„Leyninefnd að störfum“ Hjörtur Hjartarson skrifar 4. apríl 2015 19:15 Landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra leggur til að 130 opinber störf verði flutt í kjördæmið. Formaður Samfylkingarinnar segir fáránlegt að einhverskonar leyninefnd sé að störfum innan stjórnkerfisins. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segist hafa efasemdir um hægt sé að fylgja þessum tillögum. Skýrslan var afhent forsætisráðuneytinu í desember en hefur ekki verið gerð opinber. Þó hefur verið greint frá tveimur liðum hennar er varða flutning RARIK og Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð. Fréttastofan hefur skýrsluna undir höndum en í henni eru lagðar fram 25 tillögur um flutning og nýsköpun á samtals 130 opinberum störfum í landshlutanum. „Já, það er hálfskrýtið, ég veit það. En þetta eru væntanlega bara einhverjar tillögur sem síðan verða ræddar og útfærðar og spurning er hvað á við,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Brynjar bendir þó á að skýrt sé kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að opinberum störfum skuli fjölgað á landsbyggðinni. Hann telur þó að hann muni eiga erfitt með að styðja jafn róttækar aðgerðir og þessar. „Ég mun ekki styðja þetta óséð og óskoðað, það eru alveg hreinar línur því þetta er auðvitað mikil breyting og ég hef vissar efasemdir um að þetta gangi allt saman upp, ég verð að segja það alveg fyrirfram.“Brynjar Níelsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFormaður Samfylkingarinnar hefur líka sínar efasemdir, sérstaklega hvernig unnið var að málinu. „Það er náttúrulega alveg fáránlegt að það séu einhverjar leyninefndir að störfum hér og þar í stjórnkerfinu þar sem ekkert liggur fyrir, ekkert hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar starfinu eða neitt slíkt. Þetta er bara enn eitt aprílgabbið hjá ríkisstjórninni og ég hélt að það væri komið nóg af þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Árni segist styðja öfluga landsbyggðastefnu en hún verði að vera byggð á faglegum grunni. „En ekki bara með einhverri gamaldags kjördæmapólitík eins og þetta er. Það er auðvitað lágmarkskrafa að svona ákvarðanir séu þá teknar með aðkomu allra flokka og menn viti forsendur eru lagðar til grundvallar að Alþingi samþykki ráðstöfun opinberra starfa.“ Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra leggur til að 130 opinber störf verði flutt í kjördæmið. Formaður Samfylkingarinnar segir fáránlegt að einhverskonar leyninefnd sé að störfum innan stjórnkerfisins. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segist hafa efasemdir um hægt sé að fylgja þessum tillögum. Skýrslan var afhent forsætisráðuneytinu í desember en hefur ekki verið gerð opinber. Þó hefur verið greint frá tveimur liðum hennar er varða flutning RARIK og Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð. Fréttastofan hefur skýrsluna undir höndum en í henni eru lagðar fram 25 tillögur um flutning og nýsköpun á samtals 130 opinberum störfum í landshlutanum. „Já, það er hálfskrýtið, ég veit það. En þetta eru væntanlega bara einhverjar tillögur sem síðan verða ræddar og útfærðar og spurning er hvað á við,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Brynjar bendir þó á að skýrt sé kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að opinberum störfum skuli fjölgað á landsbyggðinni. Hann telur þó að hann muni eiga erfitt með að styðja jafn róttækar aðgerðir og þessar. „Ég mun ekki styðja þetta óséð og óskoðað, það eru alveg hreinar línur því þetta er auðvitað mikil breyting og ég hef vissar efasemdir um að þetta gangi allt saman upp, ég verð að segja það alveg fyrirfram.“Brynjar Níelsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFormaður Samfylkingarinnar hefur líka sínar efasemdir, sérstaklega hvernig unnið var að málinu. „Það er náttúrulega alveg fáránlegt að það séu einhverjar leyninefndir að störfum hér og þar í stjórnkerfinu þar sem ekkert liggur fyrir, ekkert hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar starfinu eða neitt slíkt. Þetta er bara enn eitt aprílgabbið hjá ríkisstjórninni og ég hélt að það væri komið nóg af þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Árni segist styðja öfluga landsbyggðastefnu en hún verði að vera byggð á faglegum grunni. „En ekki bara með einhverri gamaldags kjördæmapólitík eins og þetta er. Það er auðvitað lágmarkskrafa að svona ákvarðanir séu þá teknar með aðkomu allra flokka og menn viti forsendur eru lagðar til grundvallar að Alþingi samþykki ráðstöfun opinberra starfa.“
Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira