Stjarnan birtir mynd af vopnaleitarhliðum og skrifar við myndina: „Allt klárt fyrir fyrsta heimaleik. Tók þónokkurn tíma að setja upp aukabúnaðinn vegna komu Ghettoliðsins.“
Þetta hefur vakið nokkra athygli á Twitter og eru sumir stuðningsmenn Leiknis og aðrir Breiðhyltingar óánægðir með „ósmekklegt grín“ meistaranna eins og einn kemst að orði.
„Næstum því óþægilega classy félag þarna í Garðabæ,“ segir hótelstjórinn Snorri Valsson.
Allt klárt fyrir fyrsta heimaleik. Tók þónokkurn tíma að setja upp aukabúnaðinn vegna koma Ghettoliðsins #fotboltinet pic.twitter.com/5yaZIn638d
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) May 16, 2015
Guðmundur Jóhannsson vitnar svo í Ron Burgundy sjálfan og svarar Stjörnunni einfaldlega með orðunum: „Stay classy Garðbær.“
Hér að neðan má sjá færslu Stjörnumanna á Twitter, en leikur liðanna hefst á Samsung-vellinum klukkan 19.15.