Innlent

Fara fram á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Farið er fram á að dómur Hæstaréttar yfir Tryggva og Rúnari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verði tekinn upp aftur.
Farið er fram á að dómur Hæstaréttar yfir Tryggva og Rúnari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verði tekinn upp aftur.
Lúðvík Bergvinsson, lögmaður erfingja þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski, hefur lagt fram endurupptökubeiðni fyrir Endurupptökunefnd. Í beiðninni er farið fram á að dómur Hæstaréttar yfir Tryggva og Rúnari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verði tekinn upp aftur.

Beiðnin byggir að stórum hluta á skýrslu starfshóps Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra, en hópurinn skilaði af sér viðamikilli skýrslu um málið í mars 2013. Niðurstöður hópsins voru að frumburðir sakborninga hafi ýmist verið falskir eða óáreiðanlegir. Því standi veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur.

Þá byggir beiðnin einnig á lögum um heimild til endurupptöku vegna látinna dómþola. Þau voru samþykkt á Alþingi í desember í fyrra. Pressan sagði fyrst frá málinu í morgun. 

Í samtali við Vísis segir Lúðvík að vinnan við beiðnina hafi staðið yfir nokkuð lengi. Í heildina hlaupi beiðnin á nokkur hundruð síðum.


Tengdar fréttir

„Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×