Innlent

Alþingi í beinni: Gunnar Bragi gerir grein fyrir bréfi sínu til ESB

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Alþingi kemur saman til fundar klukkan 13.30 í dag. Þar mun Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gefa munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. Fyrsta mál á dagskrá eru umræður um störf þingsins. 

Búast má við miklum hita á þinginu í dag enda hefur stjórnin verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft samráð við þingið um slit á viðræðunum. Þá er vonast til að mál skýrist er ráðherrann gerir grein fyrir bréfinu, því túlkun þess og hvað það í raun þýðir hefur verið nokkrum vafa undirorpinn. 

Horfa má á þingfundinn í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×