„Þá kannski getum við hætt þessum andskotans sandkassaleik“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2015 21:37 Einar K. Guðfinnsson og Helgi Hrafn Gunnarsson. Vísir/Daníel „Ljóst er að komið hefur fram að ríkisstjórnin hyggst haga sér eins og henni sýnist, svo lengi sem að það er meirihluti á þinginu til að verja hana vantrausti.“ Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á þingi í dag. Hann lagði í dag fram þrjár leiðir til að bæta úr trausti og virðingu til Alþingis. „Frekar en að leyfa hegðun ríkisstjórnarinnar og að leyfa henni að haga sér gagnvart þinginu alfarið og eingöngu, samkvæmt hennar eigin skilningi á hvað hún megi, svo lengi sem ekki komi til vantrausts. Þá er ég með þrjár hugmyndir.“ Fyrsta hugmyndin er að aðskilja Alþingi og ríkisstjórn, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn. Önnur var að koma á fót málskotsrétti þjóðarinnar, svo hún geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þriðja hugmyndin er að þriðjungur þings geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta eru hógværar, ódýrar og einfaldar lausnir sem myndu koma okkur fram á veg. Þá getum við kannski hætt þessum andskotans sandkassaleik. Fyrirgefið dónaskapinn.“ Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var á þeim tímapunkti í samræðum við Kristján Möller en stökk á fætur til að slá í bjölluna og biðja Helga Hrafn að gæta orða sinna. „Þingmaður lét falla hér óviðeigandi orð,“ sagði Einar og Helgi svaraði: „Það er rétt.“ Hér að neðan má sjá ræðu Helga og viðbrögð Einars. Alþingi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Ljóst er að komið hefur fram að ríkisstjórnin hyggst haga sér eins og henni sýnist, svo lengi sem að það er meirihluti á þinginu til að verja hana vantrausti.“ Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á þingi í dag. Hann lagði í dag fram þrjár leiðir til að bæta úr trausti og virðingu til Alþingis. „Frekar en að leyfa hegðun ríkisstjórnarinnar og að leyfa henni að haga sér gagnvart þinginu alfarið og eingöngu, samkvæmt hennar eigin skilningi á hvað hún megi, svo lengi sem ekki komi til vantrausts. Þá er ég með þrjár hugmyndir.“ Fyrsta hugmyndin er að aðskilja Alþingi og ríkisstjórn, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn. Önnur var að koma á fót málskotsrétti þjóðarinnar, svo hún geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þriðja hugmyndin er að þriðjungur þings geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta eru hógværar, ódýrar og einfaldar lausnir sem myndu koma okkur fram á veg. Þá getum við kannski hætt þessum andskotans sandkassaleik. Fyrirgefið dónaskapinn.“ Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var á þeim tímapunkti í samræðum við Kristján Möller en stökk á fætur til að slá í bjölluna og biðja Helga Hrafn að gæta orða sinna. „Þingmaður lét falla hér óviðeigandi orð,“ sagði Einar og Helgi svaraði: „Það er rétt.“ Hér að neðan má sjá ræðu Helga og viðbrögð Einars.
Alþingi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira