Stjórnmálaskýrendur klóra sér í kollinum yfir íslenskri pólitík Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júní 2015 12:00 Ástand mála í íslenskum stjórnmálum er þannig að enginn getur treyst á nokkurn skapaðan hlut. Gömul sannindi um fjórflokka, að fylgið rati á endanum í réttan dilk á kjördag og hvað gerist þegar ákveðnir flokkar sitji saman í ríkisstjórn og aðrir í stjórnarandstöðu, eru fokin út um gluggann. Það er vel. Stjórnmál eiga að vera kvik og kjósendur að velja þann flokk sem þeim hugnast best hverju sinni. Taka ákvörðun byggða á störfum og því sem flokkar segjast ætla að gera, ekki tryggri fylgispekt. Staðan nú er þannig að flokkur sem er ekki nema rétt um tveggja ára gamall mælist langstærsti flokkur landsins í könnun eftir könnun. Píratar eru nú um mundir stærri en báðir stjórnarflokkarnir saman, en Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafa samanlagt 38 þingmenn og öruggan meirihluta.Allir tapa – nema einn Stjórnarþingmennirnir mega búa við það könnun eftir könnun að missa fylgi. Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í síðustu kosningum og hefði kannski mátt búast við einhverju fylgistapi, en enginn þar á bæ hefur búist við því að vera kominn í eins stafs tölu eftir hálft kjörtímabil í stjórnarráðinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirleitt bætt við sig fylgi þegar hann er í ríkisstjórn, á meðan samstarfsflokkurinn tapar fylgi. Það er ekki að gerast nú. Undir eðlilegum kringumstæðum væri jarðvegurinn því frjór fyrir stjórnarandstöðuna. Fylgi ríkisstjórnarinnar er ekki mikið og hún stendur fyrir fjölmörgum umdeildum málum. Þá hefur landið logað í vinnudeilum og verkföllum, sem sagt kjörlendi fyrir stjórnarandstöðu. Það virðist þó engu breyta varðandi fylgi stjórnarandstöðuflokkanna, utan Pírata. Samfylkingin, Vinstri græn og Björt framtíð virðast ekki geta snúið óánægju með stjórnarflokkana upp í ánægju með sig. Síður en svo.Krafa um ný vinnubrögð Hægt er að deila endalaust um hvað skýrir mikið fylgi Pírata í könnunum og hvort það muni skila sér í góðri útkomu í kosningum. Það getur verið hinn skemmtilegasti samkvæmisleikur að velta því fyrir sér, en í raun skiptir það kannski ekki öllu máli. Það sem meira máli skiptir er að kjósendur nýta sér það tækifæri sem skoðanakannanir eru til að koma óánægju sinni á framfæri. Óánægju með fimm af sex flokkum þingsins. Forystumenn flokkanna geta dottið í sjálfsvorkunn, kennt einhverjum öðrum en sjálfum sér um stöðuna, klórað sér í kollinum og neitað að horfast í augu við það hve skilaboð kjósenda eru skýr. Eða þeir geta lesið í kjósendur, í hverra umboði þingmenn starfa, sett undir sig hausinn og reynt að breyta sjálfum sér í eitthvað sem hugnast fólkinu í landinu betur. Sú breyting ætti þó ekki að verða eftir formerkjum lýðskrums og dægurmála, heldur raunveruleg breyting á því staðnaða stjórnmálakerfi sem hefur ríkt á landi ísa.Guðmundur Steingrímsson.vísir/valliBjört framtíð: Ekki sá valkostur sem ætlað varFormaður: Guðmundur SteingrímssonÞingmenn: 6Alþingiskosningar 2013: 8,2%Síðasti Þjóðarpúls: 7,4% Björt framtíð kom fram á sjónarsviðið fyrir síðustu kosningar. Segja má að flokkurinn hafi verið samsuða fólks í kringum Guðmund Steingrímsson og hóps úr Besta flokknum, sem hafði unnið stórsigur í borginni. Guðmundur varð formaður flokksins ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur, sem nú starfar sem fjölmiðlakona hjá 365, meðal annars á Fréttablaðinu. Björt framtíð átti að verða hinn valkosturinn, fyrir þá sem hvorki gátu kosið vinstri né hægri, vildu ekki gömlu pólitíkina, vildu ekki festa málin í viðjum fortíðarinnar heldur horfa lausnamiðað á hvert mál. Með smá dassi af hipp og kúl. Flokkur Evrópusinna, en ekki Samfylkingin. Nútímalegur flokkur. Flokkurinn hefur ekki náð því, hverju sem sætir, og einhverjir hafa borið brigður á nútímavæðinguna sem birtist til dæmis í andstöðu við áfengi í matvöruverslanir.Birgitta JónsdóttirVísir/ValliPíratar: Flokkurinn sem flestir viljaKafteinn: Birgitta JónsdóttirÞingmenn: 3Alþingiskosningar 2013: 5,1%Síðasti Þjóðarpúls: 34,1% Trauðla eru til mörg dæmi í sögunni um jafn mikla fylgisaukningu flokks sem á fulltrúa á þingi og má sjá hjá Pírötum. Vissulega er fylgið aðeins í könnunum og ekki á vísan að róa með það. Mýmörg dæmi eru um flokka sem rokið hafa upp í könnunum en fengið mun minna fylgi í kosningum: Bandalag jafnaðarmanna, Kvennalistinn, Þjóðvaki og Samstaða, svo eitthvað sé nefnt. Fylgisaukning Pírata er hins vegar löngu hætt að vera stundarfyrirbrigði sem skýra megi með tímabundinni óánægju með aðra flokka. Þannig afskrifuðu margir fylgi Besta flokksins allt þar til talið var upp úr kössum í kosningum. Og þó að Birgitta Jónsdóttir sé ekki Jón Gnarr ættu menn að fara varlega í að afskrifa allt það fylgi sem flokkurinn hefur jafnt og þétt bætt við sig. Pírötum hefur einum stjórnarandstöðuflokka tekist að nýta sér óvinsældir ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa stundað öðruvísi vinnubrögð og gagnrýni á flokkinn fyrir að fara ekki alltaf eftir hefðbundnum leiðum hrekkur skammt.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.vísir/stefánFramsókn: Fylgishrun frá kosningasigri Formaður: Sigmundur Davíð GunnlaugssonÞingmenn: 19Alþingiskosningar 2013: 24,4%Síðasti Þjóðarpúls: 8,9% Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík. Hann varð formaður árið 2009 og fjórum árum síðar forsætisráðherra. Flokkurinn átti á brattann að sækja lengi framan af síðasta kjörtímabili. Það var í raun ekki fyrr en dómur féll Íslendingum í vil í Icesave-málinu að hann fór að fara upp í könnunum. Vel heppnuð kosningabarátta með áherslum sem féllu í geð skilaði þeim atkvæði fjórða hvers kjósanda. Nú er öldin önnur. Sigmundur Davíð leiðir óvinsæla ríkisstjórn, flokkurinn er kominn undir 10 prósent í könnunum og fátt sem hann gerir virðist ná að hífa fylgið upp. Nú þegar komið er á síðari hluta kjörtímabilsins má búast við að flokksforystan fari að huga að næstu þingkosningum og því hvernig Framsóknarflokkurinn ætlar að sannfæra kjósendur um að greiða honum atkvæði. Ef flokkurinn geldur afhroð í kosningunum er allsendis óvíst hvort Sigmundur muni leiða hann áfram, hvort honum hugnist að sitja sem þingmaður lítils þingflokks í stjórnarandstöðu.Katrín Jakobsdóttir.vísir/gvaVinstri grænir: Náttúruvernd virðist litlu skilaFormaður: Katrín JakobsdóttirÞingmenn: 7Alþingiskosningar 2013: 10,9%Síðasti Þjóðarpúls: 9,8% Ríkisstjórnin er óvinsæl, allt logar í deilum á vinnumarkaði, hvert verkalýðsfélagið á fætur öðru er í verkfalli eða að undirbúa vinnustöðvun og ríkisstjórnin virðist lítil tök hafa á þingstörfum. Já, þetta er sama byrjun og í umfjöllun um Samfylkinguna og við þetta má bæta náttúruverndinni. Hún er nú aftur komin á dagskrá með umræðum um rammaáætlun. Allt þetta ætti að skila Vinstrihreyfingunni – grænu framboði einhverri fylgisaukningu, en gerir það ekki. Við þetta má enn bæta að flokkurinn er undir forystu vinsælasta stjórnmálamanns landsins, en það virðist litlu breyta. Vinstri græn fóru illa út úr síðustu kosningum og geta eins og Samfylkingin vísað til þess varðandi núverandi fylgi. Það breytir þó litlu að innan við tíu prósent kjósenda geta hugsað sér að kjósa flokkinn í dag.Árni Páll ÁrnasonSamfylkingin: Nær ekki vopnum sínum Formaður: Árni Páll ÁrnasonÞingmenn: 9Alþingiskosningar 2013: 12,9%Síðasti Þjóðarpúls: 12,4% Ríkisstjórnin er óvinsæl, allt logar í deilum á vinnumarkaði, hvert verkalýðsfélagið á fætur öðru er í verkfalli eða að undirbúa vinnustöðvun og ríkisstjórnin virðist lítil tök hafa á þingstörfum. Í eðlilegu árferði ættu þetta að vera kjöraðstæður fyrir jafnaðarmannaflokk með söguleg tengsl við verkalýðshreyfinguna, en Samfylkingin hefur ekki náð sér á flug eftir fylgishrunið í síðustu kosningum. Ýmsir hafa kennt Árna Páli Árnasyni formanni um þá staðreynd og síðasti landsfundur sýndi að hann stendur ekki traustum fótum. Samfylkingarfólk er duglegt að minna á að það sýpur enn seyðið af óvinsældum síðustu ríkisstjórnar. Það telur hins vegar afskaplega lítið í dag og sú staðreynd hve fáir telja flokkinn best fallinn til að berjast fyrir hagsmunum sínum í dag hlýtur að vera áhyggjuefni. Erfitt er að sjá fyrir sér að Árni Páll vermi formannssætið lengi ef hagur Strympu fer ekki að vænkast. Arftaki hans er þó ekki augljós og kannski þarf flokkurinn að bíða þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hugi að landsmálunum.Bjarni Benediktsson.vísir/vilhelmSjálfstæðisflokkurinn: Varanleg breyting á fylgi? Formaður: Bjarni BenediktssonÞingmenn: 19Alþingiskosningar 2013: 26,7%Síðasti Þjóðarpúls: 23% Saga Sjálfstæðisflokksins er löng og glæsileg og flokkurinn er vanur því að geta gengið að því vísu að fá yfir 30 prósenta fylgi. Það hefur ekki gerst í tveimur kosningum í röð og flokkurinn hefur ekki náð að vinna upp það tap sem hann varð fyrir í kjölfar hrunsins. Nái flokkurinn ekki að rjúfa 30 prósenta markið í næstu kosningum hljóta flokksmenn að spyrja sig að því hvort landslagið hafi breyst til frambúðar og Sjálfstæðisflokkurinn nái aldrei aftur álíka yfirburðastöðu og hann hafði. Ekki þarf að líta lengra en til borgarinnar til að sjá dæmi um varanlegar breytingar á fylgi. Bjarni Benediktsson hlýtur að þurfa að spyrja sig að því hvort hann sé rétti leiðtoginn, nái flokkurinn ekki að rétta sinn hlut allverulega. Ekki er augljóst hver ætti að taka við af Bjarna, helst að Ólöf Nordal kæmi til greina. Framtíð Bjarna sem formanns ræðst því af því hvort honum takist að gera ríkisstjórnina vinsælli en hún nú er. Alþingi Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Ástand mála í íslenskum stjórnmálum er þannig að enginn getur treyst á nokkurn skapaðan hlut. Gömul sannindi um fjórflokka, að fylgið rati á endanum í réttan dilk á kjördag og hvað gerist þegar ákveðnir flokkar sitji saman í ríkisstjórn og aðrir í stjórnarandstöðu, eru fokin út um gluggann. Það er vel. Stjórnmál eiga að vera kvik og kjósendur að velja þann flokk sem þeim hugnast best hverju sinni. Taka ákvörðun byggða á störfum og því sem flokkar segjast ætla að gera, ekki tryggri fylgispekt. Staðan nú er þannig að flokkur sem er ekki nema rétt um tveggja ára gamall mælist langstærsti flokkur landsins í könnun eftir könnun. Píratar eru nú um mundir stærri en báðir stjórnarflokkarnir saman, en Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafa samanlagt 38 þingmenn og öruggan meirihluta.Allir tapa – nema einn Stjórnarþingmennirnir mega búa við það könnun eftir könnun að missa fylgi. Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í síðustu kosningum og hefði kannski mátt búast við einhverju fylgistapi, en enginn þar á bæ hefur búist við því að vera kominn í eins stafs tölu eftir hálft kjörtímabil í stjórnarráðinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirleitt bætt við sig fylgi þegar hann er í ríkisstjórn, á meðan samstarfsflokkurinn tapar fylgi. Það er ekki að gerast nú. Undir eðlilegum kringumstæðum væri jarðvegurinn því frjór fyrir stjórnarandstöðuna. Fylgi ríkisstjórnarinnar er ekki mikið og hún stendur fyrir fjölmörgum umdeildum málum. Þá hefur landið logað í vinnudeilum og verkföllum, sem sagt kjörlendi fyrir stjórnarandstöðu. Það virðist þó engu breyta varðandi fylgi stjórnarandstöðuflokkanna, utan Pírata. Samfylkingin, Vinstri græn og Björt framtíð virðast ekki geta snúið óánægju með stjórnarflokkana upp í ánægju með sig. Síður en svo.Krafa um ný vinnubrögð Hægt er að deila endalaust um hvað skýrir mikið fylgi Pírata í könnunum og hvort það muni skila sér í góðri útkomu í kosningum. Það getur verið hinn skemmtilegasti samkvæmisleikur að velta því fyrir sér, en í raun skiptir það kannski ekki öllu máli. Það sem meira máli skiptir er að kjósendur nýta sér það tækifæri sem skoðanakannanir eru til að koma óánægju sinni á framfæri. Óánægju með fimm af sex flokkum þingsins. Forystumenn flokkanna geta dottið í sjálfsvorkunn, kennt einhverjum öðrum en sjálfum sér um stöðuna, klórað sér í kollinum og neitað að horfast í augu við það hve skilaboð kjósenda eru skýr. Eða þeir geta lesið í kjósendur, í hverra umboði þingmenn starfa, sett undir sig hausinn og reynt að breyta sjálfum sér í eitthvað sem hugnast fólkinu í landinu betur. Sú breyting ætti þó ekki að verða eftir formerkjum lýðskrums og dægurmála, heldur raunveruleg breyting á því staðnaða stjórnmálakerfi sem hefur ríkt á landi ísa.Guðmundur Steingrímsson.vísir/valliBjört framtíð: Ekki sá valkostur sem ætlað varFormaður: Guðmundur SteingrímssonÞingmenn: 6Alþingiskosningar 2013: 8,2%Síðasti Þjóðarpúls: 7,4% Björt framtíð kom fram á sjónarsviðið fyrir síðustu kosningar. Segja má að flokkurinn hafi verið samsuða fólks í kringum Guðmund Steingrímsson og hóps úr Besta flokknum, sem hafði unnið stórsigur í borginni. Guðmundur varð formaður flokksins ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur, sem nú starfar sem fjölmiðlakona hjá 365, meðal annars á Fréttablaðinu. Björt framtíð átti að verða hinn valkosturinn, fyrir þá sem hvorki gátu kosið vinstri né hægri, vildu ekki gömlu pólitíkina, vildu ekki festa málin í viðjum fortíðarinnar heldur horfa lausnamiðað á hvert mál. Með smá dassi af hipp og kúl. Flokkur Evrópusinna, en ekki Samfylkingin. Nútímalegur flokkur. Flokkurinn hefur ekki náð því, hverju sem sætir, og einhverjir hafa borið brigður á nútímavæðinguna sem birtist til dæmis í andstöðu við áfengi í matvöruverslanir.Birgitta JónsdóttirVísir/ValliPíratar: Flokkurinn sem flestir viljaKafteinn: Birgitta JónsdóttirÞingmenn: 3Alþingiskosningar 2013: 5,1%Síðasti Þjóðarpúls: 34,1% Trauðla eru til mörg dæmi í sögunni um jafn mikla fylgisaukningu flokks sem á fulltrúa á þingi og má sjá hjá Pírötum. Vissulega er fylgið aðeins í könnunum og ekki á vísan að róa með það. Mýmörg dæmi eru um flokka sem rokið hafa upp í könnunum en fengið mun minna fylgi í kosningum: Bandalag jafnaðarmanna, Kvennalistinn, Þjóðvaki og Samstaða, svo eitthvað sé nefnt. Fylgisaukning Pírata er hins vegar löngu hætt að vera stundarfyrirbrigði sem skýra megi með tímabundinni óánægju með aðra flokka. Þannig afskrifuðu margir fylgi Besta flokksins allt þar til talið var upp úr kössum í kosningum. Og þó að Birgitta Jónsdóttir sé ekki Jón Gnarr ættu menn að fara varlega í að afskrifa allt það fylgi sem flokkurinn hefur jafnt og þétt bætt við sig. Pírötum hefur einum stjórnarandstöðuflokka tekist að nýta sér óvinsældir ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa stundað öðruvísi vinnubrögð og gagnrýni á flokkinn fyrir að fara ekki alltaf eftir hefðbundnum leiðum hrekkur skammt.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.vísir/stefánFramsókn: Fylgishrun frá kosningasigri Formaður: Sigmundur Davíð GunnlaugssonÞingmenn: 19Alþingiskosningar 2013: 24,4%Síðasti Þjóðarpúls: 8,9% Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík. Hann varð formaður árið 2009 og fjórum árum síðar forsætisráðherra. Flokkurinn átti á brattann að sækja lengi framan af síðasta kjörtímabili. Það var í raun ekki fyrr en dómur féll Íslendingum í vil í Icesave-málinu að hann fór að fara upp í könnunum. Vel heppnuð kosningabarátta með áherslum sem féllu í geð skilaði þeim atkvæði fjórða hvers kjósanda. Nú er öldin önnur. Sigmundur Davíð leiðir óvinsæla ríkisstjórn, flokkurinn er kominn undir 10 prósent í könnunum og fátt sem hann gerir virðist ná að hífa fylgið upp. Nú þegar komið er á síðari hluta kjörtímabilsins má búast við að flokksforystan fari að huga að næstu þingkosningum og því hvernig Framsóknarflokkurinn ætlar að sannfæra kjósendur um að greiða honum atkvæði. Ef flokkurinn geldur afhroð í kosningunum er allsendis óvíst hvort Sigmundur muni leiða hann áfram, hvort honum hugnist að sitja sem þingmaður lítils þingflokks í stjórnarandstöðu.Katrín Jakobsdóttir.vísir/gvaVinstri grænir: Náttúruvernd virðist litlu skilaFormaður: Katrín JakobsdóttirÞingmenn: 7Alþingiskosningar 2013: 10,9%Síðasti Þjóðarpúls: 9,8% Ríkisstjórnin er óvinsæl, allt logar í deilum á vinnumarkaði, hvert verkalýðsfélagið á fætur öðru er í verkfalli eða að undirbúa vinnustöðvun og ríkisstjórnin virðist lítil tök hafa á þingstörfum. Já, þetta er sama byrjun og í umfjöllun um Samfylkinguna og við þetta má bæta náttúruverndinni. Hún er nú aftur komin á dagskrá með umræðum um rammaáætlun. Allt þetta ætti að skila Vinstrihreyfingunni – grænu framboði einhverri fylgisaukningu, en gerir það ekki. Við þetta má enn bæta að flokkurinn er undir forystu vinsælasta stjórnmálamanns landsins, en það virðist litlu breyta. Vinstri græn fóru illa út úr síðustu kosningum og geta eins og Samfylkingin vísað til þess varðandi núverandi fylgi. Það breytir þó litlu að innan við tíu prósent kjósenda geta hugsað sér að kjósa flokkinn í dag.Árni Páll ÁrnasonSamfylkingin: Nær ekki vopnum sínum Formaður: Árni Páll ÁrnasonÞingmenn: 9Alþingiskosningar 2013: 12,9%Síðasti Þjóðarpúls: 12,4% Ríkisstjórnin er óvinsæl, allt logar í deilum á vinnumarkaði, hvert verkalýðsfélagið á fætur öðru er í verkfalli eða að undirbúa vinnustöðvun og ríkisstjórnin virðist lítil tök hafa á þingstörfum. Í eðlilegu árferði ættu þetta að vera kjöraðstæður fyrir jafnaðarmannaflokk með söguleg tengsl við verkalýðshreyfinguna, en Samfylkingin hefur ekki náð sér á flug eftir fylgishrunið í síðustu kosningum. Ýmsir hafa kennt Árna Páli Árnasyni formanni um þá staðreynd og síðasti landsfundur sýndi að hann stendur ekki traustum fótum. Samfylkingarfólk er duglegt að minna á að það sýpur enn seyðið af óvinsældum síðustu ríkisstjórnar. Það telur hins vegar afskaplega lítið í dag og sú staðreynd hve fáir telja flokkinn best fallinn til að berjast fyrir hagsmunum sínum í dag hlýtur að vera áhyggjuefni. Erfitt er að sjá fyrir sér að Árni Páll vermi formannssætið lengi ef hagur Strympu fer ekki að vænkast. Arftaki hans er þó ekki augljós og kannski þarf flokkurinn að bíða þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hugi að landsmálunum.Bjarni Benediktsson.vísir/vilhelmSjálfstæðisflokkurinn: Varanleg breyting á fylgi? Formaður: Bjarni BenediktssonÞingmenn: 19Alþingiskosningar 2013: 26,7%Síðasti Þjóðarpúls: 23% Saga Sjálfstæðisflokksins er löng og glæsileg og flokkurinn er vanur því að geta gengið að því vísu að fá yfir 30 prósenta fylgi. Það hefur ekki gerst í tveimur kosningum í röð og flokkurinn hefur ekki náð að vinna upp það tap sem hann varð fyrir í kjölfar hrunsins. Nái flokkurinn ekki að rjúfa 30 prósenta markið í næstu kosningum hljóta flokksmenn að spyrja sig að því hvort landslagið hafi breyst til frambúðar og Sjálfstæðisflokkurinn nái aldrei aftur álíka yfirburðastöðu og hann hafði. Ekki þarf að líta lengra en til borgarinnar til að sjá dæmi um varanlegar breytingar á fylgi. Bjarni Benediktsson hlýtur að þurfa að spyrja sig að því hvort hann sé rétti leiðtoginn, nái flokkurinn ekki að rétta sinn hlut allverulega. Ekki er augljóst hver ætti að taka við af Bjarna, helst að Ólöf Nordal kæmi til greina. Framtíð Bjarna sem formanns ræðst því af því hvort honum takist að gera ríkisstjórnina vinsælli en hún nú er.
Alþingi Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira