Stjórnarliðar sprungu á limminu og þinglok í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2015 19:51 Össur Skarphéðinsson segir að forseti Alþingis ætti að íhuga að segja af sér þar sem hann hafi enga stjórn á störfum þingsins. En forseti tilkynnti í dag að starfsáætlun þingsins væri ekki lengur í gildi og ekki lægi fyrir hvenær Alþingi lyki störfum fyrir sumarhlé. Þingmenn hafa nú í hálfan mánuð tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta. Þegar greiða átti atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar í morgun kom í ljós að stjórnarliðar voru í minnihluta í þingsalnum. Frestaði forseti þingsins þá fundi í tíu mínútur til að smala stjórnarþingmönnum í hús og voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra m.a.kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að fella tillögu minnihlutans. Minnihlutinn hélt hins vegar áfram ræðuhöldum um virkjanamálin og að loknu hádegisfundarhléi klukkan tvö gaf forseti Alþingis síðan út yfirlýsingu um að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. „Ég hygg að öllum háttvirtum þingmönnum sé það ljóst að aðstæður eru á margan hátt erfiðar hér í þinginu. Við erum hér að fást við erfitt og snúið mál þar sem ágreiningur er djúpur,“ sagði Einar. Auk virkjanamálanna ætti eftir að afgreiða mörg önnur mikilvæg mál eins og væntanleg frumvörp fjármálaráðherra um afnám hafta. Því væri óljóst hvenær Alþingi lyki störfum. Þetta væru forseta vonbrigði. „En hann verður að lúta veruleikanum og hann er þessi. Það er ekki hægt við þessar aðstæður að ljúka þinginu innan þeirra marka starfsáætlunar sem við höfum unnið eftir fram að þessu,“ sagði Einar. „Hæstvirtur forseti veit ekki einu sinni hvenær á að hafa eldhúsdag. Hann veit ekki hvenær þinginu á að ljúka. Hann veit ekki hvenær þessum fundi á að ljúka,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Hann hefði aldrei kynnst annarri eins stöðu á sínum þingferli. Össur sagði að Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og Pál Jóhann Pálsson fulltrúa Framsóknarflokksins í atvinnuveganefnd hefðu haldið þinginu í gíslingu undanfarnar vikur. „Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum! Hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talibanar sem halda þinginu í gíslingu? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa um okkur hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt. Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Alþingi Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Össur Skarphéðinsson segir að forseti Alþingis ætti að íhuga að segja af sér þar sem hann hafi enga stjórn á störfum þingsins. En forseti tilkynnti í dag að starfsáætlun þingsins væri ekki lengur í gildi og ekki lægi fyrir hvenær Alþingi lyki störfum fyrir sumarhlé. Þingmenn hafa nú í hálfan mánuð tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta. Þegar greiða átti atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar í morgun kom í ljós að stjórnarliðar voru í minnihluta í þingsalnum. Frestaði forseti þingsins þá fundi í tíu mínútur til að smala stjórnarþingmönnum í hús og voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra m.a.kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að fella tillögu minnihlutans. Minnihlutinn hélt hins vegar áfram ræðuhöldum um virkjanamálin og að loknu hádegisfundarhléi klukkan tvö gaf forseti Alþingis síðan út yfirlýsingu um að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. „Ég hygg að öllum háttvirtum þingmönnum sé það ljóst að aðstæður eru á margan hátt erfiðar hér í þinginu. Við erum hér að fást við erfitt og snúið mál þar sem ágreiningur er djúpur,“ sagði Einar. Auk virkjanamálanna ætti eftir að afgreiða mörg önnur mikilvæg mál eins og væntanleg frumvörp fjármálaráðherra um afnám hafta. Því væri óljóst hvenær Alþingi lyki störfum. Þetta væru forseta vonbrigði. „En hann verður að lúta veruleikanum og hann er þessi. Það er ekki hægt við þessar aðstæður að ljúka þinginu innan þeirra marka starfsáætlunar sem við höfum unnið eftir fram að þessu,“ sagði Einar. „Hæstvirtur forseti veit ekki einu sinni hvenær á að hafa eldhúsdag. Hann veit ekki hvenær þinginu á að ljúka. Hann veit ekki hvenær þessum fundi á að ljúka,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Hann hefði aldrei kynnst annarri eins stöðu á sínum þingferli. Össur sagði að Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og Pál Jóhann Pálsson fulltrúa Framsóknarflokksins í atvinnuveganefnd hefðu haldið þinginu í gíslingu undanfarnar vikur. „Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum! Hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talibanar sem halda þinginu í gíslingu? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa um okkur hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt. Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi,“ sagði Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira