Brigslað um svik og svínarí kolbeinn óttarsson proppé skrifar 17. mars 2015 07:30 Forsætisráðherra telur bréf utanríkisráðherra bestu mögulegu leiðina í ESB-málinu. "Meirihlutinn ræður,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í umræðum í gær, við lítinn fögnuð minnihlutans. fréttablaðið/vilhelm Valdníðsla, meiriháttar stjórnskipunarkrísa og svik eru á meðal orða sem þingmenn stjórnarandstöðunnar notuðu til að lýsa þeirri stöðu sem upp er komin gagnvart Evrópusambandinu. Alþingi var undirlagt í gær af umræðu um málið og var öðrum málum frestað, meðal annars umræðu um tolla á franskar kartöflur. Loft var lævi blandið í þinginu og mikill hiti í fólki. Ekki bætti úr skák að framan af fundi voru allir ofnar á blússandi hita og gluggar lokaðir, þar sem vetrarstillingin var enn í gangi. Með tiltölulega auðveldum aðgerðum tókst að kæla hið raunverulega andrúmsloft, en pólitíska andrúmsloftið var enn á suðupunkti þegar þingfundi lauk um sexleytið í gær. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum, en boðaði forföll. Aðrir ráðherrar þurftu því að svara fyrir stefnuna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra dró enga dul á hve ánægður hann væri með bréf Gunnars Braga. Hann minnti á að í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefði aðeins verið talað um að hugsanlega kæmi fram þingsályktunartillaga um ESB. Mikil samskipti hefðu verið við sambandið um málið og út úr þeim hefði komið „niðurstaða sem er auðvitað, þegar öllu er á botninn hvolft, hin augljósa besta niðurstaða í málinu, þ.e. að ljúka þessu á sem jákvæðastan hátt gagnvart Evrópusambandinu, ef svo má segja, gera þetta í góðu.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var hins vegar harðorður í garð Sigmundar Davíðs, sakaði hann raunar um að rjúfa drengskaparheit sitt. „Hann er orðinn ber að því að ganga á svig við það heit sem hann hefur undirritað, drengskaparheit að stjórnarskránni, sem felur í sér að hæstvirtur forsætisráðherra þarf að virða þingræðisregluna og á ekki í samskiptum við önnur ríki að búa til leiðir til að halda ákvörðunum frá Alþingi Íslendinga.“ Sérstök umræða fór fram í gær um stöðu Alþingis og yfirlýsingu forseta. Í dag er munnleg skýrsla utanríkisráðherra á dagskrá þingsins.Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Fréttablaðið/GVAÞurfti að skýra inntak bréfsins betur Töluverður tími fór í umræður um fundarstjórn forseta og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var skammaður fyrir að hafa ekki haldið þingfund á föstudag þótt yfir þriðjungur þingmanna hefði krafist þess. Einar bar af sér sakir og vísaði meðal annars til efnis bréfsins umrædda. „Því taldi forseti það einfaldlega betra fyrir þá umræðu sem kallað var eftir að hún færi fram síðar þegar fyrir lægi með skýrari hætti um inntak bréfsins.“ Alþingi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Valdníðsla, meiriháttar stjórnskipunarkrísa og svik eru á meðal orða sem þingmenn stjórnarandstöðunnar notuðu til að lýsa þeirri stöðu sem upp er komin gagnvart Evrópusambandinu. Alþingi var undirlagt í gær af umræðu um málið og var öðrum málum frestað, meðal annars umræðu um tolla á franskar kartöflur. Loft var lævi blandið í þinginu og mikill hiti í fólki. Ekki bætti úr skák að framan af fundi voru allir ofnar á blússandi hita og gluggar lokaðir, þar sem vetrarstillingin var enn í gangi. Með tiltölulega auðveldum aðgerðum tókst að kæla hið raunverulega andrúmsloft, en pólitíska andrúmsloftið var enn á suðupunkti þegar þingfundi lauk um sexleytið í gær. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum, en boðaði forföll. Aðrir ráðherrar þurftu því að svara fyrir stefnuna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra dró enga dul á hve ánægður hann væri með bréf Gunnars Braga. Hann minnti á að í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefði aðeins verið talað um að hugsanlega kæmi fram þingsályktunartillaga um ESB. Mikil samskipti hefðu verið við sambandið um málið og út úr þeim hefði komið „niðurstaða sem er auðvitað, þegar öllu er á botninn hvolft, hin augljósa besta niðurstaða í málinu, þ.e. að ljúka þessu á sem jákvæðastan hátt gagnvart Evrópusambandinu, ef svo má segja, gera þetta í góðu.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var hins vegar harðorður í garð Sigmundar Davíðs, sakaði hann raunar um að rjúfa drengskaparheit sitt. „Hann er orðinn ber að því að ganga á svig við það heit sem hann hefur undirritað, drengskaparheit að stjórnarskránni, sem felur í sér að hæstvirtur forsætisráðherra þarf að virða þingræðisregluna og á ekki í samskiptum við önnur ríki að búa til leiðir til að halda ákvörðunum frá Alþingi Íslendinga.“ Sérstök umræða fór fram í gær um stöðu Alþingis og yfirlýsingu forseta. Í dag er munnleg skýrsla utanríkisráðherra á dagskrá þingsins.Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Fréttablaðið/GVAÞurfti að skýra inntak bréfsins betur Töluverður tími fór í umræður um fundarstjórn forseta og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var skammaður fyrir að hafa ekki haldið þingfund á föstudag þótt yfir þriðjungur þingmanna hefði krafist þess. Einar bar af sér sakir og vísaði meðal annars til efnis bréfsins umrædda. „Því taldi forseti það einfaldlega betra fyrir þá umræðu sem kallað var eftir að hún færi fram síðar þegar fyrir lægi með skýrari hætti um inntak bréfsins.“
Alþingi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira