Viðskipti erlent

Órói á mörkuðum vegna ákvörðunar Grikkja

Samúel Karl Ólason skrifar
Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og í Asíu hafa orðið fyrir lækkunum.
Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og í Asíu hafa orðið fyrir lækkunum. Vísir/EPA
Hlutabréf í Evrópu og Asíu féllu í verði þegar þeir markaðir voru opnaðir í morgun. Ástæðan er niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslu Grikkja og sú óvissa sem hún skapar. Evran lækkaði um hálft prósent.

Á meðan sérfræðingar segja að niðurstaðan valdi því að nú sé líklegra en áður að Grikkir þurfi að yfirgefa evrusamstarfið, segja aðrir sérfræðingar að næsta skref Seðlabanka Evrópu (ECB) sé veigamikill þáttur í framtíð Grikklands.

Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, sagði nú í morgun að ECB mætti ekki draga úr aðstoð sinni til grískra banka. Hann sagði það nú vera í höndum Grikkja að leggja fram nýjar tillögur við skuldavanda ríkisins.

Forsvarsmenn seðlabankans munu funda í dag um hvort að bankinn muni halda áfram að sjá grískum bönkum fyrir lausafé eða ekki.

Sapin sagði einnig að samskipti við Grikki hefðu verið takmörkuð og færu að mestu í gegnum Jean-Claude Juncker, formanna framkvæmdastjórnar ESB, og Jeroen Dijsselbloem, formann evrusamstarfsins.


Tengdar fréttir

Grikkir biðja um nýja neyðarhjálp

Vilja hjálp í tvö ár á meðan skuldir eru endurskipulagðar og unnið er að því að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins.

Halda lánalínunni opinni

Grískir bankar eru mjög háðir lánalínum Seðlabanka Evrópu og hafa milljarðar evra verið teknir út úr bönkum í Grikklandi á síðustu dögum og vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×