Þingmenn kasti ekki rýrð á Alþingi eða skaði ímynd þess með framkomu sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2015 15:16 Frá þingfundi á dögunum. vísir/stefán Allir forsetar Alþingis auk þingflokksformanna þeirra fimm stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi hafa lagt fram sameiginlega þingsályktunartillögu um siðareglur þingmanna. Reglurnar kveða meðal annars á um eftirfarandi varðandi hvað þingmenn skuli gera sem þjóðkjörnir fulltrúar: „Taka ákvarðanir í almannaþágu án þess að vera bundnir af fyrirmælum sem kunna að vera í andstöðu við siðareglur þessar, ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti [...]“ Þá er skýrt kveðið á um að þingmenn megi ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og að þeir skuli greina frá öllum hagsmunatengslum sem máli skipta vegna starfs þeirra. Samkvæmt tillögunni er þingmönnum gert skylt að afhenda forseta Alþingis undirritaða yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hlíta siðareglunum. Það sama mun gilda um varaþingmenn sem hafa setið samfellt í fjórar vikur. Forsætisnefnd mun skipa þriggja manna siðareglunefnd, til fimm ára í senn, sem mun taka til meðferðar erindi vegna meintra brota á reglunum. Í ályktuninni kemur fram að erindi um meint brot á reglunum megi aldrei bitna á sendanda þess: „Siðareglunefnd getur ákveðið að sendandi erindis njóti nafnleyndar ef telja má ljóst að meðferð málsins geti bitnað á honum,“ segir í þingsályktuninni. Í greinargerð kemur fram að siðareglurnar byggi á siðareglum Evrópuþingsráðsins. Alþingi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Allir forsetar Alþingis auk þingflokksformanna þeirra fimm stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi hafa lagt fram sameiginlega þingsályktunartillögu um siðareglur þingmanna. Reglurnar kveða meðal annars á um eftirfarandi varðandi hvað þingmenn skuli gera sem þjóðkjörnir fulltrúar: „Taka ákvarðanir í almannaþágu án þess að vera bundnir af fyrirmælum sem kunna að vera í andstöðu við siðareglur þessar, ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti [...]“ Þá er skýrt kveðið á um að þingmenn megi ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og að þeir skuli greina frá öllum hagsmunatengslum sem máli skipta vegna starfs þeirra. Samkvæmt tillögunni er þingmönnum gert skylt að afhenda forseta Alþingis undirritaða yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hlíta siðareglunum. Það sama mun gilda um varaþingmenn sem hafa setið samfellt í fjórar vikur. Forsætisnefnd mun skipa þriggja manna siðareglunefnd, til fimm ára í senn, sem mun taka til meðferðar erindi vegna meintra brota á reglunum. Í ályktuninni kemur fram að erindi um meint brot á reglunum megi aldrei bitna á sendanda þess: „Siðareglunefnd getur ákveðið að sendandi erindis njóti nafnleyndar ef telja má ljóst að meðferð málsins geti bitnað á honum,“ segir í þingsályktuninni. Í greinargerð kemur fram að siðareglurnar byggi á siðareglum Evrópuþingsráðsins.
Alþingi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira