Apple hagnast gífurlega: Besta ár Apple frá upphafi Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2015 10:55 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, hefur ástæðu til að vera ánægður. Vísir/EPA Árið 2015 er besta ár Apple frá upphafi fyrirtækisins. Tekjur tæknirisans voru 51,5 milljarður dala, eða rúmlega 6,6 billjónir króna, og er það hækkun um 22 prósent frá fyrra ári. Hagnaður fyrirtækisins var 1,4 billjón króna, en þeir seldu rúmlega 48 milljón nýja iPhone síma á tímabilinu og er það nýtt met. Þrátt fyrir að um met sé að ræða, náði Apple ekki að halda í við spár greiningaraðila. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir í viðtali við Wall Street Journal, að hann reki þennan árangur til þess að fyrirtækið hefur aldrei áður fundið fyrir því að jafn margir hafi skipt yfir til Apple frá Android símum, en á þessu tímabili. Hann sagði að nærri því þriðjungur þeirra sem keyptu sér iPhone hafi verið að skipta frá Android. Fyrirtækið birti í gærkvöldi ársfjórðungsuppgjör fyrir júlí, ágúst og september. Um er að ræða síðasta fjórðung uppgjörsárs Apple. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu tvöfaldaðist sala Apple í Kína nærri því á milli ára. Fyrirtækið rekur nú 25 verslanir þar í landi. Fyrirtækið hefur ekki gefið upp hve mörg Apple Watch snjallúr seldust á tímabilinu, en greinendur telja þau vera um 3,5 milljónir. Verðmæti hlutabréfa Apple hafa hækkað eftir tilkynninguna, en fyrirtækið er þegar verðmætasta fyrirtækis heimsins. Lausafé fyrirtækisins er meira en 205 milljarðar dala, eða rúmar 26 billjónir króna. Það lítur út svona: 26.000.000.000.000. Verg landsframleiðsla Íslands í fyrra var 1.989.260.000.000 krónur. Samkvæmt Guardian á Apple meira lausafé a en samsvarar landsframleiðslu Tékklands, Perú og Nýja Sjálands. Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Árið 2015 er besta ár Apple frá upphafi fyrirtækisins. Tekjur tæknirisans voru 51,5 milljarður dala, eða rúmlega 6,6 billjónir króna, og er það hækkun um 22 prósent frá fyrra ári. Hagnaður fyrirtækisins var 1,4 billjón króna, en þeir seldu rúmlega 48 milljón nýja iPhone síma á tímabilinu og er það nýtt met. Þrátt fyrir að um met sé að ræða, náði Apple ekki að halda í við spár greiningaraðila. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir í viðtali við Wall Street Journal, að hann reki þennan árangur til þess að fyrirtækið hefur aldrei áður fundið fyrir því að jafn margir hafi skipt yfir til Apple frá Android símum, en á þessu tímabili. Hann sagði að nærri því þriðjungur þeirra sem keyptu sér iPhone hafi verið að skipta frá Android. Fyrirtækið birti í gærkvöldi ársfjórðungsuppgjör fyrir júlí, ágúst og september. Um er að ræða síðasta fjórðung uppgjörsárs Apple. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu tvöfaldaðist sala Apple í Kína nærri því á milli ára. Fyrirtækið rekur nú 25 verslanir þar í landi. Fyrirtækið hefur ekki gefið upp hve mörg Apple Watch snjallúr seldust á tímabilinu, en greinendur telja þau vera um 3,5 milljónir. Verðmæti hlutabréfa Apple hafa hækkað eftir tilkynninguna, en fyrirtækið er þegar verðmætasta fyrirtækis heimsins. Lausafé fyrirtækisins er meira en 205 milljarðar dala, eða rúmar 26 billjónir króna. Það lítur út svona: 26.000.000.000.000. Verg landsframleiðsla Íslands í fyrra var 1.989.260.000.000 krónur. Samkvæmt Guardian á Apple meira lausafé a en samsvarar landsframleiðslu Tékklands, Perú og Nýja Sjálands.
Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira