Einvígi góðs og ills í Fuglahreiðrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2015 06:00 Usain Bolt. Vísir/Getty Usain Bolt hefur verið fljótasti maður heims í sjö ár og stefnir enn á ný á toppinn á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í Peking í Kína í dag. Bolt sló í gegn í Fuglahreiðrinu í Peking árið 2008 þegar hann vann þrjú gull og setti þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking. Nú mætir þessi eldfljóti 29 ára gamli Jamaíkamaður aftur á staðinn þar sem hann heillaði heiminn upp úr skónum í ágústmánuði fyrir sjö árum. Usain Bolt hélt upp á afmælið sitt í gær og það er óhætt að segja að afmælismánuðurinn hafi gefið honum gull og græna skóga síðustu árin enda fara stórmótin í frjálsum vanalega fram á þessum tíma. Bolt hefur alls unnið 14 gull á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum frá 2008 og hann er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Það mun hins vegar reyna á kappann að þessu sinni enda ein stór hindrun á gullinni braut hans. Það bíða nefnilega margir spenntir eftir einvígi Usains Bolt við Justin Gatlin sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi á ferlinum en er nú kominn aftur betri en nokkurn tíma. Þetta einvígi hefur verið sett upp sem einvígi góðs og ills enda stærsta stjarnan að glíma við einn af svörtu sauðunum. Bolt hefur ekki tapað í 100 og 200 metra hlaupi á stórmóti frá ÓL 2008 fyrir utan það þegar hann þjófstartaði á HM 2011 en Bandaríkjamaðurinn Gatlin hefur ekki tapað í 27 hlaupum í röð og hefur hlaupið á 9,74 sekúndum á þessu tímabili. Gatlin hefur því hlaupið hraðar en Bolt á þessu ári og það verður því spenna í loftinu þegar ræst verður í úrslitahlaupið á morgun klukkan 13.15 að íslenskum tíma. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Sjá meira
Usain Bolt hefur verið fljótasti maður heims í sjö ár og stefnir enn á ný á toppinn á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í Peking í Kína í dag. Bolt sló í gegn í Fuglahreiðrinu í Peking árið 2008 þegar hann vann þrjú gull og setti þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking. Nú mætir þessi eldfljóti 29 ára gamli Jamaíkamaður aftur á staðinn þar sem hann heillaði heiminn upp úr skónum í ágústmánuði fyrir sjö árum. Usain Bolt hélt upp á afmælið sitt í gær og það er óhætt að segja að afmælismánuðurinn hafi gefið honum gull og græna skóga síðustu árin enda fara stórmótin í frjálsum vanalega fram á þessum tíma. Bolt hefur alls unnið 14 gull á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum frá 2008 og hann er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Það mun hins vegar reyna á kappann að þessu sinni enda ein stór hindrun á gullinni braut hans. Það bíða nefnilega margir spenntir eftir einvígi Usains Bolt við Justin Gatlin sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi á ferlinum en er nú kominn aftur betri en nokkurn tíma. Þetta einvígi hefur verið sett upp sem einvígi góðs og ills enda stærsta stjarnan að glíma við einn af svörtu sauðunum. Bolt hefur ekki tapað í 100 og 200 metra hlaupi á stórmóti frá ÓL 2008 fyrir utan það þegar hann þjófstartaði á HM 2011 en Bandaríkjamaðurinn Gatlin hefur ekki tapað í 27 hlaupum í röð og hefur hlaupið á 9,74 sekúndum á þessu tímabili. Gatlin hefur því hlaupið hraðar en Bolt á þessu ári og það verður því spenna í loftinu þegar ræst verður í úrslitahlaupið á morgun klukkan 13.15 að íslenskum tíma.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Sjá meira