Réttar upplýsingar og réttindi barna Páll Valur Björnsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fylgist með því hvernig aðildarríki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna uppfylla skyldur sínar samkvæmt sáttmálanum. Árið 2011 gerði nefndin alvarlegar athugasemdir við hversu langir biðlistar og biðtími er á Íslandi eftir greiningum fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og skyldar raskanir. Ég hef að undanförnu fengið margar ábendingar frá foreldrum barna og frá fagfólki um að enn séu þessir biðlistar allt of langir og biðtími eftir greiningum mjög langur. Ég beindi því fyrirspurn til heilbrigðsráðherra um hvernig staða þessara mála væri nú og hvað íslensk stjórnvöld hefðu gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur eindregið hvatt íslensk stjórnvöld til. Í svari ráðherra kemur m.a. fram að nú eru 310 börn á biðlista hjá Þroska- og hegðunarmiðstöðinni eftir nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum sem eru t.d. kvíði, tilfinningavandi, hegðunarvandi og einhverfurófseinkenni og að af þeim 310 börnum sem bíða greiningar eru 65 á forgangslista og 245 á almennum biðlista. Einnig kemur fram í svarinu að biðtími svonefndra forgangsbarna er 5-8 mánuðir og bið barna á almennum biðlista er 11-12 mánuðir. Ég ætla ekki að rekja svör ráðherra við fyrirspurn minni nánar hér en bendi á að þau má lesa á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/144/s/1287.html Ég verð að lýsa miklum vonbrigðum með hversu lítið hefur verið gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva til að vinna á þessum löngu biðlistum og draga úr biðtímanum þó að greiningarnar séu mjög mikilvægar til að veita megi hlutaðeigandi börnum viðeigandi stuðning, ekki síst í námi og þrátt fyrir fyrrnefndar athugasemdir Barnaréttarnefndarinnar.Villandi svar Ég verð einnig að lýsa furðu minni á að svar ráðherra við fyrirspurninni er villandi. Þar eru nefnilega tilteknar sérstaklega greiningar sem ADHD-teymi Landspítalans sinnir. Þjónusta sem ADHD-teymið veitir er afar mikilvæg og vil ég eindregið hvetja ráðherra til að styrkja það teymi með öllum titækum ráðum, enda er líka allt of löng bið eftir greiningum og viðeigandi ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og skyldar raskanir. En ADHD-teymi Landspítalans sinnir þó eingöngu fullorðnum einstaklingum og hefur það því engin áhrif á þjónustu við börn. Fyrirspurn mín til ráðherra varðaði hins vegar mjög skýrlega þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir og það gera einnig aðfinnslur Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem ég vísaði sérstaklega til í fyrirspurn minni. Það er alls ekki ætlun mín að gefa í skyn að misvísandi upplýsingar hafi vísvitandi verið gefnar í svari ráðherra við fyrirspurn minni. Slík ónákvæmni í upplýsingagjöf er þó alls ekki til þess fallin að greiða fyrir markvissri og árangursríkri umræðu, stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi þessi afar miklu hagsmunamál mjög margra barna og aðstandenda þeirra. En vegna þessarar ófullkomnu upplýsingagjafar í svari ráðherra varðandi stöðu mála og þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir finnst mér vera óhjákvæmilegt að minna á að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ekki aðeins gert athugasemdir við íslensk stjórnvöld varðandi langa biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn og ófullnægjandi afkastagetu greiningarstöðva. Nefndin hefur gert athugasemdir við ýmislegt fleira og m.a. það að söfnun og greining upplýsinga varðandi stöðu barna og skilyrði sem þau búa við hér á landi er á margan hátt ófullnægjandi. Nefndin leggur áherslu á að til að meta megi stöðu íslenskra barna í því skyni að þau fái að njóta til fulls þeirra réttinda sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir þeim sé nauðsynlegt hér á landi að safna ítarlegri gögnum um skilyrði þeirra og greina gögnin eftir aldri, kyni, búsetu, þjóðerni og félagslegum og efnahagslegum bakgrunni. Það er þess vegna og því miður ekki aðeins fullt tilefni til að hvetja íslensk stjórnvöld til að vinna miklu betur, hraðar og markvissar að því að stytta biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn sem eru með ADHD eða aðrar slíkar raskanir. Það er líka tilefni til að hvetja þau til að bæta söfnun og greiningu upplýsinga varðandi stöðu íslenskra barna til að við getum betur tryggt þeim þau lágmarksréttindi sem þau eiga að á að njóta samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fylgist með því hvernig aðildarríki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna uppfylla skyldur sínar samkvæmt sáttmálanum. Árið 2011 gerði nefndin alvarlegar athugasemdir við hversu langir biðlistar og biðtími er á Íslandi eftir greiningum fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og skyldar raskanir. Ég hef að undanförnu fengið margar ábendingar frá foreldrum barna og frá fagfólki um að enn séu þessir biðlistar allt of langir og biðtími eftir greiningum mjög langur. Ég beindi því fyrirspurn til heilbrigðsráðherra um hvernig staða þessara mála væri nú og hvað íslensk stjórnvöld hefðu gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur eindregið hvatt íslensk stjórnvöld til. Í svari ráðherra kemur m.a. fram að nú eru 310 börn á biðlista hjá Þroska- og hegðunarmiðstöðinni eftir nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum sem eru t.d. kvíði, tilfinningavandi, hegðunarvandi og einhverfurófseinkenni og að af þeim 310 börnum sem bíða greiningar eru 65 á forgangslista og 245 á almennum biðlista. Einnig kemur fram í svarinu að biðtími svonefndra forgangsbarna er 5-8 mánuðir og bið barna á almennum biðlista er 11-12 mánuðir. Ég ætla ekki að rekja svör ráðherra við fyrirspurn minni nánar hér en bendi á að þau má lesa á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/144/s/1287.html Ég verð að lýsa miklum vonbrigðum með hversu lítið hefur verið gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva til að vinna á þessum löngu biðlistum og draga úr biðtímanum þó að greiningarnar séu mjög mikilvægar til að veita megi hlutaðeigandi börnum viðeigandi stuðning, ekki síst í námi og þrátt fyrir fyrrnefndar athugasemdir Barnaréttarnefndarinnar.Villandi svar Ég verð einnig að lýsa furðu minni á að svar ráðherra við fyrirspurninni er villandi. Þar eru nefnilega tilteknar sérstaklega greiningar sem ADHD-teymi Landspítalans sinnir. Þjónusta sem ADHD-teymið veitir er afar mikilvæg og vil ég eindregið hvetja ráðherra til að styrkja það teymi með öllum titækum ráðum, enda er líka allt of löng bið eftir greiningum og viðeigandi ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og skyldar raskanir. En ADHD-teymi Landspítalans sinnir þó eingöngu fullorðnum einstaklingum og hefur það því engin áhrif á þjónustu við börn. Fyrirspurn mín til ráðherra varðaði hins vegar mjög skýrlega þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir og það gera einnig aðfinnslur Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem ég vísaði sérstaklega til í fyrirspurn minni. Það er alls ekki ætlun mín að gefa í skyn að misvísandi upplýsingar hafi vísvitandi verið gefnar í svari ráðherra við fyrirspurn minni. Slík ónákvæmni í upplýsingagjöf er þó alls ekki til þess fallin að greiða fyrir markvissri og árangursríkri umræðu, stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi þessi afar miklu hagsmunamál mjög margra barna og aðstandenda þeirra. En vegna þessarar ófullkomnu upplýsingagjafar í svari ráðherra varðandi stöðu mála og þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir finnst mér vera óhjákvæmilegt að minna á að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ekki aðeins gert athugasemdir við íslensk stjórnvöld varðandi langa biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn og ófullnægjandi afkastagetu greiningarstöðva. Nefndin hefur gert athugasemdir við ýmislegt fleira og m.a. það að söfnun og greining upplýsinga varðandi stöðu barna og skilyrði sem þau búa við hér á landi er á margan hátt ófullnægjandi. Nefndin leggur áherslu á að til að meta megi stöðu íslenskra barna í því skyni að þau fái að njóta til fulls þeirra réttinda sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir þeim sé nauðsynlegt hér á landi að safna ítarlegri gögnum um skilyrði þeirra og greina gögnin eftir aldri, kyni, búsetu, þjóðerni og félagslegum og efnahagslegum bakgrunni. Það er þess vegna og því miður ekki aðeins fullt tilefni til að hvetja íslensk stjórnvöld til að vinna miklu betur, hraðar og markvissar að því að stytta biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn sem eru með ADHD eða aðrar slíkar raskanir. Það er líka tilefni til að hvetja þau til að bæta söfnun og greiningu upplýsinga varðandi stöðu íslenskra barna til að við getum betur tryggt þeim þau lágmarksréttindi sem þau eiga að á að njóta samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun