Þarf að verðlauna jafnrétti? Soffía Sigurgeirsdóttir skrifar 27. maí 2015 00:00 Í fullkomnum heimi þá væri það óþarfi, en því miður virðist það vera nauðsynlegt. Þrátt fyrir að tróna á toppi helstu jafnréttislista heims þá eigum við Íslendingar langt í land. Óskýrður launamunur á milli kynja er 7,8% fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði sem unnin var af „Aðgerðarhópi stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins“ um launajafnrétti. Samkvæmt heimildum Hagstofunnar eru einungis 21,4% kvenna í stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja 21,9%. Hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn hefur haldist nær óbreytt síðustu ár en hlutfall kvenna? fer hækkandi í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri, nú 45,5%, sem er mikil breyting frá árinu 2013 þegar hlutfallið var 31% og enn meiri breyting frá árinu 2007, þegar konur voru einungis 12,7% stjórnenda. Þetta mikla stökk má skýra fyrst og fremst með lögum um kynjahlutfall í stjórnum sem samþykkt var á Alþingi árið 2010 og tók gildi á árinu 2013. Þar segir að hlutfall hvors kyns skuli vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri. Það virðist vera að vinnumarkaðurinn hafi þurft á þessari lagasetningu að halda til að efla hlut kvenna á atvinnumarkaði. Það er líklegt að fjölbreytileiki í stjórnum stærri fyrirtækja landsins muni leiða til aukins jafnréttis á komandi árum. Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti þá er jafnframt nauðsynlegt að til staðar séu jákvæðir hvatar á vinnumarkaði til að knýja fram hraðari breytingar. Jákvæðasti hvatinn í rekstri fyrirtækja hefur almennt verið talinn aukin arðsemi. Samkvæmt fjölda rannsókna er arðsemi þeirra fyrirtækja sem eru með fjölbreyttar stjórnir og stjórnendur marktækt meiri en þeirra sem eru með lægra hlutfall kvenna í stjórnendastöðum. Ávinningur atvinnurekenda er sem sagt mikill, fyrir utan bætta áhættustýringu og aukna arðsemi þá stuðlar jafnrétti að betri vinnumenningu þar sem bæði kynin fá jöfn tækifæri til að vaxa í starfi. Það eykur aftur ánægju starfsmanna, sem eflir þjónustu og ánægju viðskiptavina.Ábyrgð okkar allra Það er ábyrgð okkar allra að stuðla að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. En aukið jafnrétti á vinnumarkaði er einnig í höndum neytenda. Rannsóknir sýna að neytendur um allan heim velja í auknum mæli vörur og þjónustu fyrirtækja sem eru ábyrg gagnvart umhverfinu og samfélaginu og sneiða hjá þeim sem m.a. brjóta á vinnuréttindum starfsfólks. Óskýrður launamunur er ein birtingarmynd ójafnréttis í heiminum. Sæmd þjóða felst í því að hlúa að mannréttindum og launamunur sem snýr einvörðungu að kynferði er ekki bara brot á vinnuréttindum heldur mannréttindum. Breyting á þessu felst í því að brjóta niður múra sem tengjast kynjaskiptum störfum og kynjaskiptum fyrirtækjum. Við þurfum að útrýma þeirri mýtu að störf séu kynbundin; það eiga ekki vera til „karla- eða kvennastörf“ heldur bara störf fyrir einstaklinga með mismunandi hæfileika og áhuga. Að stuðla að auknu jafnrétti innan fyrirtækja er á ábyrgð atvinnurekanda og stjórnenda. Það sem liggur að baki er ákvörðunum að fyrirtækið skuli ekki mismuna eftir kynferði; að karlar og konur fái sömu laun fyrir sambærilega vinnu og jöfn tækifæri. UN Women, Samtök atvinnulífsins, Festa miðstöð um samfélagsábyrgð og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vilja verðlauna slíkar ákvarðanir og frammistöðu. Því voru Hvatningaverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar á síðastliðnu ári. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, tók þá á móti verðlaununum í fyrsta sinn fyrir hönd síns fyrirtækis en hún, ásamt öðrum stjórnendum fyrirtækisins, innleiddi miklar breytingar sem fólust í því að fjölga konum í hinum hefðbundnu karlastörfum. Fyrirtækið braut visst blað í þessum efnum og hefur uppskorið ríkulega. Hvatningaverðlaunin miða að því að efla jafnrétti á vinnumarkaði með jákvæðum hætti. Tilnefnd fyrirtæki eru metin á þáttum eins og jöfnum launum kynjanna, auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa, jöfnum hlutföllum kynjanna í stjórnendastöðum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í annað sinn þann 28. maí á morgunfundi Festu, SA og UN Women sem ber yfirskriftina „Eru til karla- og kvennastörf“ og mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenda verðlaunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í fullkomnum heimi þá væri það óþarfi, en því miður virðist það vera nauðsynlegt. Þrátt fyrir að tróna á toppi helstu jafnréttislista heims þá eigum við Íslendingar langt í land. Óskýrður launamunur á milli kynja er 7,8% fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði sem unnin var af „Aðgerðarhópi stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins“ um launajafnrétti. Samkvæmt heimildum Hagstofunnar eru einungis 21,4% kvenna í stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja 21,9%. Hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn hefur haldist nær óbreytt síðustu ár en hlutfall kvenna? fer hækkandi í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri, nú 45,5%, sem er mikil breyting frá árinu 2013 þegar hlutfallið var 31% og enn meiri breyting frá árinu 2007, þegar konur voru einungis 12,7% stjórnenda. Þetta mikla stökk má skýra fyrst og fremst með lögum um kynjahlutfall í stjórnum sem samþykkt var á Alþingi árið 2010 og tók gildi á árinu 2013. Þar segir að hlutfall hvors kyns skuli vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri. Það virðist vera að vinnumarkaðurinn hafi þurft á þessari lagasetningu að halda til að efla hlut kvenna á atvinnumarkaði. Það er líklegt að fjölbreytileiki í stjórnum stærri fyrirtækja landsins muni leiða til aukins jafnréttis á komandi árum. Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti þá er jafnframt nauðsynlegt að til staðar séu jákvæðir hvatar á vinnumarkaði til að knýja fram hraðari breytingar. Jákvæðasti hvatinn í rekstri fyrirtækja hefur almennt verið talinn aukin arðsemi. Samkvæmt fjölda rannsókna er arðsemi þeirra fyrirtækja sem eru með fjölbreyttar stjórnir og stjórnendur marktækt meiri en þeirra sem eru með lægra hlutfall kvenna í stjórnendastöðum. Ávinningur atvinnurekenda er sem sagt mikill, fyrir utan bætta áhættustýringu og aukna arðsemi þá stuðlar jafnrétti að betri vinnumenningu þar sem bæði kynin fá jöfn tækifæri til að vaxa í starfi. Það eykur aftur ánægju starfsmanna, sem eflir þjónustu og ánægju viðskiptavina.Ábyrgð okkar allra Það er ábyrgð okkar allra að stuðla að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. En aukið jafnrétti á vinnumarkaði er einnig í höndum neytenda. Rannsóknir sýna að neytendur um allan heim velja í auknum mæli vörur og þjónustu fyrirtækja sem eru ábyrg gagnvart umhverfinu og samfélaginu og sneiða hjá þeim sem m.a. brjóta á vinnuréttindum starfsfólks. Óskýrður launamunur er ein birtingarmynd ójafnréttis í heiminum. Sæmd þjóða felst í því að hlúa að mannréttindum og launamunur sem snýr einvörðungu að kynferði er ekki bara brot á vinnuréttindum heldur mannréttindum. Breyting á þessu felst í því að brjóta niður múra sem tengjast kynjaskiptum störfum og kynjaskiptum fyrirtækjum. Við þurfum að útrýma þeirri mýtu að störf séu kynbundin; það eiga ekki vera til „karla- eða kvennastörf“ heldur bara störf fyrir einstaklinga með mismunandi hæfileika og áhuga. Að stuðla að auknu jafnrétti innan fyrirtækja er á ábyrgð atvinnurekanda og stjórnenda. Það sem liggur að baki er ákvörðunum að fyrirtækið skuli ekki mismuna eftir kynferði; að karlar og konur fái sömu laun fyrir sambærilega vinnu og jöfn tækifæri. UN Women, Samtök atvinnulífsins, Festa miðstöð um samfélagsábyrgð og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vilja verðlauna slíkar ákvarðanir og frammistöðu. Því voru Hvatningaverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar á síðastliðnu ári. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, tók þá á móti verðlaununum í fyrsta sinn fyrir hönd síns fyrirtækis en hún, ásamt öðrum stjórnendum fyrirtækisins, innleiddi miklar breytingar sem fólust í því að fjölga konum í hinum hefðbundnu karlastörfum. Fyrirtækið braut visst blað í þessum efnum og hefur uppskorið ríkulega. Hvatningaverðlaunin miða að því að efla jafnrétti á vinnumarkaði með jákvæðum hætti. Tilnefnd fyrirtæki eru metin á þáttum eins og jöfnum launum kynjanna, auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa, jöfnum hlutföllum kynjanna í stjórnendastöðum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í annað sinn þann 28. maí á morgunfundi Festu, SA og UN Women sem ber yfirskriftina „Eru til karla- og kvennastörf“ og mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenda verðlaunin.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun