Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júlí 2015 18:43 Þorkell Helgason, einn þeirra sem stóð að undirskriftarsöfnuninni Þjóðareign, segir að undirskriftasöfnunin hafi ekki snúist um makrílinn fyrst og fremst þrátt fyrir að hann hafi verið tilefnið að því að henni var hrundið í gang. „Það sem vakti fyrir okkur sem stóðum tæknilega að þessari söfnun var að menn leiti allra leiða til að ná sátt, komast til botns í þessum kvótamálum í heild sinni sem hafa vofað yfir þjóðinni í fjóra áratugi og valdið sífelldum deilum. Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum. Ekki bara einhverjar leikreglur, einhver fagurgali eins og að fiskveiðiauðlindin sé í almannaeigu, það verður að vera eitthvað bitastætt innihald. Eins og hvernig eigi þá að greiða fyrir afnot af þessum auðlindum.“ Þorkell ræddi við þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis en viðtalið má heyra hér að ofan. Undirskriftirnar 53.571 voru afhentar forseta nú í dag. Þorkell benti á að nú hafi í fyrst asnin verið sett ákvæði í lög þar sem beinlínis var kveðið á um að ráðstöfun á kvóta væri til sex ára í senn. „Þetta væri í raun eilífðarákvæði, það væri mjög erfitt að draga það tilbaka af því að það spannaði tvö kjörtímabil.“ Hann segir það ekkert endilega óeðlilegt að ráðstöfun sé til sex ára en að gengið hafi verið frá ákvæðinu á þann hátt að það virtist geta staðið til eilífðarnóns. Mikilvægi hlutinn í undirskriftarsöfnuninni er hinn síðari að mati Þorkels. Hann er sá að það verði að setja ákvæði í stjórnarskrá. Stjórnmálaflokkar á Alþingi verði að komast til botns í því máli.Heldur Þorkell að komandi niðurstaða forseta gæti verið fordæmisgefandi þegar koma hér nýjar fisktegundir inn í lögsöguna? „Ég er eiginlega að gera mér vonir um það að menn reyni nú að finna heildstæða lausn.“ Þorkell segir að Íslendingar eigi það til að veigra sér við að taka á málum í heild og með almennum reglum. „Það er alltaf verið að stoppa í götin eins og Íslendingum er svolítið tamt.“ Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Þorkell Helgason, einn þeirra sem stóð að undirskriftarsöfnuninni Þjóðareign, segir að undirskriftasöfnunin hafi ekki snúist um makrílinn fyrst og fremst þrátt fyrir að hann hafi verið tilefnið að því að henni var hrundið í gang. „Það sem vakti fyrir okkur sem stóðum tæknilega að þessari söfnun var að menn leiti allra leiða til að ná sátt, komast til botns í þessum kvótamálum í heild sinni sem hafa vofað yfir þjóðinni í fjóra áratugi og valdið sífelldum deilum. Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum. Ekki bara einhverjar leikreglur, einhver fagurgali eins og að fiskveiðiauðlindin sé í almannaeigu, það verður að vera eitthvað bitastætt innihald. Eins og hvernig eigi þá að greiða fyrir afnot af þessum auðlindum.“ Þorkell ræddi við þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis en viðtalið má heyra hér að ofan. Undirskriftirnar 53.571 voru afhentar forseta nú í dag. Þorkell benti á að nú hafi í fyrst asnin verið sett ákvæði í lög þar sem beinlínis var kveðið á um að ráðstöfun á kvóta væri til sex ára í senn. „Þetta væri í raun eilífðarákvæði, það væri mjög erfitt að draga það tilbaka af því að það spannaði tvö kjörtímabil.“ Hann segir það ekkert endilega óeðlilegt að ráðstöfun sé til sex ára en að gengið hafi verið frá ákvæðinu á þann hátt að það virtist geta staðið til eilífðarnóns. Mikilvægi hlutinn í undirskriftarsöfnuninni er hinn síðari að mati Þorkels. Hann er sá að það verði að setja ákvæði í stjórnarskrá. Stjórnmálaflokkar á Alþingi verði að komast til botns í því máli.Heldur Þorkell að komandi niðurstaða forseta gæti verið fordæmisgefandi þegar koma hér nýjar fisktegundir inn í lögsöguna? „Ég er eiginlega að gera mér vonir um það að menn reyni nú að finna heildstæða lausn.“ Þorkell segir að Íslendingar eigi það til að veigra sér við að taka á málum í heild og með almennum reglum. „Það er alltaf verið að stoppa í götin eins og Íslendingum er svolítið tamt.“
Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00
Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05
Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00