Samkomulagið við Grikki felur þetta í sér Atli Ísleifsson skrifar 13. júlí 2015 11:55 Samkomulagið felur í sér hækkun skatta og mikinn niðurskurð. Vísir/AFP Grikkland mun fá nýtt neyðarlán upp á 82 til 86 milljarða evra samkvæmt samkomulaginu sem náðist eftir maraþonfund í Brussel í gær og í nótt. Ný stuðningsáætlun lánadrottna Grikklandsstjórnar mun taka gildi þegar – eða ef – gríska þingið samþykkir tillögurnar. ESB krefst að það verði gert í síðasta lagi 15. júlí. Samkomulagið felur í sér fjölda umbóta og aðhaldsaðgerða af hálfu gríska ríkisins, þar á meðal umbætur á lífeyrissjóðskerfinu og atvinnumarkaði, hækkun virðisaukaskatts, auk þess að hagstofa landsins skuli gerð sjálfstæð. Einnig skuli rýmka opnunartíma verslana. Í stuttu máli má segja að samkomulagið feli í sér hækkun skatta og mikinn niðurskurð. Ekkert er minnst á afskriftir skulda, en evruríkin hafa opnað á þann möguleika að breyta skilyrðum varðandi endurgreiðslur gríska ríkisins. Þannig munu Grikkir sleppa við afborganir á tímabili og þeim frestað. Í frétt SVT segir að sá liður samkomulagsins sem einna helst var deilt um var stofnun sérstaks einkavæðingarsjóðs, þaðan sem ætti að greiða afborganir, minnka skuldir ríkissjóðs og fjármagna fjárfestingar gríska ríkisins. Mest var deilt um hver ætti að stýra sjóðnum. Að sögn heimilda vildi Evruhópurinn að sjóðnum skyldi stýrt frá Lúxemborg, en grísk stjórnvöld mótmæltu því harðlega. Samið var um að Grikkir skyldu stýra sjóðnum, en undir eftirliti „viðeigandi stofnana Evrópusambandsins“.Hér má lesa samkomulagið í heild. Grikkland Tengdar fréttir „Langur vegur framundan fyrir Grikkland“ Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að nýtt samkomulag við Grikki feli ekki í sér skuldaniðurfellingar en skilyrði endurgreiðslna verði rýmkuð. 13. júlí 2015 08:56 Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Grikkland mun fá nýtt neyðarlán upp á 82 til 86 milljarða evra samkvæmt samkomulaginu sem náðist eftir maraþonfund í Brussel í gær og í nótt. Ný stuðningsáætlun lánadrottna Grikklandsstjórnar mun taka gildi þegar – eða ef – gríska þingið samþykkir tillögurnar. ESB krefst að það verði gert í síðasta lagi 15. júlí. Samkomulagið felur í sér fjölda umbóta og aðhaldsaðgerða af hálfu gríska ríkisins, þar á meðal umbætur á lífeyrissjóðskerfinu og atvinnumarkaði, hækkun virðisaukaskatts, auk þess að hagstofa landsins skuli gerð sjálfstæð. Einnig skuli rýmka opnunartíma verslana. Í stuttu máli má segja að samkomulagið feli í sér hækkun skatta og mikinn niðurskurð. Ekkert er minnst á afskriftir skulda, en evruríkin hafa opnað á þann möguleika að breyta skilyrðum varðandi endurgreiðslur gríska ríkisins. Þannig munu Grikkir sleppa við afborganir á tímabili og þeim frestað. Í frétt SVT segir að sá liður samkomulagsins sem einna helst var deilt um var stofnun sérstaks einkavæðingarsjóðs, þaðan sem ætti að greiða afborganir, minnka skuldir ríkissjóðs og fjármagna fjárfestingar gríska ríkisins. Mest var deilt um hver ætti að stýra sjóðnum. Að sögn heimilda vildi Evruhópurinn að sjóðnum skyldi stýrt frá Lúxemborg, en grísk stjórnvöld mótmæltu því harðlega. Samið var um að Grikkir skyldu stýra sjóðnum, en undir eftirliti „viðeigandi stofnana Evrópusambandsins“.Hér má lesa samkomulagið í heild.
Grikkland Tengdar fréttir „Langur vegur framundan fyrir Grikkland“ Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að nýtt samkomulag við Grikki feli ekki í sér skuldaniðurfellingar en skilyrði endurgreiðslna verði rýmkuð. 13. júlí 2015 08:56 Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Langur vegur framundan fyrir Grikkland“ Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að nýtt samkomulag við Grikki feli ekki í sér skuldaniðurfellingar en skilyrði endurgreiðslna verði rýmkuð. 13. júlí 2015 08:56
Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09