SOS helmingur kvenna í hættu Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 13. febrúar 2015 06:00 Kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einhver alvarlegasta ofbeldisógn sem samfélag okkar glímir við. Miklu alvarlegri en ógnir af hryðjuverkum, mögulegum skotárásum, tilteknum trúarbrögðum eða öðrum slíkum ógnum sem stjórnmálamenn hafa gert að umræðuefni og jafnvel kallað eftir róttækum aðgerðum ríkisvaldsins vegna, sbr hríðskotabyssur fyrir lögregluna, bakgrunnsrannsóknir á múslimum og andstaða við byggingu tilbeiðsluhúsa tiltekinna trúarhópa. Ofbeldi karla gagnvart konum, er margfalt umfangsmeira og alvarlegra fyrir íslenskt samfélag og í raun stórfurðulegt að málefnið sé ekki ofar á dagskrá stjórnmálanna en raun ber vitni. Svona getum við ekk haldið áfram. Árið 2010 kynnti velferðarráðherra rannsókn sem hann lét gera á ofbeldi gegn konum. Þar kom fram að rúmlega 42% kvenna hafa verið beittar ofbeldi eftir að 16 ára aldri var náð, sem þýðir um 44-49 þúsund konur á Íslandi. Meira en helmingur þeirra, eða um 25-28 þúsund konur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og um 13%, milli 12-16 þúsund kvenna á íslandi sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi í formi nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. En fullorðnar konur verða ekki bara fyrir kynferðisofbeldi. Samkvæmt niðurstöðum annarrar íslenskrar rannsóknar má ætla að 20-36% stúlkna sé beytt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 10-18% drengja og þetta er áður en hefndarklámið kemur til sögunnar. Við hljótum öll að vera sammála um að svona getum við ekki haldið áfram og ég leyfi mér að fullyrða, að ef hér grasseraði smitsjúkdómur með álíka afleiðingar og kynbundið ofbeldi, þá væri hér allt á hliðinni. Staðreyndin er sú að samfélag okkar hefur brugðist þeirri skyldu sinni að verja konur og börn fyrir ofbeldi, og því verðum við að breyta. Stjórnmálin, réttarvörlsukerfið, fjölmiðlar og samfélagið allt, verða vakna til vitundar um þessa alvarlegustu ofbeldisógn samfélagsins og bregðast við með viðeigandi hætti. Við þurfum ekki hríðskotabyssur eða varnir gegn múslimum til að auka hér öryggi. Við þurfum vernd fyrir konur og börn og hana getum við skapað með samstöðu gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einhver alvarlegasta ofbeldisógn sem samfélag okkar glímir við. Miklu alvarlegri en ógnir af hryðjuverkum, mögulegum skotárásum, tilteknum trúarbrögðum eða öðrum slíkum ógnum sem stjórnmálamenn hafa gert að umræðuefni og jafnvel kallað eftir róttækum aðgerðum ríkisvaldsins vegna, sbr hríðskotabyssur fyrir lögregluna, bakgrunnsrannsóknir á múslimum og andstaða við byggingu tilbeiðsluhúsa tiltekinna trúarhópa. Ofbeldi karla gagnvart konum, er margfalt umfangsmeira og alvarlegra fyrir íslenskt samfélag og í raun stórfurðulegt að málefnið sé ekki ofar á dagskrá stjórnmálanna en raun ber vitni. Svona getum við ekk haldið áfram. Árið 2010 kynnti velferðarráðherra rannsókn sem hann lét gera á ofbeldi gegn konum. Þar kom fram að rúmlega 42% kvenna hafa verið beittar ofbeldi eftir að 16 ára aldri var náð, sem þýðir um 44-49 þúsund konur á Íslandi. Meira en helmingur þeirra, eða um 25-28 þúsund konur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og um 13%, milli 12-16 þúsund kvenna á íslandi sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi í formi nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. En fullorðnar konur verða ekki bara fyrir kynferðisofbeldi. Samkvæmt niðurstöðum annarrar íslenskrar rannsóknar má ætla að 20-36% stúlkna sé beytt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 10-18% drengja og þetta er áður en hefndarklámið kemur til sögunnar. Við hljótum öll að vera sammála um að svona getum við ekki haldið áfram og ég leyfi mér að fullyrða, að ef hér grasseraði smitsjúkdómur með álíka afleiðingar og kynbundið ofbeldi, þá væri hér allt á hliðinni. Staðreyndin er sú að samfélag okkar hefur brugðist þeirri skyldu sinni að verja konur og börn fyrir ofbeldi, og því verðum við að breyta. Stjórnmálin, réttarvörlsukerfið, fjölmiðlar og samfélagið allt, verða vakna til vitundar um þessa alvarlegustu ofbeldisógn samfélagsins og bregðast við með viðeigandi hætti. Við þurfum ekki hríðskotabyssur eða varnir gegn múslimum til að auka hér öryggi. Við þurfum vernd fyrir konur og börn og hana getum við skapað með samstöðu gegn ofbeldi.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun