Haftafrumvörpin orðin að lögum með víðtækum stuðningi Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2015 14:32 Stjórnarandstaðan studdi haftafrumvörp fjármálaráðherra sem urðu að lögum á Alþingi í dag. Alþingi farið í sumarleyfi. vísir/ernir Haftafrumvörp fjármálaráðherra um annars vegar stöðugleikaskatt og hins vegar um nauðasamninga fjármálafyrirtækja urðu að lögum frá Alþingi í dag með öllum þorra atkvæða bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Þingstörfum lauk um klukkan tvö og er Alþingi farið í sumarleyfi fram til 8. september. Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvörpunum í nefndarvinnu sem allar voru samþykktar. Stjórn og stjórnarandstaða eru því einhuga um þetta risavaxna hagsmunamál þjóðarinnar þótt vissulega kæmu fram athugasemdir frá nokkrum þingmönnum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði mikilvægt að tryggt væri að fjármunir sem fengjust með þessum lögum frá þrotabúum gömlu bankanna yllu ekki fjármálalegum óstöðugleika. „Og verði ekki til þess að auka á pólitískan óstöðugleika með því að gefa mönnum færi á loforðaflaumi og ábyrgðarleysi í aðdraganda kosninga,“ sagði Árni Páll. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra sagði ekki miklar líkur á að lögin um stöðugleikaskatt kæmu til framkvæmda þótt hann styddi frumvarpið. „Það eru litlar líkur á að til greiðslu þessa skatts komi þar sem fyrir virðist liggja einhvers konar óformlegt samkomulag milli ríkisstjórnar Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar og lykilkröfuhafa í bú stóru bankanna. Þannig að ekki er líklegt að þessi leið muni skila ríkissjóði miklum fjármunum,“ sagði Steingrímur. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata tók undir þessi sjónarmið og varaði jafnframt við því að fjármunir sem fengjust með þessu yrðu notaðir í annað en greiðslu skulda ríkissjóðs. „En það er líka mjög mikilvægt að halda því til haga að þetta er ekki fjáröflunarleið heldur heldur stöðugleikaleið fyrir landið,“ sagði Birgitta.Mikilvægt að huga að gjaldmiðli framtíðarinnar Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði að ef þetta tækist vel spáði hann því að við muni blasa kunnuglegur veruleiki. „Þar sem við þurfum að horfast í augu við það að við erum með of lítinn gjaldmiðil til að höndla fjármagnsflutninga. Til að höndla frelsi í fjármagnsflutningum . Til að höndla uppgang og góðæri. Ég myndi hvetja til þess að í framhaldinu að við myndum ræða framtíðarstefnu í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði nauðasamningaleiðina tryggja kröfuhöfum mikinn afslátt frá skattaleyðinni. „Hins vegar vil ég taka það alveg skýrt fram að útfrá sjónarmiðum fjármálalegs stöðugleika ganga báðar þessar leiðir upp. En sú fyrri, stöðugleikaskatturinn, er öruggari fyrir Ísland,“ sagði Össur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti ánægju með að Alþingi afgreiddi þessi tvö mikilvægu mál í mikilli samstöðu og þakkaði þingheimi fyrir hans vinnu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði ánægjulegt hversu jákvætt þingmenn allra flokka tækju þessu máli. „Og sumir jafnvel málefnalega. Aðrir ekki jafn málefnalega. Það eru auðvitað ekki svaraverðar fullyrðingar sem hér hafa fallið um það að ríkisstjórnin sé búin að semja við einhverja um eitthvað í þessu sambandi,“ sagði forsætisráðherra.Stærsta efnahagsvandamál þjóðarinnar leyst Sigmundur Davíð sagði að þingið væri einfaldlega að samþykkja lög um skattlagningu og ef menn vildu komast hjá henni yrðu þeir að uppfylla stöðugleikaskilyrði sem væru miklu strangari en skilyrði sem áður hafi verið fyrir nauðasamningum. „Og háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson virðist einfaldlega hafa sofnað á kynningarfundinum ef það fór algerlega framhjá honum sú kynning sem fór fram þar á stöðugleikaskilyrðunum. Aðalatriðið er þó það að hér er þingið að samþykkja leið til að leysa stærsta efnahagslega vandamál sem þjóðin hefur staðið frami fyrir undanfarin ár og það er mikið fagnaðarefni. Það er ekki bara fagnaðarefni hér á Íslandi heldur hefur þetta vakið athygli víða um lönd. Enda með mjög afdráttarlausum hætti verið að leysa mál sem virtist mögum óleysanlegt fyrir síðustu kosningar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Haftafrumvörp fjármálaráðherra um annars vegar stöðugleikaskatt og hins vegar um nauðasamninga fjármálafyrirtækja urðu að lögum frá Alþingi í dag með öllum þorra atkvæða bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Þingstörfum lauk um klukkan tvö og er Alþingi farið í sumarleyfi fram til 8. september. Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvörpunum í nefndarvinnu sem allar voru samþykktar. Stjórn og stjórnarandstaða eru því einhuga um þetta risavaxna hagsmunamál þjóðarinnar þótt vissulega kæmu fram athugasemdir frá nokkrum þingmönnum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði mikilvægt að tryggt væri að fjármunir sem fengjust með þessum lögum frá þrotabúum gömlu bankanna yllu ekki fjármálalegum óstöðugleika. „Og verði ekki til þess að auka á pólitískan óstöðugleika með því að gefa mönnum færi á loforðaflaumi og ábyrgðarleysi í aðdraganda kosninga,“ sagði Árni Páll. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra sagði ekki miklar líkur á að lögin um stöðugleikaskatt kæmu til framkvæmda þótt hann styddi frumvarpið. „Það eru litlar líkur á að til greiðslu þessa skatts komi þar sem fyrir virðist liggja einhvers konar óformlegt samkomulag milli ríkisstjórnar Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar og lykilkröfuhafa í bú stóru bankanna. Þannig að ekki er líklegt að þessi leið muni skila ríkissjóði miklum fjármunum,“ sagði Steingrímur. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata tók undir þessi sjónarmið og varaði jafnframt við því að fjármunir sem fengjust með þessu yrðu notaðir í annað en greiðslu skulda ríkissjóðs. „En það er líka mjög mikilvægt að halda því til haga að þetta er ekki fjáröflunarleið heldur heldur stöðugleikaleið fyrir landið,“ sagði Birgitta.Mikilvægt að huga að gjaldmiðli framtíðarinnar Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði að ef þetta tækist vel spáði hann því að við muni blasa kunnuglegur veruleiki. „Þar sem við þurfum að horfast í augu við það að við erum með of lítinn gjaldmiðil til að höndla fjármagnsflutninga. Til að höndla frelsi í fjármagnsflutningum . Til að höndla uppgang og góðæri. Ég myndi hvetja til þess að í framhaldinu að við myndum ræða framtíðarstefnu í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði nauðasamningaleiðina tryggja kröfuhöfum mikinn afslátt frá skattaleyðinni. „Hins vegar vil ég taka það alveg skýrt fram að útfrá sjónarmiðum fjármálalegs stöðugleika ganga báðar þessar leiðir upp. En sú fyrri, stöðugleikaskatturinn, er öruggari fyrir Ísland,“ sagði Össur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti ánægju með að Alþingi afgreiddi þessi tvö mikilvægu mál í mikilli samstöðu og þakkaði þingheimi fyrir hans vinnu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði ánægjulegt hversu jákvætt þingmenn allra flokka tækju þessu máli. „Og sumir jafnvel málefnalega. Aðrir ekki jafn málefnalega. Það eru auðvitað ekki svaraverðar fullyrðingar sem hér hafa fallið um það að ríkisstjórnin sé búin að semja við einhverja um eitthvað í þessu sambandi,“ sagði forsætisráðherra.Stærsta efnahagsvandamál þjóðarinnar leyst Sigmundur Davíð sagði að þingið væri einfaldlega að samþykkja lög um skattlagningu og ef menn vildu komast hjá henni yrðu þeir að uppfylla stöðugleikaskilyrði sem væru miklu strangari en skilyrði sem áður hafi verið fyrir nauðasamningum. „Og háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson virðist einfaldlega hafa sofnað á kynningarfundinum ef það fór algerlega framhjá honum sú kynning sem fór fram þar á stöðugleikaskilyrðunum. Aðalatriðið er þó það að hér er þingið að samþykkja leið til að leysa stærsta efnahagslega vandamál sem þjóðin hefur staðið frami fyrir undanfarin ár og það er mikið fagnaðarefni. Það er ekki bara fagnaðarefni hér á Íslandi heldur hefur þetta vakið athygli víða um lönd. Enda með mjög afdráttarlausum hætti verið að leysa mál sem virtist mögum óleysanlegt fyrir síðustu kosningar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira