Vonar að meirihluta atvinnuveganefndar snúist hugur Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 19:15 Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í atvinnuveganefnd vonast til að hægt verði að ná sátt um virkjanakosti sem harðar deilur hafa staðið um á Alþingi undanfarinn hálfan mánuð. Vonandi takist að setja málin í nýtt ferli sem allir geti sætt sig við, en annars verði málið stöðvað með endalausum umræðum. Það minnkaði aðeins herpingurinn í umræðunni á Alþingi um miðjan dag í gær, eftir að forseti þingsins tilkynnti að starfsáætlun þess væri ekki lengur í gildi og ekki væri vitað hvenær þingstörfum sem átti að ljúka á föstudag í næstu viku lyki. Ólíkt lagafrumvörpum sem fara í gegnum þrjár umræður fara þingsályktunartillögur eingöngu í gegnum tvær. Eftir mjög harðar seinni umræður um virkjanamálin á Alþinginundanfarnar tvær vikur, tókst stjórnarandstöðunni að fá það í gegn að atvinnuveganefnd tekur virkjanamálin fyrir á fundi næst komandi þriðjudag. Það var Kristján L. Möller sem lagði þetta til við formann nefndarinnar sem varð við ósk hans.Breytir það einhverju um feril málsins eins og hann var orðinn?„Nú veit ég það auðvitað ekki. En það er nauðsynlegt að fá verkefnastjórnina og ræða við hana á fundi atvinnuveganefndar. Sá fundur gat ekki orðið fyrr en á þriðjudagsmorgun en það er allt í lagi,“ segir Kristján. Nauðsynlegt sé að spyrja verkefnastjórn rammáætlunar um nýtingu og friðun náttúruauðlinda nokkurra veigamikilla spurninga og kanna hvort ekki sé hægt að finna sáttarflöt í málinu sem allir geti unað við.Ertu að vonast til þess að meirihlutanum í nefndinni snúist hugur og jafnvel dragi þessa breytingartillögu til baka? „Ég held að það sé einn liðurinn. Það geti verið ein tillagan. Þá er bara spurning í hvaða feril þetta verður sett eftir það. Við verðum auðvitað að hafa í huga að þetta er ferill frá verkefnisstjórn eftir beiðni frá þáverandi umhverfisráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni fljótlega eftir að hann tók við. Verkefnastjórnin treysti sér ekki þá til að skila af sér nema bara Hvammsvirkjun,“ segir Kristján. Og um þann virkjanakost virðist ríkja almenn sátt á Alþingi. Stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hins vegar hafa farið á svig við rammaáætlun þegar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafi verið teknar úr nýtingarflokki og settar í biðflokk. Kristján segir það hafa verið gert eftir alvarlegar athugasemdir sérfræðinga m.a. vegna vilts laxastofns í ánni. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að hún muni ræða þetta mál þar til breytingatillagan verði tekin til baka.Ef ekkert breytist í málinu að hálfu meirihlutans, mun stjórnarandstaðan þá standa við að það að ræða málið út í hið óendanlega?„Það er ég viss um og óttast. Þess vegna er það líka hluti að því að við verðum að leita allra leiða hvort er ekki hægt að finna sátt í þessu máli. Við höfum áður gert það eftir miklar og harðar deilur og ég held að við verðum að gera það í þessu máli eins og öllum öðrum,“ segir Kristján. L Möller. Alþingi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í atvinnuveganefnd vonast til að hægt verði að ná sátt um virkjanakosti sem harðar deilur hafa staðið um á Alþingi undanfarinn hálfan mánuð. Vonandi takist að setja málin í nýtt ferli sem allir geti sætt sig við, en annars verði málið stöðvað með endalausum umræðum. Það minnkaði aðeins herpingurinn í umræðunni á Alþingi um miðjan dag í gær, eftir að forseti þingsins tilkynnti að starfsáætlun þess væri ekki lengur í gildi og ekki væri vitað hvenær þingstörfum sem átti að ljúka á föstudag í næstu viku lyki. Ólíkt lagafrumvörpum sem fara í gegnum þrjár umræður fara þingsályktunartillögur eingöngu í gegnum tvær. Eftir mjög harðar seinni umræður um virkjanamálin á Alþinginundanfarnar tvær vikur, tókst stjórnarandstöðunni að fá það í gegn að atvinnuveganefnd tekur virkjanamálin fyrir á fundi næst komandi þriðjudag. Það var Kristján L. Möller sem lagði þetta til við formann nefndarinnar sem varð við ósk hans.Breytir það einhverju um feril málsins eins og hann var orðinn?„Nú veit ég það auðvitað ekki. En það er nauðsynlegt að fá verkefnastjórnina og ræða við hana á fundi atvinnuveganefndar. Sá fundur gat ekki orðið fyrr en á þriðjudagsmorgun en það er allt í lagi,“ segir Kristján. Nauðsynlegt sé að spyrja verkefnastjórn rammáætlunar um nýtingu og friðun náttúruauðlinda nokkurra veigamikilla spurninga og kanna hvort ekki sé hægt að finna sáttarflöt í málinu sem allir geti unað við.Ertu að vonast til þess að meirihlutanum í nefndinni snúist hugur og jafnvel dragi þessa breytingartillögu til baka? „Ég held að það sé einn liðurinn. Það geti verið ein tillagan. Þá er bara spurning í hvaða feril þetta verður sett eftir það. Við verðum auðvitað að hafa í huga að þetta er ferill frá verkefnisstjórn eftir beiðni frá þáverandi umhverfisráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni fljótlega eftir að hann tók við. Verkefnastjórnin treysti sér ekki þá til að skila af sér nema bara Hvammsvirkjun,“ segir Kristján. Og um þann virkjanakost virðist ríkja almenn sátt á Alþingi. Stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hins vegar hafa farið á svig við rammaáætlun þegar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafi verið teknar úr nýtingarflokki og settar í biðflokk. Kristján segir það hafa verið gert eftir alvarlegar athugasemdir sérfræðinga m.a. vegna vilts laxastofns í ánni. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að hún muni ræða þetta mál þar til breytingatillagan verði tekin til baka.Ef ekkert breytist í málinu að hálfu meirihlutans, mun stjórnarandstaðan þá standa við að það að ræða málið út í hið óendanlega?„Það er ég viss um og óttast. Þess vegna er það líka hluti að því að við verðum að leita allra leiða hvort er ekki hægt að finna sátt í þessu máli. Við höfum áður gert það eftir miklar og harðar deilur og ég held að við verðum að gera það í þessu máli eins og öllum öðrum,“ segir Kristján. L Möller.
Alþingi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira