Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. maí 2015 12:15 Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Vísir/Valli Á sjöunda þúsund hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælafundurinn mun krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar. Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Sara Elísa Þórðardóttir, sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli, segir að krafa mótmælanna sé sú að ríkisstjórnin skili lyklunum. Hún segir það einnig kröfu fundarins að það verði gerðar miklar kerfisbreytingar. Hún mun sinna fundarstjórn á mótmælafundinum en auk hennar eru tveir ræðumenn sem munu ávarpa fundinn. „Ég reikna með þessum fjölda og jafnvel fleirum því ég veit að það er fólk sem er tregt til að melda sig opinberlega á Facebook út af áhyggjum í tengslum við atvinnurekendur, þannig að já, ég reikna alla vega með þeim fjölda” segir hún. Sara Elísa segist hafa boðað til mótmælanna til að óánægjuraddir þjóðarinnar fái að koma fram og heyrast. Hún segir að rúmlega 100 mismunandi ástæður fyrir mótmælunum hafi verið nefndar á Facebook-síðu fundarins. „Vegna þess að það ríkir mikil óánægja í samfélaginu með ástand mála og eins og sést á viðburðinum sem ég stofnaði, þar sem ég gaf fólki tækifæri til að skrifa niður ástæðurnar fyrir því að það er ekki ánægt með ástandið eins og það er í þjóðfélaginu og íslenskum stjórnmálum, þá eru komnar rúmlega 100 ástæður sem fólk hefur gefið upp,“ segir Sara Elísa. „Þær eru náttúrulega misjafnar fyrir hvern og einn en mínar voru þær að fólk fengi þessa rödd áheyrða, þessi óánægja sem er alveg kristaltær og nánast áþreifanleg í þjóðarfélaginu, að hún fengi tækifæri til að koma á framfæri.“ Fréttastofa verður á Austurvelli þegar fundurinn hefst og verður sent út beint frá mótmælunum á Vísi.is. Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Á sjöunda þúsund hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælafundurinn mun krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar. Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Sara Elísa Þórðardóttir, sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli, segir að krafa mótmælanna sé sú að ríkisstjórnin skili lyklunum. Hún segir það einnig kröfu fundarins að það verði gerðar miklar kerfisbreytingar. Hún mun sinna fundarstjórn á mótmælafundinum en auk hennar eru tveir ræðumenn sem munu ávarpa fundinn. „Ég reikna með þessum fjölda og jafnvel fleirum því ég veit að það er fólk sem er tregt til að melda sig opinberlega á Facebook út af áhyggjum í tengslum við atvinnurekendur, þannig að já, ég reikna alla vega með þeim fjölda” segir hún. Sara Elísa segist hafa boðað til mótmælanna til að óánægjuraddir þjóðarinnar fái að koma fram og heyrast. Hún segir að rúmlega 100 mismunandi ástæður fyrir mótmælunum hafi verið nefndar á Facebook-síðu fundarins. „Vegna þess að það ríkir mikil óánægja í samfélaginu með ástand mála og eins og sést á viðburðinum sem ég stofnaði, þar sem ég gaf fólki tækifæri til að skrifa niður ástæðurnar fyrir því að það er ekki ánægt með ástandið eins og það er í þjóðfélaginu og íslenskum stjórnmálum, þá eru komnar rúmlega 100 ástæður sem fólk hefur gefið upp,“ segir Sara Elísa. „Þær eru náttúrulega misjafnar fyrir hvern og einn en mínar voru þær að fólk fengi þessa rödd áheyrða, þessi óánægja sem er alveg kristaltær og nánast áþreifanleg í þjóðarfélaginu, að hún fengi tækifæri til að koma á framfæri.“ Fréttastofa verður á Austurvelli þegar fundurinn hefst og verður sent út beint frá mótmælunum á Vísi.is.
Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira