Guðmundur Benediktsson er næsti maður sem fjallað verður um í þáttunum Goðsagnir efstu deildar. Þátturinn er frumsýndur á föstudögum klukkan 21.00.
Gummi Ben er svo sannarlega einn af bestu leikmönnunum í sögu efstu deildar, en hann spilaði 237 leiki með Þór, KR og Val og skoraði í þeim 57 mörk.
Þrátt fyrir að vera mikið meiddur varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari á sínum ferli.
Þá var Gummi Ben kjörinn leikmaður ársins 1999 þegar KR vann titilinn í fyrsta skipti í rúm 30 ár. Liðið varð einnig bikarmeistari það ár.
Hér að ofan má sjá stikluna fyrir þáttinn sem enginn fótboltaáhugamaður má missa af.
Þættir sem búnir eru:
Ingi Björn Albertsson
Ragnar Margeirsson
Pétur Ormslev
Hörður Magnússon
Guðmundur Steinsson
Ólafur Þórðarson
Þættir sem eftir eru:
Guðmundur Benediktsson
Sigursteinn Gíslason
Steingrímur Jóhannesson
Tryggvi Guðmundsson

