Aðeins korter í byltingu 15. mars 2015 10:30 Apple watch Snjallúr Apple var kynnt í San Francisco fyrr í vikunni. Apple hefur einstakt lag á að uppfylla stór loforð. Tim Cook boðar byltingu með Apple Watch og allt bendir til að þetta litla tæki muni endurskilgreina raftækjamarkaðinn líkt og Apple hefur svo oft gert. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, steig á svið í San Francisco síðastliðinn mánudag og kynnti helstu nýjungar Apple. Ný Macbook-tölva og HBO fyrir Apple TV féllu þó í skuggann á fyrstu raunverulegu kynningunni á Apple Watch-snjallúrinu sem kynnt var í september.Heilög þrenning Apple Watch verður fáanlegt í þremur útgáfum. Allar týpurnar státa af fjórum nemum sem greina hjartsláttartíðni með mismunandi hætti ásamt hröðunarmæli sem mælir hreyfingu. Apple Watch Sport er ódýrasta týpan (48.000 kr.) og sérsniðin að þörfum þeirra sem vilja fylgjast með með hreyfingu og hjartslætti. Næst kemur týpan sem er raunverulegt flaggskip vörulínunnar og er (ruglingslega) kallað Apple Watch. Úrið er steypt úr fægðu, ryðfríu stáli og státar af safír-skjá (76.000 kr.). Apple ætlar síðan að ganga á milli höfuðs og bols á lítillátum úrsmiðum Rolex með Watch Edition. Úrið er úr gulli. Það kostar á bilinu 1,4 til 2,6 milljónir króna.Apple Watch EditionVÍSIR/GETTYÍ kringum þrjátíu snjallúr eru þegar á markaðinum. Eins og með flestar nýjungar frá Apple mætir fyrirtækið á markað í mótun og í þetta skipti eru gríðarlegir hagsmunir í húfi. Apple hefur hreðjatak á raftækjamarkaðinum og verði sjósetning Apple Watch farsæl mun það vafalaust hafa afar jákvæð áhrif á vörutegundina sem slíka. Misheppnist Apple gæti það haft skelfilegar afleiðingar fyrir þau fyrirtæki sem þegar selja snjallúr. Það verður að teljast ólíklegt að Apple stígi feilspor. Í þau fáu skipti sem Apple hefur gefið út slæma vöru hefur það á endanum gengið nokkuð vel. Fyrsti iPhone-inn er ágætt dæmi. Það voru fjölmargir betri símar á markaðnum 2007 en Apple á heiðurinn af því að færa hugmyndina um snjallsíma til fólksins og það sama á við um snjallúrið nú. Hin mikla bylting sem Apple lofar á síðan einnig við um heilbrigðisrannsóknir. Apple mun hafa milligöngu um öflun heilbrigðisupplýsinga með ResearchKit sem er hugbúnaður sem breytir HealthKit-appinu og iPhone í sjúkdómsgreiningarvél. Fimm öpp fyrir iPhone munu greina fyrstu einkenni Parkinsons og fleiri sjúkdóma. ResearchKit er opinn hugbúnaður og þegar mælitæki Apple Watch bætast við upplýsingaöflun HealthKit eru möguleikarnir gríðarlegir.Apple veit betur en þú Stóra spurningin er hvort Apple tekst að snúa við tímanum og gera armbandsúrin nauðsynleg á ný. „Ég var fullur efasemda þegar ég keypti mér Pebble-snjallúrið,“ segir Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland. „Þegar ný tækni kemur fram á sjónarsviðið er auðvelt að mynda sér skoðun út frá hleypidómum. Það sem ég áttaði mig á var að snjallúrið býr til styttri leið í símann, sem er frábært. Pebble er ekki beint sexí græja en hver veit hvað mun gerast ef Apple tekst að koma snjallúrinu í meginstrauminn.“Allar týpurnar státa af fjórum nemum sem greina hjartsláttartíðni með mismunandi hætti ásamt hröðunarmæli sem mælir hreyfingu.VÍSIR/GETTYHörður bendir á að fimm ár eru síðan Apple kynnti nýja vöru og því augljóst að það er mikil alvara að baki Apple Watch. „Apple hefur trú á þessu. Þeir eru með 700 milljón manns sem eiga iPhone og það er lítið mál fyrir þetta fólk að nýta sér úrið.“ Fyrstu kynslóðir iPhone og iPad höfðu fátæklegt framboð hugbúnaðarlausna. Með Apple Watch ríður Apple á vaðið með fjölda smáforrita, t.d. Instagram og Uber. Ólafur Sólimann hjá viðskiptaþróun Eplis tekur í sama streng. „Það er augljóst að Apple hefur lagst í gríðarlega þróunarvinnu. Þetta þýðir að þeir eru með eitthvað gott í höndunum.“Grunnur þegar lagður Ólafur og Hörður geta ekki sagt til um hvenær Apple Watch lendir hér á landi. Hörður er þó bjartsýnn á að Íslendingar fái að kynnast Apple Watch á næstu mánuðum. Ólafur segir að Apple Watch geti markað ákveðin tímamót í tæknigeiranum og fest vöruflokkinn í sessi. „Þeir eru að stíla inn á það,“ segir Ólafur. „Þeir hafa undirbúið komu Apple Watch gríðarlega vel. iBeacons og Apple Pay, þar sem úrið er greiðslukort, eru dæmi um það sem Apple hefur innleitt svo að Apple Watch falli vel að markaðinum.“ Það eru sannarlega gagnrýnisraddir á lofti. Rafhlöðuending Apple Watch þótti ekki merkileg. Hún er 18 klukkustundir en Apple hefur upplýst að hægt verði að skipta út rafhlöðunni. Útlit úrsins hefur einnig verið gagnrýnt. Vinsælustu snjallúrin í dag er nær öll hringlaga, Apple Watch er ferhyrningur með rúnnuðum hornum. „Ef einhver kann að vinna sína rannsóknarvinnu, þá er það Apple. Það eru ávallt efasemdir en eftir situr að við erum að tala um Apple, þetta er fyrirtæki sem nær ávallt árangri,“ segir Ólafur. Tækni Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Apple hefur einstakt lag á að uppfylla stór loforð. Tim Cook boðar byltingu með Apple Watch og allt bendir til að þetta litla tæki muni endurskilgreina raftækjamarkaðinn líkt og Apple hefur svo oft gert. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, steig á svið í San Francisco síðastliðinn mánudag og kynnti helstu nýjungar Apple. Ný Macbook-tölva og HBO fyrir Apple TV féllu þó í skuggann á fyrstu raunverulegu kynningunni á Apple Watch-snjallúrinu sem kynnt var í september.Heilög þrenning Apple Watch verður fáanlegt í þremur útgáfum. Allar týpurnar státa af fjórum nemum sem greina hjartsláttartíðni með mismunandi hætti ásamt hröðunarmæli sem mælir hreyfingu. Apple Watch Sport er ódýrasta týpan (48.000 kr.) og sérsniðin að þörfum þeirra sem vilja fylgjast með með hreyfingu og hjartslætti. Næst kemur týpan sem er raunverulegt flaggskip vörulínunnar og er (ruglingslega) kallað Apple Watch. Úrið er steypt úr fægðu, ryðfríu stáli og státar af safír-skjá (76.000 kr.). Apple ætlar síðan að ganga á milli höfuðs og bols á lítillátum úrsmiðum Rolex með Watch Edition. Úrið er úr gulli. Það kostar á bilinu 1,4 til 2,6 milljónir króna.Apple Watch EditionVÍSIR/GETTYÍ kringum þrjátíu snjallúr eru þegar á markaðinum. Eins og með flestar nýjungar frá Apple mætir fyrirtækið á markað í mótun og í þetta skipti eru gríðarlegir hagsmunir í húfi. Apple hefur hreðjatak á raftækjamarkaðinum og verði sjósetning Apple Watch farsæl mun það vafalaust hafa afar jákvæð áhrif á vörutegundina sem slíka. Misheppnist Apple gæti það haft skelfilegar afleiðingar fyrir þau fyrirtæki sem þegar selja snjallúr. Það verður að teljast ólíklegt að Apple stígi feilspor. Í þau fáu skipti sem Apple hefur gefið út slæma vöru hefur það á endanum gengið nokkuð vel. Fyrsti iPhone-inn er ágætt dæmi. Það voru fjölmargir betri símar á markaðnum 2007 en Apple á heiðurinn af því að færa hugmyndina um snjallsíma til fólksins og það sama á við um snjallúrið nú. Hin mikla bylting sem Apple lofar á síðan einnig við um heilbrigðisrannsóknir. Apple mun hafa milligöngu um öflun heilbrigðisupplýsinga með ResearchKit sem er hugbúnaður sem breytir HealthKit-appinu og iPhone í sjúkdómsgreiningarvél. Fimm öpp fyrir iPhone munu greina fyrstu einkenni Parkinsons og fleiri sjúkdóma. ResearchKit er opinn hugbúnaður og þegar mælitæki Apple Watch bætast við upplýsingaöflun HealthKit eru möguleikarnir gríðarlegir.Apple veit betur en þú Stóra spurningin er hvort Apple tekst að snúa við tímanum og gera armbandsúrin nauðsynleg á ný. „Ég var fullur efasemda þegar ég keypti mér Pebble-snjallúrið,“ segir Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland. „Þegar ný tækni kemur fram á sjónarsviðið er auðvelt að mynda sér skoðun út frá hleypidómum. Það sem ég áttaði mig á var að snjallúrið býr til styttri leið í símann, sem er frábært. Pebble er ekki beint sexí græja en hver veit hvað mun gerast ef Apple tekst að koma snjallúrinu í meginstrauminn.“Allar týpurnar státa af fjórum nemum sem greina hjartsláttartíðni með mismunandi hætti ásamt hröðunarmæli sem mælir hreyfingu.VÍSIR/GETTYHörður bendir á að fimm ár eru síðan Apple kynnti nýja vöru og því augljóst að það er mikil alvara að baki Apple Watch. „Apple hefur trú á þessu. Þeir eru með 700 milljón manns sem eiga iPhone og það er lítið mál fyrir þetta fólk að nýta sér úrið.“ Fyrstu kynslóðir iPhone og iPad höfðu fátæklegt framboð hugbúnaðarlausna. Með Apple Watch ríður Apple á vaðið með fjölda smáforrita, t.d. Instagram og Uber. Ólafur Sólimann hjá viðskiptaþróun Eplis tekur í sama streng. „Það er augljóst að Apple hefur lagst í gríðarlega þróunarvinnu. Þetta þýðir að þeir eru með eitthvað gott í höndunum.“Grunnur þegar lagður Ólafur og Hörður geta ekki sagt til um hvenær Apple Watch lendir hér á landi. Hörður er þó bjartsýnn á að Íslendingar fái að kynnast Apple Watch á næstu mánuðum. Ólafur segir að Apple Watch geti markað ákveðin tímamót í tæknigeiranum og fest vöruflokkinn í sessi. „Þeir eru að stíla inn á það,“ segir Ólafur. „Þeir hafa undirbúið komu Apple Watch gríðarlega vel. iBeacons og Apple Pay, þar sem úrið er greiðslukort, eru dæmi um það sem Apple hefur innleitt svo að Apple Watch falli vel að markaðinum.“ Það eru sannarlega gagnrýnisraddir á lofti. Rafhlöðuending Apple Watch þótti ekki merkileg. Hún er 18 klukkustundir en Apple hefur upplýst að hægt verði að skipta út rafhlöðunni. Útlit úrsins hefur einnig verið gagnrýnt. Vinsælustu snjallúrin í dag er nær öll hringlaga, Apple Watch er ferhyrningur með rúnnuðum hornum. „Ef einhver kann að vinna sína rannsóknarvinnu, þá er það Apple. Það eru ávallt efasemdir en eftir situr að við erum að tala um Apple, þetta er fyrirtæki sem nær ávallt árangri,“ segir Ólafur.
Tækni Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira