Aðildarumsóknin hefur ekki verið afturkölluð Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2015 11:49 Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir bréf utanríkisráðherra til Evrópusambandsins ekki fela það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé afturkölluð. Engin stefnubreytingu felist í bréfi utanríkisráðherra en með því hafi ríkisstjórnin aðeins ítrekað að hún ætli sér ekki að hefja aðildarviðræður á ný. Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir erfitt að tala um að viðræðum Íslands við Evrópusambandið hafi verið slitið þar sem þær hafi ekki átt sér stað í tvö ár. Með bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins sé verið að ítreka og staðfesta það sem margoft hafi komið fram áður að ríkisstjórn ætli ekki að halda áfram þeim viðræðum sem hófust á síðasta kjörtímabili. „Og í ljósi þess að hér er í raun og veru bara verið að ítreka og skýra stefnu sem hefur verið löngu kunn og marg rædd held ég að það hafi ekki verið þörf á aðkomu þingsins að svo stöddu,“ segir Birgir. Umsóknin hafi verið dautt plagg í nokkurn tíma eða allt frá því fyrri ríkisstjórn gerði hlé á viðræðum og síðan hafi viðræðuhópar verið leystir upp. Birgir segist ekki geta spáð fyrir um hvernig Evrópusambandið meti bréf utanríkisráðherra en ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að Evrópusambandinu þyrfti væntanlega að hefja það ferli frá grunni.En hvers vegna þyrfti hún þess? Ef ríkisstjórnin að ríkisstjórnin þarf ekki að fara fyrir þingið til að slíta viðræðunum, hvers vegna þyrfti þá ný ríkisstjórn að tala við þingið þegar þingsályktunartillagan hefur ekki verið numin úr gildi? „Ég held að við getum ekki svarað þeim spurningum fyrr en á það myndi reyna. Hvernig staðið yrði að verki í því sambandi,“ segir Birgir. Hann segir engan vafa á því að ríkisstjórnin hefði getað komið nýrri þingsályktunartillögu um slit viðræðna í gegnum Alþingi, þótt það hefði orðið umdeilt eins og ákvöðun utanríkisráðherra nú. „Ríkisstjórnin er ekkert að koma sér undan þeim deilum með þessari ákvörðun. En hins vegar er málið formað með öðrum hætti núna en var í fyrra vetur. Og felur í raun og veru ekki í sér það að aðildarumsóknin sé afturkölluð,“ segir Birgir. Ríkisstjórn sé fyrst og fremst að ítreka þá stöðu að umsóknin hafi verið dauð í nokkurn tíma. „Ályktunin sem var samþykkt af Alþingi sumarið 2009 er ekki afturkölluð með þessu. En á hinn bóginn er verið að lýsa þeirri stöðu sem er uppi,“ segir Birgir. Formaður utanríkismálanefndar vissi ekki af því fyrir fund í nefndarinnar í gær að utanríkisráðherra hyggðist þann dag afhenda Evrópusambandinu tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa vitað að menn voru að ræða ýmsa hluti í ríkisstjórn ekki hvernig þessum málum yrði háttað.Hefði ekki verið eðlilegt að kynna málið fyrir utanríkismálanefnd áður en ráðherrann fór út með þetta bréf? Nú var þetta samþykkt í ríkisstjórn á þriðjudag og hann afhenti bréfið í gær. „Það fer allt eftir því hvort menn líti svo á að þarna sé um stefnubreytingu eða einhverja meiriháttar ákvörðun að ræða. Ég lít svo á að þarna hafi verið um að ræða fyrst og fremst að ríkisstjórnin var að skýra og ítreka sína stöðu í þessu máli,“ segir Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar. Alþingi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir bréf utanríkisráðherra til Evrópusambandsins ekki fela það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé afturkölluð. Engin stefnubreytingu felist í bréfi utanríkisráðherra en með því hafi ríkisstjórnin aðeins ítrekað að hún ætli sér ekki að hefja aðildarviðræður á ný. Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir erfitt að tala um að viðræðum Íslands við Evrópusambandið hafi verið slitið þar sem þær hafi ekki átt sér stað í tvö ár. Með bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins sé verið að ítreka og staðfesta það sem margoft hafi komið fram áður að ríkisstjórn ætli ekki að halda áfram þeim viðræðum sem hófust á síðasta kjörtímabili. „Og í ljósi þess að hér er í raun og veru bara verið að ítreka og skýra stefnu sem hefur verið löngu kunn og marg rædd held ég að það hafi ekki verið þörf á aðkomu þingsins að svo stöddu,“ segir Birgir. Umsóknin hafi verið dautt plagg í nokkurn tíma eða allt frá því fyrri ríkisstjórn gerði hlé á viðræðum og síðan hafi viðræðuhópar verið leystir upp. Birgir segist ekki geta spáð fyrir um hvernig Evrópusambandið meti bréf utanríkisráðherra en ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að Evrópusambandinu þyrfti væntanlega að hefja það ferli frá grunni.En hvers vegna þyrfti hún þess? Ef ríkisstjórnin að ríkisstjórnin þarf ekki að fara fyrir þingið til að slíta viðræðunum, hvers vegna þyrfti þá ný ríkisstjórn að tala við þingið þegar þingsályktunartillagan hefur ekki verið numin úr gildi? „Ég held að við getum ekki svarað þeim spurningum fyrr en á það myndi reyna. Hvernig staðið yrði að verki í því sambandi,“ segir Birgir. Hann segir engan vafa á því að ríkisstjórnin hefði getað komið nýrri þingsályktunartillögu um slit viðræðna í gegnum Alþingi, þótt það hefði orðið umdeilt eins og ákvöðun utanríkisráðherra nú. „Ríkisstjórnin er ekkert að koma sér undan þeim deilum með þessari ákvörðun. En hins vegar er málið formað með öðrum hætti núna en var í fyrra vetur. Og felur í raun og veru ekki í sér það að aðildarumsóknin sé afturkölluð,“ segir Birgir. Ríkisstjórn sé fyrst og fremst að ítreka þá stöðu að umsóknin hafi verið dauð í nokkurn tíma. „Ályktunin sem var samþykkt af Alþingi sumarið 2009 er ekki afturkölluð með þessu. En á hinn bóginn er verið að lýsa þeirri stöðu sem er uppi,“ segir Birgir. Formaður utanríkismálanefndar vissi ekki af því fyrir fund í nefndarinnar í gær að utanríkisráðherra hyggðist þann dag afhenda Evrópusambandinu tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa vitað að menn voru að ræða ýmsa hluti í ríkisstjórn ekki hvernig þessum málum yrði háttað.Hefði ekki verið eðlilegt að kynna málið fyrir utanríkismálanefnd áður en ráðherrann fór út með þetta bréf? Nú var þetta samþykkt í ríkisstjórn á þriðjudag og hann afhenti bréfið í gær. „Það fer allt eftir því hvort menn líti svo á að þarna sé um stefnubreytingu eða einhverja meiriháttar ákvörðun að ræða. Ég lít svo á að þarna hafi verið um að ræða fyrst og fremst að ríkisstjórnin var að skýra og ítreka sína stöðu í þessu máli,“ segir Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar.
Alþingi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira