Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. júlí 2015 12:00 Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. mynd/þjóðareign Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. Einn aðstandanda söfnunarinnar segir söfnunina marka tímamót og bindur vonir við að forsetinn bregðist við listanum fyrir sumarlok. Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk hinn 10. júlí og hafði þá staðið yfir í 69 daga. Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. Söfnuninni var hrint af stað í tilefni þess að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á einum fiskistofnana – makríl – til lengri tíma en eins árs, án þess að ákvæði væri til í stjórnarskrá sem tryggi eign þjóðarinnar á auðlindinni. Bolli Héðinsson er einn aðstandenda söfnunarinnar.Bolli Héðinsson.„Hvert og eitt okkar sem höfum staðið að þessu munum náttúrulega reyna að fylgjast með hvernig fram vindur þar sem þessum málum sem lýtur að fiskveiðistjórnuninni. Þessi undirskrift markar ákveðin tímamót, þ.e nú er deginum ljósara að þjóðin vill fá inn í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og nú er ekki eftir neinu fyrir stjórnvöld að bíða,” segir Bolli Héðinsson, einn aðstandenda söfnunarinnar. Vinna við að yfirfara listann gekk vonum framar að sögn Bolla en þurrka þurfti út um þrjátíu nöfn, sem ýmist voru skráð á fyrirtæki eða áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Undirskriftalistinn verður því afhentur Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum klukkan þrjú í dag. Bolli væntir viðbragða stjórnvalda fyrir sumarlok. „Ég vona bara að stjórnvöld bregðist við eins fljótt og auðið er og að þau setji kraft í þá vinnu sem fer fram í stjórnarskrárnefnd um að breyta stjórnarskránni í þá veru að þetta verði sett þar inn,” segir Bolli. Alþingi Tengdar fréttir Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. Einn aðstandanda söfnunarinnar segir söfnunina marka tímamót og bindur vonir við að forsetinn bregðist við listanum fyrir sumarlok. Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk hinn 10. júlí og hafði þá staðið yfir í 69 daga. Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. Söfnuninni var hrint af stað í tilefni þess að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á einum fiskistofnana – makríl – til lengri tíma en eins árs, án þess að ákvæði væri til í stjórnarskrá sem tryggi eign þjóðarinnar á auðlindinni. Bolli Héðinsson er einn aðstandenda söfnunarinnar.Bolli Héðinsson.„Hvert og eitt okkar sem höfum staðið að þessu munum náttúrulega reyna að fylgjast með hvernig fram vindur þar sem þessum málum sem lýtur að fiskveiðistjórnuninni. Þessi undirskrift markar ákveðin tímamót, þ.e nú er deginum ljósara að þjóðin vill fá inn í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og nú er ekki eftir neinu fyrir stjórnvöld að bíða,” segir Bolli Héðinsson, einn aðstandenda söfnunarinnar. Vinna við að yfirfara listann gekk vonum framar að sögn Bolla en þurrka þurfti út um þrjátíu nöfn, sem ýmist voru skráð á fyrirtæki eða áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Undirskriftalistinn verður því afhentur Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum klukkan þrjú í dag. Bolli væntir viðbragða stjórnvalda fyrir sumarlok. „Ég vona bara að stjórnvöld bregðist við eins fljótt og auðið er og að þau setji kraft í þá vinnu sem fer fram í stjórnarskrárnefnd um að breyta stjórnarskránni í þá veru að þetta verði sett þar inn,” segir Bolli.
Alþingi Tengdar fréttir Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23
Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05