Innlent

Vilja að fréttamenn geri samning við viðmælendur til að vitna í upptökur símtala

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Birgir og Sigríður, vilja þrengja undanþágur í lögum um hljóðupptöku símtala.
Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Birgir og Sigríður, vilja þrengja undanþágur í lögum um hljóðupptöku símtala. Vísir/Stefán/Aðsent
Sigríður Andersen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, og Birgir Ármannsson, þingmaður sama flokks, hafa lagt fram frumvarp sem kemur í veg fyrir að hægt sé að vitna beint í upptökur símtala sem tekin eru upp á þeim forsendum að báðum aðilum ætti að vera fullkunnugt að um upptöku sé að ræða án þess að tilkynnt sé um það sérstaklega.



Frumvarpinu er beint að fréttamönnum sem taka alla jafna upp öll símtöl tengd starfinu. Í greinargerð frumvarpsins segir að sá skilningur sem nú sé í gangi, að viðmælendur fréttamanna eigi að vera ljóst að símtalið sé tekið upp, sé rangur.



„Ekki er eðlilegt að heimilt sé að hljóðrita samtöl við fólk, án þess að gengið sé skýrlega úr skugga um að því sé kunnugt um hljóðritunina, en birta í framhaldinu einstakar setningar viðmælandans opinberlega, eða jafnvel samtalið í heild sinni,“ segja þingmennirnir í greinargerðinni.



„Er sjálfsögð krafa að sá, sem er í raun í viðtali, fái að vita um það áður en viðtalið hefst,“ segja þau. Leggja þau til að skrifað hafi verið undir samkomulag um hljóðupptöku, svo sem við upphaf tiltekinna viðskipta sömu aðila, að því er segir í greinargerðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×