Haukur Ingi: Þetta verður mikil áskorun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2015 15:26 Haukur Ingi var aðstoðarþjálfari hjá Ásmundi Arnarssyni síðasta sumar. Þeir eru hér saman á hliðarlínunni. vísir/daníel „Það var nú bara hringt í mig í gærkvöldi og núna er ég orðinn þjálfari Keflavíkur," sagði Haukur Ingi Guðnason, nýráðinn þjálfari Keflavíkur. Hann mun stýra liðinu út þessa leiktíð ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni. Þeir taka við liðinu af Kristjáni Guðmundssyni sem var rekinn í gær.Sjá einnig: Jóhann og Haukur Ingi taka við Keflavík „Það var ótrúlega skammur fyrirvari á þessu. Við höfðum ekki mikinn tíma til að hugsa okkur um en við ákváðum að taka slaginn þó svo við hefðum nánast þurft að svara á staðnum. Í raun og veru ekki var aldrei spurning um að taka slaginn," segir Haukur Ingi en hann lætur nú af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Fylki. Hann þakkar Fylki fyrir að sýna sér skilning. „Hérna er ég að fá tækifæri til þess að stýra mínu uppeldisfélagi þar sem ræturnar liggja hjá mér. Þetta er frábært tækifæri og eiginlega ómögulegt að hafna því. „Við Jói erum mjög góðir vinir og höfum oft talað um það í gegnum tíðina að það gæti verið gaman að þjálfa saman enda höfum við svipaða hugmyndafræði í knattspyrnunni. Þetta verður mikil áskorun og virkilega krefjandi verkefni." Það er óhætt að segja að verkefnið sé krefjandi enda er Keflavík á botni Pepsi-deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sex leiki. „Ég hef einhverjar hugsanir um hvað þarf að laga en það þarf að skoða það betur. Mótið ræðst ekki á næsta leik en það sem þarf helst að laga er varnarleikurinn. Ég veit að Kristján er hæfur þjálfari en stundum smella hlutirnir ekki í boltanum. Ef hann vissi hvað væri að þá hefði hann verið búinn að laga það. „Fyrsta skrefið er varnarleikurinn enda erfitt að vinna leiki kannski 6-5 og 4-3. Það er margt sem við verðum að skoða og vinnan hjá okkur hefst strax í kvöld," segir Haukur Ingi Guðnason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Sjá meira
„Það var nú bara hringt í mig í gærkvöldi og núna er ég orðinn þjálfari Keflavíkur," sagði Haukur Ingi Guðnason, nýráðinn þjálfari Keflavíkur. Hann mun stýra liðinu út þessa leiktíð ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni. Þeir taka við liðinu af Kristjáni Guðmundssyni sem var rekinn í gær.Sjá einnig: Jóhann og Haukur Ingi taka við Keflavík „Það var ótrúlega skammur fyrirvari á þessu. Við höfðum ekki mikinn tíma til að hugsa okkur um en við ákváðum að taka slaginn þó svo við hefðum nánast þurft að svara á staðnum. Í raun og veru ekki var aldrei spurning um að taka slaginn," segir Haukur Ingi en hann lætur nú af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Fylki. Hann þakkar Fylki fyrir að sýna sér skilning. „Hérna er ég að fá tækifæri til þess að stýra mínu uppeldisfélagi þar sem ræturnar liggja hjá mér. Þetta er frábært tækifæri og eiginlega ómögulegt að hafna því. „Við Jói erum mjög góðir vinir og höfum oft talað um það í gegnum tíðina að það gæti verið gaman að þjálfa saman enda höfum við svipaða hugmyndafræði í knattspyrnunni. Þetta verður mikil áskorun og virkilega krefjandi verkefni." Það er óhætt að segja að verkefnið sé krefjandi enda er Keflavík á botni Pepsi-deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sex leiki. „Ég hef einhverjar hugsanir um hvað þarf að laga en það þarf að skoða það betur. Mótið ræðst ekki á næsta leik en það sem þarf helst að laga er varnarleikurinn. Ég veit að Kristján er hæfur þjálfari en stundum smella hlutirnir ekki í boltanum. Ef hann vissi hvað væri að þá hefði hann verið búinn að laga það. „Fyrsta skrefið er varnarleikurinn enda erfitt að vinna leiki kannski 6-5 og 4-3. Það er margt sem við verðum að skoða og vinnan hjá okkur hefst strax í kvöld," segir Haukur Ingi Guðnason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Sjá meira