Óæskilegar og afleitar hækkanir að mati forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2015 19:00 Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Formaður Vinstri grænna fordæmir hækkun stjórnarlauna á sama tíma og HB Grandi gefi starfsfólki íspinna fyrir vel unnin störf. Eins og fram hefur komið eru stjórnarlaunin ekkert slor hjá HB Granda. Þau bar á góma á Alþingi í dag en forsætisráðherra hefur sagt að það væri svigrúm til almennra launahækkana. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hafa gríðarlegar gríðarlegar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxness,“ sagði Katrín. Það væri ástæða til að óttast afleiðingar verkfalla og nauðsynlegt væri að samningar tækjust sem fyrst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir áhyggjur Katrínar af stöðunni á vinnumarkaðnum og gerð kjarasamninga. Það væru sóknarfæri í stöðunni til bættra kjara og því mikilvægt að traust ríkti um að kjarabótum yrði skipt jafnt milli ólíkra hópa í samfélaginu. „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi, því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. En Katrín vildi ásamt formanni Bjartrar framtíðar fá að vita hvort von væri á einhverju útspili að hálfu ríkisstjórnarinnar til að stuðla að gerð kjarasamninga. Forsætisráðherra sagði stjórnvöld reiðubúin til þess ef slíkir samningar fóðruðu ekki verðbólguna. „Ef menn hins vegar sjá fram á að það náist það sem kalla mætti stöðugleikasamninga, þá er ríkisvaldið opið fyrir ýmsum leiðum sem að sjálfsögðu yrðu unnar í samráði við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Formaður Vinstri grænna fordæmir hækkun stjórnarlauna á sama tíma og HB Grandi gefi starfsfólki íspinna fyrir vel unnin störf. Eins og fram hefur komið eru stjórnarlaunin ekkert slor hjá HB Granda. Þau bar á góma á Alþingi í dag en forsætisráðherra hefur sagt að það væri svigrúm til almennra launahækkana. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hafa gríðarlegar gríðarlegar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxness,“ sagði Katrín. Það væri ástæða til að óttast afleiðingar verkfalla og nauðsynlegt væri að samningar tækjust sem fyrst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir áhyggjur Katrínar af stöðunni á vinnumarkaðnum og gerð kjarasamninga. Það væru sóknarfæri í stöðunni til bættra kjara og því mikilvægt að traust ríkti um að kjarabótum yrði skipt jafnt milli ólíkra hópa í samfélaginu. „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi, því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. En Katrín vildi ásamt formanni Bjartrar framtíðar fá að vita hvort von væri á einhverju útspili að hálfu ríkisstjórnarinnar til að stuðla að gerð kjarasamninga. Forsætisráðherra sagði stjórnvöld reiðubúin til þess ef slíkir samningar fóðruðu ekki verðbólguna. „Ef menn hins vegar sjá fram á að það náist það sem kalla mætti stöðugleikasamninga, þá er ríkisvaldið opið fyrir ýmsum leiðum sem að sjálfsögðu yrðu unnar í samráði við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent