Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Leiknir 7-6 | Stjarnan vann í vítaspyrnukeppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Samsung-velli skrifar 3. júní 2015 15:23 Liðin skildu jöfn, 1-1, í 3. umferð Pepsi-deildarinnar. vísir/stefán Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit í leik Stjörnunnar og Leiknis í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1. Stjarnan lék manni færri í framlengingunni vegna meiðsla Garðars Jóhannssonar en hélt hreinu í henni. Bæði lið nýttu allar fyrstu fimm spyrnurnar sínar en Charley Fomen skaut svo í slá fyrir Leiknismenn. Hörður Árnason tryggði svo sigur Stjörnunnar sem nýtti þar með allar sínar sex spyrnur í vítaspyrnukeppninni. Sigurinn var kærkominn fyrir Stjörnumenn sem voru í sárum eftir slæmt tap gegn Breiðabliki um helgina. Þeir þurftu þó að hafa fyrir honum enda að spila við sprækt Leiknislið sem er nú fallið úr leik í bikarnum. Kristján Páll Jónsson kom Leikni yfir en Jeppe Hansen jafnaði metin nokkuð gegn gangi leiksins. Bæði mörkin komu í líflegum fyrri hálfleik en sá síðari og framlengingin voru heldur daufari. Leiknismenn spiluðu glimrandi fína knattpsyrnu á fyrstu 30 mínútum leiksins eða svo. Gestirnir náðu að skapa sér hvert færið á fætur öðru og var forystan verðskulduð þegar mark Kristjáns Páls kom á 22. mínútu. Breiðhyltingar voru nálægt því að auka forystuna aðeins þremur mínútum síðar þegar að Kristján Páll var aftur í færi en Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnumanna, kom til bjargar. Leiknismenn náðu þó ekki að halda sama dampi og hleyptu Stjörnumönnum inn í leikinn. Það nýttu heimamenn sér fljótlega því tíu mínútum eftir mark Kristjáns Páls kom jöfnunarmarkið. Heiðar Ægisson, sem átti góða spretti í fyrri hálfleik, hóf þá sókn með góðum spretti upp hægri kantinn. Hann gaf á Veigar Pál sem stillti boltanum upp fyrir Hansen sem skoraði af stuttu færi. Eftir þetta voru heimamenn líklegri til að komast yfir. Jeppe Hansen var tvívegis nálægt því að skora í upphafi síðari hálfleiks og síðar Garðar Jóhannsson sem kom inn á sem varamaður. En þrátt fyrir að Leiknismenn hafi ekki gengið jafn vel að skapa sér færi í síðari hálfleik var baráttuhugur í liðinu. Það var meira jafnræði með liðunum á síðustu mínútum leiksins og í framlengingunni, þar sem fá færi litu dagsins ljós. Garðar þurfti reyndar frá að hverfa vegna meiðsla sem hann varð fyrir í lok venjulegs leiktíma og var Rúnar Páll þá búinn með allar sínar skiptingar í leiknum. Óttar Bjarni Guðmundsson, varnarmaður Leiknis, þurfti einnig að fara af velli um svipað leyti vegna höfuðhöggs en þá áttu Leiknismenn eina skiptingu eftir. Óttar Bjarni meiddist einnig í deildarleik liðanna fyrr í sumar en þá fór betur en á horfðist. Ólafur Karl Finsen meiddist svo um miðjan fyrri hálfleik framlengingarinnar en ákvað að halda áfram þó svo að hann væri greinilega haltur. Eftir rólega framlengingu fengu bæði lið þokkaleg færi til að skora undir lok hennar en allt kom fyrir ekki. Leikmenn voru sýnilega afar þreyttir og leið knattspyrnan nokkuð fyrir það. En það verður að hrósa stuðningsmönnum beggja liða sérstaklega fyrir sinn þátt í leiknum í kvöld. Silfurskeiðin og Leiknisljónin sungu allan leikinn - og voru reyndar byrjuð löngu fyrir leik. Það var mikill vinskapur á milli sveitanna sem kölluðust á í söng sínum. Allt mjög vinalegt og til mikillar fyrirmyndar.Rúnar Páll: Sennilega besti leikur okkar í sumar Rúnar Páll Sigmundsson var kátur með sigur sinna manna í Stjörnunni eftir bikarleikinn gegn Leikni í kvöld. „Þetta var svolítið stress í lokin. En það er öflugt að strákarnir náðu að klára þetta þar sem að við vorum nánast tveimur færri eftir að Ólafur Karl meiddist. Það er mikill karakter að hafa klárað þetta,“ sagði Rúnar Páll en Garðar Jóhannsson fór meiddur af velli í lok venjulegs leiktíma þegar Stjörnumenn voru búnir með allar sínar þrjár skiptingar. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu okkar manna í dag gegn öflugu Leiknisliði.“ Hann segist ekki hafa verið ósáttur við frammistöðu sinni manna í fyrri hálfleik þó svo að Leiknismenn hafi verið fyrri til að skora. „Það er aldrei gott að fá mark á sig en mér fannst við vera að spila á köflum mjög vel. Miðað við spilamennskuna var þetta sennilega okkar besti leikur í sumar.“ Stjarnan steinlá gegn Breiðabliki um helgina og Rúnar Páll segir að þessi sigur hafi verið mikilvægur til að koma hans mönnum aftur í gang. „Það var mikilvægt fyrir okkar hóp að fá sigur og þó svo að það hafi tekið 120 mínútur og vítaspyrnukeppni þar að auki þá var það mjög jákvætt.“Freyr: Vona að ákvörðun Odds Helga hafi verið rétt Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tapið í kvöld. „Það var mjög leiðinlegt að tapa. En maður veit aldrei hvað gerist í vítaspyrnukeppni. Við eigum mjög öruggar skyttur en svo tók Charley sig til og braut næstum því slána,“ sagði Freyr. „En svona er þetta bara. Frammistaðan var heilt yfir góð hjá okkur. Við vorum að spila við frábært lið og hefðum allavega viljað klára þetta í framlengingunni.“ Leiknir hóf leikinn af krafti og komst sanngjarnt yfir. En Stjarnan skoraði jöfnunarmark og þá segir Freyr að hans menn hafi dottið niður. „Það gerðist ósjálfrátt og kannski að menn voru orðnir þreyttir og of góðir við sjálfa sig.“ Freyr segir að það hafi verið rangt hjá Oddi Helga Guðmundssyni, öðrum aðstoðardómara leiksins, að dæma boltann út af þegar að Amath Diedhiou gaf fyrir inn í teig frá endalínunni. „Minn leikmaður að það sé ekki séns að boltinn hafi ekki verið farinn út af. En ég vona hans vegna [Odds Helga] að það hafi ekki verið rétt ákvörðun. Annars væri það mjög svekkjandi.“ Liðin skildu einnig jöfn, 1-1, í deildarleik liðanna á Samsung-vellinum fyrr í sumar og Freyr var stoltur af því. „Við erum góðir. Við erum vel skipulagðir með góða stráka. Það er sama hvað bjátar á, strákarnir halda alltaf áfram. Eins og landsliðsþjálfarinn sagði í dag - það er erfitt að spila við Leikni og þannig verður það í sumar.“ Óttar Bjarni Guðmundsson fór af velli eftir höfuðhögg í kvöld og Freyr segir að hann hafi vankast örlítið. „Hann er með stóra kúlu og verður vonandi klár á sunnudag. En maður veit aldrei þegar höfuðhögg eru annars vegar.“Hörður: Einhverjir treystu mér ekki til að taka víti Hörður Árnason var hetja Stjörnunnar í kvöld en bakvörðurinn tryggði liðinu sigur í bráðabana í vítaspyrnukeppninni. „Það var mjög ljúft að sjá hann inni. Ég horfði bara á boltann en ekki markvörðinn og var því ekki alveg að átta mig á þessu. En þetta var mjög sætt.“ Hörður segist hafa verið tilbúinn frá fyrstu stundu að setja sig á lista yfir vítaskyttur, þó svo að hann hafi ekki verið meðal fyrstu fimm hjá Stjörnumönnum. „Ég fór fyrstur manna til þjálfarans og sagðist vera tilbúinn að taka spyrnu. En það voru einhverjir sem treystu mér ekki til þess. Þá klára ég þetta bara svona.“ Hann segir að menn hafi verið orðnir þreyttir í lokin. „Krampinn var alveg að koma. Ég hljóp mjög mikið í dag og vildi vinna. Þetta var erfiður leikur enda Leiknismenn vel skipulagðir og baráttuglaðir. Við vissum vel að þetta yrði erfitt.“ Halldór sagði að Stjörnumenn vildu sýna sitt rétta andlit eftir tapið gegn Breiðabliki um helgina. „Við vorum illa teknir á Kópavogsvelli. En tókum það fyrir á næstu æfingu og ræddum það til enda. Við ákváðum að halda áfram sem ein heild og rífa okkur í gang.“ Hann var ánægður með spilamennsku hans manna á köflun. „Við náðum að færa boltann á milli kanta og skapa okkur nokkur hálffæri. Það vantaði alltaf herslumuninn að skora og við þurfum kannski að vinna í því að fá síðustu sendinguna í lag og skora fleiri mörk. En þetta er allt að koma hjá okkur. Þetta var allavega betra en í síðasta leik.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira
Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit í leik Stjörnunnar og Leiknis í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1. Stjarnan lék manni færri í framlengingunni vegna meiðsla Garðars Jóhannssonar en hélt hreinu í henni. Bæði lið nýttu allar fyrstu fimm spyrnurnar sínar en Charley Fomen skaut svo í slá fyrir Leiknismenn. Hörður Árnason tryggði svo sigur Stjörnunnar sem nýtti þar með allar sínar sex spyrnur í vítaspyrnukeppninni. Sigurinn var kærkominn fyrir Stjörnumenn sem voru í sárum eftir slæmt tap gegn Breiðabliki um helgina. Þeir þurftu þó að hafa fyrir honum enda að spila við sprækt Leiknislið sem er nú fallið úr leik í bikarnum. Kristján Páll Jónsson kom Leikni yfir en Jeppe Hansen jafnaði metin nokkuð gegn gangi leiksins. Bæði mörkin komu í líflegum fyrri hálfleik en sá síðari og framlengingin voru heldur daufari. Leiknismenn spiluðu glimrandi fína knattpsyrnu á fyrstu 30 mínútum leiksins eða svo. Gestirnir náðu að skapa sér hvert færið á fætur öðru og var forystan verðskulduð þegar mark Kristjáns Páls kom á 22. mínútu. Breiðhyltingar voru nálægt því að auka forystuna aðeins þremur mínútum síðar þegar að Kristján Páll var aftur í færi en Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnumanna, kom til bjargar. Leiknismenn náðu þó ekki að halda sama dampi og hleyptu Stjörnumönnum inn í leikinn. Það nýttu heimamenn sér fljótlega því tíu mínútum eftir mark Kristjáns Páls kom jöfnunarmarkið. Heiðar Ægisson, sem átti góða spretti í fyrri hálfleik, hóf þá sókn með góðum spretti upp hægri kantinn. Hann gaf á Veigar Pál sem stillti boltanum upp fyrir Hansen sem skoraði af stuttu færi. Eftir þetta voru heimamenn líklegri til að komast yfir. Jeppe Hansen var tvívegis nálægt því að skora í upphafi síðari hálfleiks og síðar Garðar Jóhannsson sem kom inn á sem varamaður. En þrátt fyrir að Leiknismenn hafi ekki gengið jafn vel að skapa sér færi í síðari hálfleik var baráttuhugur í liðinu. Það var meira jafnræði með liðunum á síðustu mínútum leiksins og í framlengingunni, þar sem fá færi litu dagsins ljós. Garðar þurfti reyndar frá að hverfa vegna meiðsla sem hann varð fyrir í lok venjulegs leiktíma og var Rúnar Páll þá búinn með allar sínar skiptingar í leiknum. Óttar Bjarni Guðmundsson, varnarmaður Leiknis, þurfti einnig að fara af velli um svipað leyti vegna höfuðhöggs en þá áttu Leiknismenn eina skiptingu eftir. Óttar Bjarni meiddist einnig í deildarleik liðanna fyrr í sumar en þá fór betur en á horfðist. Ólafur Karl Finsen meiddist svo um miðjan fyrri hálfleik framlengingarinnar en ákvað að halda áfram þó svo að hann væri greinilega haltur. Eftir rólega framlengingu fengu bæði lið þokkaleg færi til að skora undir lok hennar en allt kom fyrir ekki. Leikmenn voru sýnilega afar þreyttir og leið knattspyrnan nokkuð fyrir það. En það verður að hrósa stuðningsmönnum beggja liða sérstaklega fyrir sinn þátt í leiknum í kvöld. Silfurskeiðin og Leiknisljónin sungu allan leikinn - og voru reyndar byrjuð löngu fyrir leik. Það var mikill vinskapur á milli sveitanna sem kölluðust á í söng sínum. Allt mjög vinalegt og til mikillar fyrirmyndar.Rúnar Páll: Sennilega besti leikur okkar í sumar Rúnar Páll Sigmundsson var kátur með sigur sinna manna í Stjörnunni eftir bikarleikinn gegn Leikni í kvöld. „Þetta var svolítið stress í lokin. En það er öflugt að strákarnir náðu að klára þetta þar sem að við vorum nánast tveimur færri eftir að Ólafur Karl meiddist. Það er mikill karakter að hafa klárað þetta,“ sagði Rúnar Páll en Garðar Jóhannsson fór meiddur af velli í lok venjulegs leiktíma þegar Stjörnumenn voru búnir með allar sínar þrjár skiptingar. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu okkar manna í dag gegn öflugu Leiknisliði.“ Hann segist ekki hafa verið ósáttur við frammistöðu sinni manna í fyrri hálfleik þó svo að Leiknismenn hafi verið fyrri til að skora. „Það er aldrei gott að fá mark á sig en mér fannst við vera að spila á köflum mjög vel. Miðað við spilamennskuna var þetta sennilega okkar besti leikur í sumar.“ Stjarnan steinlá gegn Breiðabliki um helgina og Rúnar Páll segir að þessi sigur hafi verið mikilvægur til að koma hans mönnum aftur í gang. „Það var mikilvægt fyrir okkar hóp að fá sigur og þó svo að það hafi tekið 120 mínútur og vítaspyrnukeppni þar að auki þá var það mjög jákvætt.“Freyr: Vona að ákvörðun Odds Helga hafi verið rétt Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tapið í kvöld. „Það var mjög leiðinlegt að tapa. En maður veit aldrei hvað gerist í vítaspyrnukeppni. Við eigum mjög öruggar skyttur en svo tók Charley sig til og braut næstum því slána,“ sagði Freyr. „En svona er þetta bara. Frammistaðan var heilt yfir góð hjá okkur. Við vorum að spila við frábært lið og hefðum allavega viljað klára þetta í framlengingunni.“ Leiknir hóf leikinn af krafti og komst sanngjarnt yfir. En Stjarnan skoraði jöfnunarmark og þá segir Freyr að hans menn hafi dottið niður. „Það gerðist ósjálfrátt og kannski að menn voru orðnir þreyttir og of góðir við sjálfa sig.“ Freyr segir að það hafi verið rangt hjá Oddi Helga Guðmundssyni, öðrum aðstoðardómara leiksins, að dæma boltann út af þegar að Amath Diedhiou gaf fyrir inn í teig frá endalínunni. „Minn leikmaður að það sé ekki séns að boltinn hafi ekki verið farinn út af. En ég vona hans vegna [Odds Helga] að það hafi ekki verið rétt ákvörðun. Annars væri það mjög svekkjandi.“ Liðin skildu einnig jöfn, 1-1, í deildarleik liðanna á Samsung-vellinum fyrr í sumar og Freyr var stoltur af því. „Við erum góðir. Við erum vel skipulagðir með góða stráka. Það er sama hvað bjátar á, strákarnir halda alltaf áfram. Eins og landsliðsþjálfarinn sagði í dag - það er erfitt að spila við Leikni og þannig verður það í sumar.“ Óttar Bjarni Guðmundsson fór af velli eftir höfuðhögg í kvöld og Freyr segir að hann hafi vankast örlítið. „Hann er með stóra kúlu og verður vonandi klár á sunnudag. En maður veit aldrei þegar höfuðhögg eru annars vegar.“Hörður: Einhverjir treystu mér ekki til að taka víti Hörður Árnason var hetja Stjörnunnar í kvöld en bakvörðurinn tryggði liðinu sigur í bráðabana í vítaspyrnukeppninni. „Það var mjög ljúft að sjá hann inni. Ég horfði bara á boltann en ekki markvörðinn og var því ekki alveg að átta mig á þessu. En þetta var mjög sætt.“ Hörður segist hafa verið tilbúinn frá fyrstu stundu að setja sig á lista yfir vítaskyttur, þó svo að hann hafi ekki verið meðal fyrstu fimm hjá Stjörnumönnum. „Ég fór fyrstur manna til þjálfarans og sagðist vera tilbúinn að taka spyrnu. En það voru einhverjir sem treystu mér ekki til þess. Þá klára ég þetta bara svona.“ Hann segir að menn hafi verið orðnir þreyttir í lokin. „Krampinn var alveg að koma. Ég hljóp mjög mikið í dag og vildi vinna. Þetta var erfiður leikur enda Leiknismenn vel skipulagðir og baráttuglaðir. Við vissum vel að þetta yrði erfitt.“ Halldór sagði að Stjörnumenn vildu sýna sitt rétta andlit eftir tapið gegn Breiðabliki um helgina. „Við vorum illa teknir á Kópavogsvelli. En tókum það fyrir á næstu æfingu og ræddum það til enda. Við ákváðum að halda áfram sem ein heild og rífa okkur í gang.“ Hann var ánægður með spilamennsku hans manna á köflun. „Við náðum að færa boltann á milli kanta og skapa okkur nokkur hálffæri. Það vantaði alltaf herslumuninn að skora og við þurfum kannski að vinna í því að fá síðustu sendinguna í lag og skora fleiri mörk. En þetta er allt að koma hjá okkur. Þetta var allavega betra en í síðasta leik.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira