Knattspyrnumaðurinn Einar Logi Einarsson er genginn í raðir HK. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.
Einar, sem er 23 ára, mun leika með HK í 1. deildinni í sumar en hann er uppalinn Skagamaður.
Hjá HK hittir Einar fyrir Þorvald Örlygsson en hann þjálfaði ÍA seinni hluta sumars 2013 þegar Einar lék með liðinu.
Einar lék tvo leiki með ÍA í 1. deildinni í fyrra en gekk svo til liðs við Kára og spilaði þrjá leiki með liðinu í 4. deildinni.
HK sækir Gróttu heim á Vivaldivöllinn í opnunarleik 1. deildarinnar á föstudaginn kemur.
Einar Logi til HK
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn

Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn





