Vonar að meirihluta atvinnuveganefndar snúist hugur Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 19:15 Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í atvinnuveganefnd vonast til að hægt verði að ná sátt um virkjanakosti sem harðar deilur hafa staðið um á Alþingi undanfarinn hálfan mánuð. Vonandi takist að setja málin í nýtt ferli sem allir geti sætt sig við, en annars verði málið stöðvað með endalausum umræðum. Það minnkaði aðeins herpingurinn í umræðunni á Alþingi um miðjan dag í gær, eftir að forseti þingsins tilkynnti að starfsáætlun þess væri ekki lengur í gildi og ekki væri vitað hvenær þingstörfum sem átti að ljúka á föstudag í næstu viku lyki. Ólíkt lagafrumvörpum sem fara í gegnum þrjár umræður fara þingsályktunartillögur eingöngu í gegnum tvær. Eftir mjög harðar seinni umræður um virkjanamálin á Alþinginundanfarnar tvær vikur, tókst stjórnarandstöðunni að fá það í gegn að atvinnuveganefnd tekur virkjanamálin fyrir á fundi næst komandi þriðjudag. Það var Kristján L. Möller sem lagði þetta til við formann nefndarinnar sem varð við ósk hans.Breytir það einhverju um feril málsins eins og hann var orðinn?„Nú veit ég það auðvitað ekki. En það er nauðsynlegt að fá verkefnastjórnina og ræða við hana á fundi atvinnuveganefndar. Sá fundur gat ekki orðið fyrr en á þriðjudagsmorgun en það er allt í lagi,“ segir Kristján. Nauðsynlegt sé að spyrja verkefnastjórn rammáætlunar um nýtingu og friðun náttúruauðlinda nokkurra veigamikilla spurninga og kanna hvort ekki sé hægt að finna sáttarflöt í málinu sem allir geti unað við.Ertu að vonast til þess að meirihlutanum í nefndinni snúist hugur og jafnvel dragi þessa breytingartillögu til baka? „Ég held að það sé einn liðurinn. Það geti verið ein tillagan. Þá er bara spurning í hvaða feril þetta verður sett eftir það. Við verðum auðvitað að hafa í huga að þetta er ferill frá verkefnisstjórn eftir beiðni frá þáverandi umhverfisráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni fljótlega eftir að hann tók við. Verkefnastjórnin treysti sér ekki þá til að skila af sér nema bara Hvammsvirkjun,“ segir Kristján. Og um þann virkjanakost virðist ríkja almenn sátt á Alþingi. Stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hins vegar hafa farið á svig við rammaáætlun þegar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafi verið teknar úr nýtingarflokki og settar í biðflokk. Kristján segir það hafa verið gert eftir alvarlegar athugasemdir sérfræðinga m.a. vegna vilts laxastofns í ánni. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að hún muni ræða þetta mál þar til breytingatillagan verði tekin til baka.Ef ekkert breytist í málinu að hálfu meirihlutans, mun stjórnarandstaðan þá standa við að það að ræða málið út í hið óendanlega?„Það er ég viss um og óttast. Þess vegna er það líka hluti að því að við verðum að leita allra leiða hvort er ekki hægt að finna sátt í þessu máli. Við höfum áður gert það eftir miklar og harðar deilur og ég held að við verðum að gera það í þessu máli eins og öllum öðrum,“ segir Kristján. L Möller. Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í atvinnuveganefnd vonast til að hægt verði að ná sátt um virkjanakosti sem harðar deilur hafa staðið um á Alþingi undanfarinn hálfan mánuð. Vonandi takist að setja málin í nýtt ferli sem allir geti sætt sig við, en annars verði málið stöðvað með endalausum umræðum. Það minnkaði aðeins herpingurinn í umræðunni á Alþingi um miðjan dag í gær, eftir að forseti þingsins tilkynnti að starfsáætlun þess væri ekki lengur í gildi og ekki væri vitað hvenær þingstörfum sem átti að ljúka á föstudag í næstu viku lyki. Ólíkt lagafrumvörpum sem fara í gegnum þrjár umræður fara þingsályktunartillögur eingöngu í gegnum tvær. Eftir mjög harðar seinni umræður um virkjanamálin á Alþinginundanfarnar tvær vikur, tókst stjórnarandstöðunni að fá það í gegn að atvinnuveganefnd tekur virkjanamálin fyrir á fundi næst komandi þriðjudag. Það var Kristján L. Möller sem lagði þetta til við formann nefndarinnar sem varð við ósk hans.Breytir það einhverju um feril málsins eins og hann var orðinn?„Nú veit ég það auðvitað ekki. En það er nauðsynlegt að fá verkefnastjórnina og ræða við hana á fundi atvinnuveganefndar. Sá fundur gat ekki orðið fyrr en á þriðjudagsmorgun en það er allt í lagi,“ segir Kristján. Nauðsynlegt sé að spyrja verkefnastjórn rammáætlunar um nýtingu og friðun náttúruauðlinda nokkurra veigamikilla spurninga og kanna hvort ekki sé hægt að finna sáttarflöt í málinu sem allir geti unað við.Ertu að vonast til þess að meirihlutanum í nefndinni snúist hugur og jafnvel dragi þessa breytingartillögu til baka? „Ég held að það sé einn liðurinn. Það geti verið ein tillagan. Þá er bara spurning í hvaða feril þetta verður sett eftir það. Við verðum auðvitað að hafa í huga að þetta er ferill frá verkefnisstjórn eftir beiðni frá þáverandi umhverfisráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni fljótlega eftir að hann tók við. Verkefnastjórnin treysti sér ekki þá til að skila af sér nema bara Hvammsvirkjun,“ segir Kristján. Og um þann virkjanakost virðist ríkja almenn sátt á Alþingi. Stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hins vegar hafa farið á svig við rammaáætlun þegar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafi verið teknar úr nýtingarflokki og settar í biðflokk. Kristján segir það hafa verið gert eftir alvarlegar athugasemdir sérfræðinga m.a. vegna vilts laxastofns í ánni. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að hún muni ræða þetta mál þar til breytingatillagan verði tekin til baka.Ef ekkert breytist í málinu að hálfu meirihlutans, mun stjórnarandstaðan þá standa við að það að ræða málið út í hið óendanlega?„Það er ég viss um og óttast. Þess vegna er það líka hluti að því að við verðum að leita allra leiða hvort er ekki hægt að finna sátt í þessu máli. Við höfum áður gert það eftir miklar og harðar deilur og ég held að við verðum að gera það í þessu máli eins og öllum öðrum,“ segir Kristján. L Möller.
Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira