Strákarnir í Pepsi-mörkunum fóru ófögrum orðum um frammistöðu Keflavíkur í 1-3 tapinu fyrir Fylki á Nettó-vellinum á mánudaginn. Þeir ræddu meðal annars um aldurssamsetninguna á liði Keflvíkinga sem er aðeins með eitt stig eftir fyrstu fimm umferðirnar.
„Það er svolítið erfitt að ætlast til þess að Jói B, Hörður Sveins, Guðjón Árni og allir þessir karlar dragi vagninn ár eftir ár,“ sagði Hjörtur Hjartarson sem var gestur Harðar Magnússonar ásamt Arnari Gunnlaugssyni.
„Það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta séu mennirnir sem halda félaginu alltaf uppi,“ bætti Hjörtur við en umræðan barst síðan að þeim þremur erlendu leikmönnum sem eru í herbúðum Keflvíkinga en þeir komu seint til landsins.
„Ég talaði við Kristján í dag (í gær) og spurði hann af hverju fékkstu þessa menn ekki febrúar, þegar þeir voru tilbúnir að koma. Þá hefur verið ákveðið að spara launakostnaðinn og taka þá seinna inn.“
„En áttu þeir eitthvað að koma? Eru þeir nógu góðir“ spurði Hörður ákveðinn.
„Ég held að þeir séu nógu góðir ef þeir fá að æfa eins og menn og spila með liðinu. Þeim var beinlínis hent inn í fyrsta leik,“ svaraði Hjörtur en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Hjörtur: Ekki hægt að ætlast til þess að gömlu karlarnir dragi alltaf vagninn hjá Keflavík
Tengdar fréttir

Uppbótartíminn: Doumbia sneri aftur með stæl | Myndbönd
Fimmta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær.

Versta byrjun Keflvíkinga í 55 ár í efstu deild
Keflavík er aðeins með eitt stig eftir fyrstu fimm umferðirnar í Pepsi-deild karla. Síðast þegar það gerðist, árið 1960, féllu Keflvíkingar niður um deild.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fylkir 1-3 | Sanngjarn Fylkissigur á slökum Keflvíkingum
Fylkir bar sigurorð af Keflavík á Nettó-vellinum í Keflavík í 5. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-3, Fylki í vil.