Innlent

Óvissa um framtíð Iðnskólans í Hafnarfirði: Segja stöðuna ólíðandi

Sunna Karen Sigurþórs´dottir skrifar
Kennarar, nemendur og starfsfólk kom saman fyrir utan skólann í morgun.
Kennarar, nemendur og starfsfólk kom saman fyrir utan skólann í morgun. vísir/kí
Kennarar, nemendur og starfsfólk Iðnskólans í Hafnarfirði fjölmenntu fyrir framan skólann í morgun til að mótmæla sameiningu við Tækniskólann. Stöðuna segja þau ólíðandi, því óvissa ríki um framtíð þeirra í skólanum.

Í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands segir að kennarar og starfsfólk sé sett í óvissu til margra vikna á orlofstíma um framtíð þeirra. Nemendur viti ekki hvar þeir verði næstu önn og kennarar og starfsfólk viti ekki hvort það haldi starfi. Ámælisvert sé að stór ákvörðun er varði yfirtöku einkafyrirtækis á ríkisstofnun fari fram á nokkurrar umræðu á Alþingi,

„Með samstöðumótmælunum átelja kennarar, starfsfólk og nemendur flýtimeðferð menntamálaráðherra. Ólíðandi er að láta nemendur og starfsfólk ljúka skólaárinu með slíka óvissu hangandi yfir sér,“ segir í tilkynningunni.

Kennarasambandið sendi frá sér ályktun í dag þar sem krafist er að allir starfsmenn, sem sagt verður upp vegna skipulagsbreytinganna, verði ráðnir aftur til starfa í nýjum sameinuðum skóla. Mikilvægt sé að enginn tapi áunnum réttindum, svo sem fastráðningu, lífeyrisréttingum, starfsaldursréttingum og veikindarétti. „Þar sem eingöngu er um skipulagsbreytingu að ræða þá verði eðlileg starfsmannavelta sem og sólarlagsákvæði látið vinna að fækkun starfsmanna sé þess þörf,“ segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×