Nýtt stýrikerfi Apple kemur út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2015 17:45 Margir hafa beðið spenntir eftir þessari uppfærslu. Vísir/Getty Eigendur iPhone og iPad geta nú uppfært stýrikerfið í tækjunum sínum því að klukkan 17.00 að íslenskum tíma í dag var nýjasta stýrikerfi Apple fyrir snjalltæki gefið út, hið svokallaða iOS9. Ýmsar nýjungar fylgja nýja stýrikerfinu. Ber þar helst að nefna uppfærslu á Siri, talgervli Apple, sem á að vera orðinn betri í að skilja það sem notendur eru að segja. Einnig munu tækin nú leggja á minnið þau smáforrit sem helst eru notuð og birta þau í sérstökum glugga, notendum til hægðarauka.Sérstakt fréttasmáforrit og orkusparandi stilling meðal nýjunga Nýtt smáforrit, News, fylgir með sem, eins og nafnið gefur til kynna, mun safna saman fréttum og getur hver og einn notandi sniðið fréttaveituna eftir eigin höfði. Í nýrri útgáfum af iPad-spjaldtölvunum verður hægt að nýta sér tvö smáforrit í einu með því að skipta skjánum í tvennt. Jafnframt geta notendur stillt á orkusparandi stillingu sem mun spara notkun á rafhlöðum tækjanna. Apple segir að þessi stilling geti bætt allt að þremur tímum við endingu hverrar hleðslu. Hér fyrir neðan má sjá mynd af þeim tækjum sem geta tekið á móti iOS9. Þetta eru sömu tæki og gátu tekið á móti síðasta stýrikerfi þannig að þeir notendur sem eiga Apple-snjalltæki sem notast við iOS8 stýrikerfið ættu að geta uppfært í iOS9.Á tæknisíðunni Einstein.is má finna ýmis gagnleg ráð sem gott er að hafa í huga áður en að ráðist er í uppfærslu í iOS9.Þetta eru tækin sem styðja ios9.Skjáskot Tækni Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Eigendur iPhone og iPad geta nú uppfært stýrikerfið í tækjunum sínum því að klukkan 17.00 að íslenskum tíma í dag var nýjasta stýrikerfi Apple fyrir snjalltæki gefið út, hið svokallaða iOS9. Ýmsar nýjungar fylgja nýja stýrikerfinu. Ber þar helst að nefna uppfærslu á Siri, talgervli Apple, sem á að vera orðinn betri í að skilja það sem notendur eru að segja. Einnig munu tækin nú leggja á minnið þau smáforrit sem helst eru notuð og birta þau í sérstökum glugga, notendum til hægðarauka.Sérstakt fréttasmáforrit og orkusparandi stilling meðal nýjunga Nýtt smáforrit, News, fylgir með sem, eins og nafnið gefur til kynna, mun safna saman fréttum og getur hver og einn notandi sniðið fréttaveituna eftir eigin höfði. Í nýrri útgáfum af iPad-spjaldtölvunum verður hægt að nýta sér tvö smáforrit í einu með því að skipta skjánum í tvennt. Jafnframt geta notendur stillt á orkusparandi stillingu sem mun spara notkun á rafhlöðum tækjanna. Apple segir að þessi stilling geti bætt allt að þremur tímum við endingu hverrar hleðslu. Hér fyrir neðan má sjá mynd af þeim tækjum sem geta tekið á móti iOS9. Þetta eru sömu tæki og gátu tekið á móti síðasta stýrikerfi þannig að þeir notendur sem eiga Apple-snjalltæki sem notast við iOS8 stýrikerfið ættu að geta uppfært í iOS9.Á tæknisíðunni Einstein.is má finna ýmis gagnleg ráð sem gott er að hafa í huga áður en að ráðist er í uppfærslu í iOS9.Þetta eru tækin sem styðja ios9.Skjáskot
Tækni Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira