Bolt betri en Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2015 12:45 Usain Bolt og Serena Williams. Vísir/Getty Spretthlauparinn Usain Bolt og tenniskonan Serena Williams voru kosin íþróttafólk ársins af Alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna en valið var opinberað í gær. Íþróttafréttamenn frá 91 landi tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en auk þess að velja besta íþróttafólkið þá var Barcelona kosið besta lið ársins 2015. Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking en hann vann bæði 100 og 200 metra hlaupið auk þess að hjálpa boðhlaupssveit Jamaíku að vinna 4 x 100 metra boðhlaupið. Usain Bolt hafði betur í baráttu við serbneska tenniskappann Novak Djokovic og argentínska knattspyrnumanninn Lionel Messi. Bolt fékk 804 atkvæði eða 27,74 prósent atkvæða, Djokovic var með 26,71 prósent atkvæða og Messi fékk 13,11 prósent atkvæða. Serena Williams átti frábært ár en hún vann þrjú risamót, opna ástralska, opna franska og Wimbledon-mótið, og hefur þar með unnið 21 risamót á ferlinum. Williams hafði betur gegn eþíópíska millivegahlauparanum Genzebe Dibaba og hollenska spretthlauparanum Dafne Schippers sem komu í næstu sætum. Serena Williams fékk 664 atkvæði eða 24,19 prósent atkvæða, Dibaba var með 13,19 prósent atkvæða og Schippers fékk 10,31 prósent atkvæða. Barcelona fékk 30,2 prósent atkvæða sem besta lið ársins en í næstu sætum komu heimsmeistarar Nýja Sjálands í rugbý (18,02 prósent) og NBA-körfuboltalið Golden State Warriors (10,61 prósent). Fótbolti Frjálsar íþróttir Íþróttir NBA Tennis Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Spretthlauparinn Usain Bolt og tenniskonan Serena Williams voru kosin íþróttafólk ársins af Alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna en valið var opinberað í gær. Íþróttafréttamenn frá 91 landi tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en auk þess að velja besta íþróttafólkið þá var Barcelona kosið besta lið ársins 2015. Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking en hann vann bæði 100 og 200 metra hlaupið auk þess að hjálpa boðhlaupssveit Jamaíku að vinna 4 x 100 metra boðhlaupið. Usain Bolt hafði betur í baráttu við serbneska tenniskappann Novak Djokovic og argentínska knattspyrnumanninn Lionel Messi. Bolt fékk 804 atkvæði eða 27,74 prósent atkvæða, Djokovic var með 26,71 prósent atkvæða og Messi fékk 13,11 prósent atkvæða. Serena Williams átti frábært ár en hún vann þrjú risamót, opna ástralska, opna franska og Wimbledon-mótið, og hefur þar með unnið 21 risamót á ferlinum. Williams hafði betur gegn eþíópíska millivegahlauparanum Genzebe Dibaba og hollenska spretthlauparanum Dafne Schippers sem komu í næstu sætum. Serena Williams fékk 664 atkvæði eða 24,19 prósent atkvæða, Dibaba var með 13,19 prósent atkvæða og Schippers fékk 10,31 prósent atkvæða. Barcelona fékk 30,2 prósent atkvæða sem besta lið ársins en í næstu sætum komu heimsmeistarar Nýja Sjálands í rugbý (18,02 prósent) og NBA-körfuboltalið Golden State Warriors (10,61 prósent).
Fótbolti Frjálsar íþróttir Íþróttir NBA Tennis Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira