Innlent

Þingmaður segir Seðlabankann kjarklausan

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson vísir/vilhelm
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði stýrivaxtabreytingar Seðlabankans að umtalsefni í pontu þingsins undir dagskrárliðnum störf þingsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þorsteinn talar um málið en hann gerði það einnig undir störfum þingsins þann 10. júní síðastliðinn.

„Stjórn Seðlabankans segir að þessi hækkun og þær sem kunni að fylgja séu vegna aukinna verðbólguvæntinga en ég sé ekki betur en að bankinn sé að gera sitt ítrasta til að búa til þessar verðbólguvæntingar. Hér er verið að rýra kjör fyrirtækja sem eru að taka á sig verðskuldaðar launahækkanir.“

Hann vitnaði í grein Gunnars Þórs Gíslasonar sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag en þar kemur fram að til séu margar aðrar leiðir til að halda aftur af einkaneyslu. Það mætti til að mynda auka bindiskyldu banka.

„Það virðist einfaldlega vera svo að Seðlabankinn kunni engar aðrar leiðir. Kjarkleysi og dugleysi Seðlabankans er algjört,“ sagði hann að lokum.

Hlé var gert á þingfundi nú klukkan 14.20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×