Æðstu stjórnendur heilbrigðismála krafðir svara Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2015 13:12 Heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendur Landsspítalans koma fyrir velferðarnefnd Alþingis eftir hádegi til að svara því hvort áætlanir séu til um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum á spítalanum. Formaður nefndarinnar segir starfsmannaleigu geta leyst skammtímavanda en heilbrigðiskerfið verði ekki rekið til lengri tíma nema með fastráðnu starfsfólki. Velferðarnefnd Alþingis kemur saman til aukafundar klukkan eitt vegna þess ástands sem er innan Landsspítalans. Kjaramál hjúkrunarfræðinga eru nú fyrir gerðardómi eftir að mikill meirihluti þeirra felldi nýgerðan kjarasamnng. Rúmlega þrjúhundruð starfsmenn hafa sagt upp störfum á Landsspítalanum að undanförnu þar af um 260 hjúkrunarfræðingar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar segir að á fundinum muni æðsta stjórn heilbrigðismála í landinu sitja fyrir svörum nefndarmanna, það er að segja heilbrigðisráðherra, landlæknir og forstjóri Landsspítalans þótt uppsagnir nái einnig til annarra heilbrigðsstofnanna en spítalans. „Og það sem við viljum vita er hverjar afleiðingarnar yrðu ef til þessara uppsagna kemur. Hvað sé verið að gera til að koma í veg fyrir að þessar uppsagnir taki gildi og ef þær taka gildi hvaða áætlanir stjórnvöld séu þá með til að bregðast við þeim alvarlega vanda sem skapast,“ segir Sigríður Ingibjörg. Málið sé nú fyrir gerðardómi. En Bjarni Benediktsason fjármálaráðherra hafi sett fram víðari túlkun á umboði gerðardóms en beinlínis hafi komið fram í lögum sem sett voru um hann í vor. „En það sem stjórnvöld þurfa að gera er að segja með skýrum hætti að það eigi að setja aukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið og það eigi að leysa þessa deilu. Þetta eru mikilvægar stéttir og við getum ekki misst þær, segir formaður velferðarnefndar. Hópur hjúkrunarfræðinga sem sagt hefur upp störfum hyggst stofna starfsmannaleigu sem selja muni Landsspítalanum þjónustu sína. Þá hefur Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagt í fréttum okkar að þessi staða bjóði upp á tækifæri til einkavæðingar í tengslum við heilbrigðiskerfið. Formaður velferðarnefndar segir hægt að leysa afmarkaðan og tímabundinn vanda með starfsmannaleigum. „En til lengri tíma litið verður heilbrigðiskerfið ekki rekið nema með fastráðnu starfsfólki og allt tal um einhverja einkavæðingu lýsir bara skilningsleysi á kerfinuÞví það mun eingöngu verða dýrarar og verra heilbrigðiskerfi til lengri tíma litið,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendur Landsspítalans koma fyrir velferðarnefnd Alþingis eftir hádegi til að svara því hvort áætlanir séu til um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum á spítalanum. Formaður nefndarinnar segir starfsmannaleigu geta leyst skammtímavanda en heilbrigðiskerfið verði ekki rekið til lengri tíma nema með fastráðnu starfsfólki. Velferðarnefnd Alþingis kemur saman til aukafundar klukkan eitt vegna þess ástands sem er innan Landsspítalans. Kjaramál hjúkrunarfræðinga eru nú fyrir gerðardómi eftir að mikill meirihluti þeirra felldi nýgerðan kjarasamnng. Rúmlega þrjúhundruð starfsmenn hafa sagt upp störfum á Landsspítalanum að undanförnu þar af um 260 hjúkrunarfræðingar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar segir að á fundinum muni æðsta stjórn heilbrigðismála í landinu sitja fyrir svörum nefndarmanna, það er að segja heilbrigðisráðherra, landlæknir og forstjóri Landsspítalans þótt uppsagnir nái einnig til annarra heilbrigðsstofnanna en spítalans. „Og það sem við viljum vita er hverjar afleiðingarnar yrðu ef til þessara uppsagna kemur. Hvað sé verið að gera til að koma í veg fyrir að þessar uppsagnir taki gildi og ef þær taka gildi hvaða áætlanir stjórnvöld séu þá með til að bregðast við þeim alvarlega vanda sem skapast,“ segir Sigríður Ingibjörg. Málið sé nú fyrir gerðardómi. En Bjarni Benediktsason fjármálaráðherra hafi sett fram víðari túlkun á umboði gerðardóms en beinlínis hafi komið fram í lögum sem sett voru um hann í vor. „En það sem stjórnvöld þurfa að gera er að segja með skýrum hætti að það eigi að setja aukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið og það eigi að leysa þessa deilu. Þetta eru mikilvægar stéttir og við getum ekki misst þær, segir formaður velferðarnefndar. Hópur hjúkrunarfræðinga sem sagt hefur upp störfum hyggst stofna starfsmannaleigu sem selja muni Landsspítalanum þjónustu sína. Þá hefur Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagt í fréttum okkar að þessi staða bjóði upp á tækifæri til einkavæðingar í tengslum við heilbrigðiskerfið. Formaður velferðarnefndar segir hægt að leysa afmarkaðan og tímabundinn vanda með starfsmannaleigum. „En til lengri tíma litið verður heilbrigðiskerfið ekki rekið nema með fastráðnu starfsfólki og allt tal um einhverja einkavæðingu lýsir bara skilningsleysi á kerfinuÞví það mun eingöngu verða dýrarar og verra heilbrigðiskerfi til lengri tíma litið,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira