnust í stjórn félags. Ábati í orðiHver er þá ábatinn af því að þvinga hluthafa til að hafa við stjórn félaga sem jöfnust hlutföll kynja? Líklega er ábatinn aðallega sá að löggjafinn og velunnarar íhlutunar í eignarréttinn geta þá ornað sér við að með tölum á blaði um 40 prósenta hlut kvenna í stjórnunarstöðum hafi jafnrétti náðst. Mesti mögulegi ábati allra haghafa og samfélagsins í heild – sá sem felst í vel reknu fyrirtæki þar sem fjölbreytt þekking stjórnenda er til staðar, óháð kyni – er orðinn aukaatriði. Sú þróun veit ekki á gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið tóku gildi lagaákvæði um að í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga, með fleiri en 50 starfsmenn, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Í daglegu tali er þessi ákvöð nefnd kynjakvóti. Í knöppum rökstuðningi löggjafans fyrir þessari íhlutun í eignarrétt var vikið að því að nýlegar rannsóknir hefðu sýnt að hlutfall kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja væri mun lægra en karla. Þar með var réttlæting íhlutunar upp talin. Enginn má efastTilgangur kynjakvóta er vafalaust góður. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að íhlutun löggjafa í þessa veru er óskapnaður og lagasetningin er ekki vel til þess fallin að lagfæra samfélagslegt vandamál. Raunar er svo komið að hver sá sem leyfir sér að efast um kynjakvótann er úthrópaður sem andstæðingur jafnréttis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leyfði sér t.a.m. að nefna mögulega endurskoðun fyrir nokkru og var sleginn rothöggi áður en honum tókst að skýra hvers eðlis sú skoðun yrði. Enn verra þótti svo að ráðherrann væri kona. Einhverjir hafa viljað draga löggjafann í land varðandi rökstuðninginn fyrir íhlutuninni og staðhæft að fyrirtækjum sé betur stjórnað eða vegni betur fjárhagslega þegar konur koma að stjórn. Hverjar þessar afgerandi rannsóknir séu fylgir þó aldrei þessum rökum. Raunar er það svo að enn hefur fræðimönnum ekki tekist með afgerandi hætti að sýna fram á (a) að kynjakvótar eyði svokölluðu glerþaki eða (b) að ákvarðanataka eða fjárhagsstaða félaga sé betri vegna kynjakvóta. Ef slíkar afgerandi rannsóknir lægju fyrir þá væri enda íhlutun löggjafans óþörf þar sem skynsamir hluthafar gætu þá vart annað en séð hag í því að hafa hlutföll kynja sem jöfnust í stjórn félags. Ábati í orðiHver er þá ábatinn af því að þvinga hluthafa til að hafa við stjórn félaga sem jöfnust hlutföll kynja? Líklega er ábatinn aðallega sá að löggjafinn og velunnarar íhlutunar í eignarréttinn geta þá ornað sér við að með tölum á blaði um 40 prósenta hlut kvenna í stjórnunarstöðum hafi jafnrétti náðst. Mesti mögulegi ábati allra haghafa og samfélagsins í heild – sá sem felst í vel reknu fyrirtæki þar sem fjölbreytt þekking stjórnenda er til staðar, óháð kyni – er orðinn aukaatriði. Sú þróun veit ekki á gott.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar