Lágpunkturinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. júlí 2014 06:00 Forsætisráðherrann okkar virðist stundum í einkennilega litlum tengslum við raunveruleikann. Á föstudaginn hélt hann ræðu yfir miðstjórn Framsóknarflokksins, þar sem hann hélt áfram að kvarta sáran yfir umræðunni um mosku-útspil Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík, nokkrum dögum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar þegar reynt var að færa umræðu um pópúlíska flokkinn og saka Framsóknarmenn um kynþáttahyggju, flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar mestu framfarir sem hafa orðið á því sviði,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á fundinum. Svo bætti hann við: „Að menn skuli nýta slíkt mál í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma.“ Það er dálítið kostulegt ef forsætisráðherrann áttar sig ekki á því að þessum orðum má einmitt snúa upp á framgöngu Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Margir trúðu því illa að flokkur, sem lengst af hefur reynt að marka sér stöðu sem hófsamur miðjuflokkur, myndi nota ótta við útlendinga og fólk sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga til að fiska eftir atkvæðum. Það var nú samt það sem gerðist. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir sagði að á meðan við værum með þjóðkirkju á Íslandi ætti Reykjavíkurborg ekki að gefa múslimum lóð undir mosku. Svo tók hún upp hugmynd frá danska Þjóðarflokknum um að það ætti að hafa atkvæðagreiðslu um moskulóðina. Hún dró ummæli sín ekki til baka fyrir kosningar, heldur bætti hún í kvöldið fyrir kjördag, þegar hún notaði tækifærið til að ýta undir hræðslu við nauðungarhjónabönd á Íslandi. Það var ekki fyrr en eftir kosningar, sem Sveinbjörg dró í land og sagðist hafa hlaupið á sig. Hlutur forsætisráðherrans er lítið skárri; hann gerði engar athugasemdir við málflutning Sveinbjargar fyrir kosningar og hefur raunar enn ekki gert það, enda sjálfsagt glaður með fylgið sem þetta atkvæðafiskirí á vafasömum miðum skilaði. Hann ber sig bara voða aumlega undan „umræðunni“ og reynir að færa ábyrgðina á málinu eitthvert annað en þangað sem hún á heima; hjá oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og hjá honum sjálfum. Þetta má sannarlega kalla lágpunkt í langri og merkilegri sögu Framsóknarflokksins. Það er hins vegar óhætt að leyfa sér að vona að nú liggi leiðin upp á við. Miðstjórnarfundurinn samþykkti að sögn RÚV ályktun, þar sem ítrekað er að framsóknarmenn muni berjast fyrir félagslegu réttlæti og hafna hvers kyns mismunun, meðal annars á grundvelli trúarbragða, litarháttar, kyns, stöðu og kynhneigðar. Þar er augljóslega verið að snupra Sveinbjörgu og árétta grundvallarstefnu Framsóknarflokksins. Það er gott hjá framsóknarmönnum. En um leið er illskiljanlegt hvað formaður flokksins er að hugsa þegar hann harðneitar að viðurkenna að Framsóknarflokkurinn fékk umtalsvert fylgi í Reykjavík út á málflutning, sem gekk þvert á stefnu flokksins. Það heitir nefnilega popúlismi, öðru nafni lýðskrum, hvernig sem forsætisráðherrann reynir að koma sök á „umræðuna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherrann okkar virðist stundum í einkennilega litlum tengslum við raunveruleikann. Á föstudaginn hélt hann ræðu yfir miðstjórn Framsóknarflokksins, þar sem hann hélt áfram að kvarta sáran yfir umræðunni um mosku-útspil Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík, nokkrum dögum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar þegar reynt var að færa umræðu um pópúlíska flokkinn og saka Framsóknarmenn um kynþáttahyggju, flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar mestu framfarir sem hafa orðið á því sviði,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á fundinum. Svo bætti hann við: „Að menn skuli nýta slíkt mál í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma.“ Það er dálítið kostulegt ef forsætisráðherrann áttar sig ekki á því að þessum orðum má einmitt snúa upp á framgöngu Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Margir trúðu því illa að flokkur, sem lengst af hefur reynt að marka sér stöðu sem hófsamur miðjuflokkur, myndi nota ótta við útlendinga og fólk sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga til að fiska eftir atkvæðum. Það var nú samt það sem gerðist. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir sagði að á meðan við værum með þjóðkirkju á Íslandi ætti Reykjavíkurborg ekki að gefa múslimum lóð undir mosku. Svo tók hún upp hugmynd frá danska Þjóðarflokknum um að það ætti að hafa atkvæðagreiðslu um moskulóðina. Hún dró ummæli sín ekki til baka fyrir kosningar, heldur bætti hún í kvöldið fyrir kjördag, þegar hún notaði tækifærið til að ýta undir hræðslu við nauðungarhjónabönd á Íslandi. Það var ekki fyrr en eftir kosningar, sem Sveinbjörg dró í land og sagðist hafa hlaupið á sig. Hlutur forsætisráðherrans er lítið skárri; hann gerði engar athugasemdir við málflutning Sveinbjargar fyrir kosningar og hefur raunar enn ekki gert það, enda sjálfsagt glaður með fylgið sem þetta atkvæðafiskirí á vafasömum miðum skilaði. Hann ber sig bara voða aumlega undan „umræðunni“ og reynir að færa ábyrgðina á málinu eitthvert annað en þangað sem hún á heima; hjá oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og hjá honum sjálfum. Þetta má sannarlega kalla lágpunkt í langri og merkilegri sögu Framsóknarflokksins. Það er hins vegar óhætt að leyfa sér að vona að nú liggi leiðin upp á við. Miðstjórnarfundurinn samþykkti að sögn RÚV ályktun, þar sem ítrekað er að framsóknarmenn muni berjast fyrir félagslegu réttlæti og hafna hvers kyns mismunun, meðal annars á grundvelli trúarbragða, litarháttar, kyns, stöðu og kynhneigðar. Þar er augljóslega verið að snupra Sveinbjörgu og árétta grundvallarstefnu Framsóknarflokksins. Það er gott hjá framsóknarmönnum. En um leið er illskiljanlegt hvað formaður flokksins er að hugsa þegar hann harðneitar að viðurkenna að Framsóknarflokkurinn fékk umtalsvert fylgi í Reykjavík út á málflutning, sem gekk þvert á stefnu flokksins. Það heitir nefnilega popúlismi, öðru nafni lýðskrum, hvernig sem forsætisráðherrann reynir að koma sök á „umræðuna“.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun