Hvetja forsetann til að vísa makrílfrumvarpi til þjóðarinnar Bjarki Ármannsson skrifar 1. maí 2015 13:53 Jón Steinsson hagfræðingur er meðal þeirra sem standa að undirskriftasöfnuninni. Vísir Rúmlega 1900 manns hafa, þegar þetta er skrifað, skrifað undir á síðunni Þjóðareign.is, þar sem undirskriftum er nú safnað til að hvetja forseta Íslands að samþykkja ekki stjórnarfrumvarpið sem lagt hefur verið fram á Alþingi um úthlutun makrílkvóta, heldur vísa því í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að baki undirskriftasöfnuninni standa þau Agnar K. Þorsteinsson, sérfræðingur í upplýsingatækni, Bolli Héðinsson hagfræðingur, Elín Björg Ragnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, Henný Hinz hagfræðingur, Jón Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri Bifrastar, Jón Steinsson hagfræðingur og Þorkell Helgason, fyrrverandi prófessor. Í tilkynningu segja þau að frumvarpið, sem felur í sér úthlutun makrílkvóta til útgerðarmanna til sex ára hið skemmsta og að veiðigjöld verði ákveðin til þriggja ára, fela í sér grundvallarbreytingu á tilhögun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Verði það að lögum, sé útgerðinni í fyrsta sinn veitt óafturkallanlegt forræði yfir aflaheimildum til lengri tíma en eins árs. Alþingi geti ekki í reynd afturkallað þá ráðstöfun. „Lagasetning af þessu tagi kemur í veg fyrir að unnt sé að kveða á um skilyrðislaust eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni með ákvæði í stjórnarskrá sem jafnframt tryggi að þjóðin njóti fulls gjalds af afnotum á auðlindinni,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Meðal þeirra sem deilt hafa undirskriftasöfnuninni á Facebook-síðu sinni og hvatt aðra til að skrifa undir eru Birgitta Jónsdóttir þingmaður og Illugi Jökulsson rithöfundur."Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar...Posted by Birgitta Jónsdóttir on 1. maí 2015 Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Rúmlega 1900 manns hafa, þegar þetta er skrifað, skrifað undir á síðunni Þjóðareign.is, þar sem undirskriftum er nú safnað til að hvetja forseta Íslands að samþykkja ekki stjórnarfrumvarpið sem lagt hefur verið fram á Alþingi um úthlutun makrílkvóta, heldur vísa því í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að baki undirskriftasöfnuninni standa þau Agnar K. Þorsteinsson, sérfræðingur í upplýsingatækni, Bolli Héðinsson hagfræðingur, Elín Björg Ragnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, Henný Hinz hagfræðingur, Jón Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri Bifrastar, Jón Steinsson hagfræðingur og Þorkell Helgason, fyrrverandi prófessor. Í tilkynningu segja þau að frumvarpið, sem felur í sér úthlutun makrílkvóta til útgerðarmanna til sex ára hið skemmsta og að veiðigjöld verði ákveðin til þriggja ára, fela í sér grundvallarbreytingu á tilhögun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Verði það að lögum, sé útgerðinni í fyrsta sinn veitt óafturkallanlegt forræði yfir aflaheimildum til lengri tíma en eins árs. Alþingi geti ekki í reynd afturkallað þá ráðstöfun. „Lagasetning af þessu tagi kemur í veg fyrir að unnt sé að kveða á um skilyrðislaust eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni með ákvæði í stjórnarskrá sem jafnframt tryggi að þjóðin njóti fulls gjalds af afnotum á auðlindinni,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Meðal þeirra sem deilt hafa undirskriftasöfnuninni á Facebook-síðu sinni og hvatt aðra til að skrifa undir eru Birgitta Jónsdóttir þingmaður og Illugi Jökulsson rithöfundur."Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar...Posted by Birgitta Jónsdóttir on 1. maí 2015
Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira