„Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2015 10:42 Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Vísir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir gagnrýnivert að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hafi boðið sig fram til formanns með jafnskömmum fyrirvara og raun bar vitni um helgina. Ætli menn að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni eigi að gera það með eðlilegum fyrirvara líkt og Jón gerði sjálfur árið 1984. Þá bauð Jón Baldvin sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni. „Ég setti fram mína stefnuskrá og eftir það var engin perónuleg óvild. Við unnum vel saman,“ sagði Jón Baldvin í Bítinu í morgun. Hann hefur enga ástæðu til að ætla að annað verði uppi á teningnum hjá Samfylkingunni nú. Hann segir á valdi formannsins Árna Páls Árnasonar að hlusta á gagnrýnina og breyta eftir því. „Árni formaður er á skilorði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi verið viðvörun og nú verði hann að spjara sig. Aðspurður um dapurt gengi flokksins í síðustu kosningum er hann fljótur til svars. „Það er aldrei til vinsælda fallið að taka að sér að hreinsa út skítinn eftir fylleríspartý,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Samfylkingunni og Vinstri grænum hafi verið treyst til þess að lokinni búsáhaldabyltingu og kosningar, þ.e. að „að moka út flórinn eftir að það hafði verið standandi partý útrásarvíkinga sem kunnu sér ekki hóf og fóru með þjófélagið til helvítis.“ „Það var ekkert smáverk,“ segir Jón Baldvin.Íslendingar ekkert lært af hruninu Jón Baldvin segir alveg tvímælalaust að Íslendingar hafi ekkert lært af hruninu. Hvorki pólitíkusarnir né þjóðin sjálf. Hann bendir þó á einn hlut sem Íslendingar hafi gert betur en allir aðrir eftir hrunið. Gert það upp með rannsóknarskýrslu. Um hafi verið að ráða vandaða greiningu á orsökum og skýrar niðurstöður um hvernig ætti að bregðast við. „Pakkinn var sendur til Alþingis en Alþingi klikkaði gjörsamlega,“ segir Jón Baldvin. Alþingi hafi einum rómi samþykkt þingsályktun um hvað þyrfti að gera til að koma húsinu í lag, nokkur meginatriði sem öllum hafi borið saman um að þyrfti að læra af. „Það er ekki búið að framkvæma eitt einasta af því.“ Þá rifjaði ráðherrann upp viðbrögð almennings við Landsdómsmálinu. Þjóðinni hafa ofboðið málið „því allir vita að Geir (innsk: Haarde) er frekar meinlaus maður og frekar ábyrgðarlítill.“ Hann hafie kki borið höfuðábyrgð á hruninu. „Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson,“ segir Jón Baldvin. Aðspurður hvort hann hafi rætt þau mál við fyrrum félaga sinn úr Viðeyjarstjórninni svarar Jón Baldvin neitandi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan en þar ræðir Jón Baldvin einnig um fjármálakerfi heimsins. Alþingi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir gagnrýnivert að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hafi boðið sig fram til formanns með jafnskömmum fyrirvara og raun bar vitni um helgina. Ætli menn að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni eigi að gera það með eðlilegum fyrirvara líkt og Jón gerði sjálfur árið 1984. Þá bauð Jón Baldvin sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni. „Ég setti fram mína stefnuskrá og eftir það var engin perónuleg óvild. Við unnum vel saman,“ sagði Jón Baldvin í Bítinu í morgun. Hann hefur enga ástæðu til að ætla að annað verði uppi á teningnum hjá Samfylkingunni nú. Hann segir á valdi formannsins Árna Páls Árnasonar að hlusta á gagnrýnina og breyta eftir því. „Árni formaður er á skilorði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi verið viðvörun og nú verði hann að spjara sig. Aðspurður um dapurt gengi flokksins í síðustu kosningum er hann fljótur til svars. „Það er aldrei til vinsælda fallið að taka að sér að hreinsa út skítinn eftir fylleríspartý,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Samfylkingunni og Vinstri grænum hafi verið treyst til þess að lokinni búsáhaldabyltingu og kosningar, þ.e. að „að moka út flórinn eftir að það hafði verið standandi partý útrásarvíkinga sem kunnu sér ekki hóf og fóru með þjófélagið til helvítis.“ „Það var ekkert smáverk,“ segir Jón Baldvin.Íslendingar ekkert lært af hruninu Jón Baldvin segir alveg tvímælalaust að Íslendingar hafi ekkert lært af hruninu. Hvorki pólitíkusarnir né þjóðin sjálf. Hann bendir þó á einn hlut sem Íslendingar hafi gert betur en allir aðrir eftir hrunið. Gert það upp með rannsóknarskýrslu. Um hafi verið að ráða vandaða greiningu á orsökum og skýrar niðurstöður um hvernig ætti að bregðast við. „Pakkinn var sendur til Alþingis en Alþingi klikkaði gjörsamlega,“ segir Jón Baldvin. Alþingi hafi einum rómi samþykkt þingsályktun um hvað þyrfti að gera til að koma húsinu í lag, nokkur meginatriði sem öllum hafi borið saman um að þyrfti að læra af. „Það er ekki búið að framkvæma eitt einasta af því.“ Þá rifjaði ráðherrann upp viðbrögð almennings við Landsdómsmálinu. Þjóðinni hafa ofboðið málið „því allir vita að Geir (innsk: Haarde) er frekar meinlaus maður og frekar ábyrgðarlítill.“ Hann hafie kki borið höfuðábyrgð á hruninu. „Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson,“ segir Jón Baldvin. Aðspurður hvort hann hafi rætt þau mál við fyrrum félaga sinn úr Viðeyjarstjórninni svarar Jón Baldvin neitandi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan en þar ræðir Jón Baldvin einnig um fjármálakerfi heimsins.
Alþingi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira