Málskotsréttur forseta verði óþarfur með málskotrétti þjóðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júlí 2015 11:59 Bjarni Benediktsson vísir/vilhelm Umræður spunnust um málskotsrétt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Birgitta Jónsdóttir, Pírati, beindu fyrirspurnum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og vildu vita hver skoðun hans væri bæði á málskotrétti þjóðarinnar og þingmanna. „Ef þriðjungur þingmanna gæti sent mál til þjóðarinnar myndi það tryggja að þingmenn næðu meiri sátt og við myndum losna við það mikla meirihlutaræði sem hefur viðgengist á þingi,“ sagði Árni Páll meðal annars. Hann benti á að í kjölfarið væri hægt að leggjast í breytingar á þingsköpum t.d. með því að stytta ræðutíma. „Hugmyndir um málskotsrétt þingmanna hafa komið fram á þessu kjörtímabili og áður og ég tel þær vera til staðar því fólkið í landinu hefur ekki rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann tók fram að ef þjóðin hefði slíkan rétt þá væri samskonar heimild þingmanna næsta óþörf. Fjármálaráðherrann bætti einnig við að „hvers vegna í ósköpunum ætti þriðjungur þings að geta sent mál í þjóðaratkvæði þegar ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar ekki eftir því?“ Þingmennirnir voru að auki sammála um að ef slíkar heimildir yrðu teknar inn í stjórnarskrána að málskotsréttur forseta yrði óþarfur um leið. Þegar kom að fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur tók hún upp þráðinn þar sem Árni Páll hafði sleppt honum og spurði ráðherran hve hátt hlutfall kosningabærra manna ætti að þurfa til að koma málum í þjóðaratkvæði. „Þetta er mikilvægt málefni en vandmeðfarið á svo stuttum tíma,“ svaraði Bjarni. „Mér þykir ekki eingöngu skipta máli hve marga þarf til að senda málið til þjóðarinnar heldur einnig hver kosningaþátttakan er.“ Hann telur einnig að á meðan kjördæmaskipan væri eins og hún er þá ætti að þurfa lágmarkshlutfall úr hverju kjördæmi til að skjóta málum til þjóðarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar í Eldhúsdagsumræðum „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði Helgi Hrafn. 1. júlí 2015 21:14 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Umræður spunnust um málskotsrétt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Birgitta Jónsdóttir, Pírati, beindu fyrirspurnum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og vildu vita hver skoðun hans væri bæði á málskotrétti þjóðarinnar og þingmanna. „Ef þriðjungur þingmanna gæti sent mál til þjóðarinnar myndi það tryggja að þingmenn næðu meiri sátt og við myndum losna við það mikla meirihlutaræði sem hefur viðgengist á þingi,“ sagði Árni Páll meðal annars. Hann benti á að í kjölfarið væri hægt að leggjast í breytingar á þingsköpum t.d. með því að stytta ræðutíma. „Hugmyndir um málskotsrétt þingmanna hafa komið fram á þessu kjörtímabili og áður og ég tel þær vera til staðar því fólkið í landinu hefur ekki rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann tók fram að ef þjóðin hefði slíkan rétt þá væri samskonar heimild þingmanna næsta óþörf. Fjármálaráðherrann bætti einnig við að „hvers vegna í ósköpunum ætti þriðjungur þings að geta sent mál í þjóðaratkvæði þegar ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar ekki eftir því?“ Þingmennirnir voru að auki sammála um að ef slíkar heimildir yrðu teknar inn í stjórnarskrána að málskotsréttur forseta yrði óþarfur um leið. Þegar kom að fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur tók hún upp þráðinn þar sem Árni Páll hafði sleppt honum og spurði ráðherran hve hátt hlutfall kosningabærra manna ætti að þurfa til að koma málum í þjóðaratkvæði. „Þetta er mikilvægt málefni en vandmeðfarið á svo stuttum tíma,“ svaraði Bjarni. „Mér þykir ekki eingöngu skipta máli hve marga þarf til að senda málið til þjóðarinnar heldur einnig hver kosningaþátttakan er.“ Hann telur einnig að á meðan kjördæmaskipan væri eins og hún er þá ætti að þurfa lágmarkshlutfall úr hverju kjördæmi til að skjóta málum til þjóðarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar í Eldhúsdagsumræðum „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði Helgi Hrafn. 1. júlí 2015 21:14 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar í Eldhúsdagsumræðum „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði Helgi Hrafn. 1. júlí 2015 21:14