Ísland tekur á móti fimmtíu flóttamönnum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. júlí 2015 12:19 Ísland hleypur undir bagga með Grikklandi og Ítalíu og ætlar að taka við flóttamönnum frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu í október. vísir/epa Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Fólkið kemur frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu og er undirbúningur fyrir móttöku þess þegar hafinn í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherrar Evrópusambandsríkjanna komust að samkomulagi á fundi þeirra í Brussel í gær um flutning rúmlega þrjátíu og tvö þúsund flóttamanna frá Ítalíu og Grikklandi til annarra Evrópusambandsríkja í október næstkomandi. Löndin tvö eru að þolmörkum komin og var því lögð fram áætlun til að létta á vanda þeirra í apríl síðastliðnum. Ísland var ekki hluti af þeirri áætlun. Matthías Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra, segir viðræður við Schengen-löndin nýlega hafa hafist. Um sé að ræða alþjóðlegt vandamál sem allar þjóðir heims þurfi að takast á við. „Ísland er þarna að skuldbinda sig til að taka þátt í þessu með fyrirvara um að það fáist visst fjármagn frá Alþingi, en Ísland er þarna eins og aðrar Schengen þjóðir að leggja sitt af mörkum til að taka á móti einhverjum hópum og stuðla að lausn á þessu alþjóðlega vandamáli,” segir hann. Ákvörðunin var tekin í samráði við flóttamannaráð og áætlað er að tekið verði á móti fólkinu á tveggja ára tímabili, frá og með október næstkomandi. „Þessi yfirlýsing er mjög í anda þeirrar stefnumótunar sem hefur verið í flóttamannaráði sem er starfandi í ráðuneytinu. Það er þannig að það hefur verið gert ráð fyrir að taka á móti allt að 25 flóttamönnum á ári svoleiðis að undirbúningur er hafinn.”Hvaða sveitarfélög koma til með að taka á móti fólkinu? „Það liggur ekki fyrir hvaða sveitarfélög munu taka á móti flóttamönnunum. Reykjavík hefur náttúrulega verið duglegust að taka á móti flóttamönnum undanfarin ár en það eru fleiri sveitarfélög sem hafa verið að taka á móti flóttamönnum líka. Til dæmis Hafnarfjörður tók á móti hóp í fyrra,” segir Matthías. Verulega dró úr móttöku á flóttafólki eftir hrun, en frá árinu 2010 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 39 einstaklingum, eða að meðaltali átta einstaklingum á ári. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir því að íslensk stjórnvöld taki á móti fleira fólki. Þýskaland mun taka við flestum flóttamönnum, eða um tólf þúsund manns, og Frakkar níu þúsund manns. Austurríki og Ungverjaland neituðu að taka á móti flóttafólki. Alþingi Tengdar fréttir 32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Fólkið kemur frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu og er undirbúningur fyrir móttöku þess þegar hafinn í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherrar Evrópusambandsríkjanna komust að samkomulagi á fundi þeirra í Brussel í gær um flutning rúmlega þrjátíu og tvö þúsund flóttamanna frá Ítalíu og Grikklandi til annarra Evrópusambandsríkja í október næstkomandi. Löndin tvö eru að þolmörkum komin og var því lögð fram áætlun til að létta á vanda þeirra í apríl síðastliðnum. Ísland var ekki hluti af þeirri áætlun. Matthías Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra, segir viðræður við Schengen-löndin nýlega hafa hafist. Um sé að ræða alþjóðlegt vandamál sem allar þjóðir heims þurfi að takast á við. „Ísland er þarna að skuldbinda sig til að taka þátt í þessu með fyrirvara um að það fáist visst fjármagn frá Alþingi, en Ísland er þarna eins og aðrar Schengen þjóðir að leggja sitt af mörkum til að taka á móti einhverjum hópum og stuðla að lausn á þessu alþjóðlega vandamáli,” segir hann. Ákvörðunin var tekin í samráði við flóttamannaráð og áætlað er að tekið verði á móti fólkinu á tveggja ára tímabili, frá og með október næstkomandi. „Þessi yfirlýsing er mjög í anda þeirrar stefnumótunar sem hefur verið í flóttamannaráði sem er starfandi í ráðuneytinu. Það er þannig að það hefur verið gert ráð fyrir að taka á móti allt að 25 flóttamönnum á ári svoleiðis að undirbúningur er hafinn.”Hvaða sveitarfélög koma til með að taka á móti fólkinu? „Það liggur ekki fyrir hvaða sveitarfélög munu taka á móti flóttamönnunum. Reykjavík hefur náttúrulega verið duglegust að taka á móti flóttamönnum undanfarin ár en það eru fleiri sveitarfélög sem hafa verið að taka á móti flóttamönnum líka. Til dæmis Hafnarfjörður tók á móti hóp í fyrra,” segir Matthías. Verulega dró úr móttöku á flóttafólki eftir hrun, en frá árinu 2010 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 39 einstaklingum, eða að meðaltali átta einstaklingum á ári. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir því að íslensk stjórnvöld taki á móti fleira fólki. Þýskaland mun taka við flestum flóttamönnum, eða um tólf þúsund manns, og Frakkar níu þúsund manns. Austurríki og Ungverjaland neituðu að taka á móti flóttafólki.
Alþingi Tengdar fréttir 32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03