Dýraníð – þversögn þjóðar Þröstur Friðfinnsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Íslendingum er almennt annt um dýr jarðar og þeir eru fljótir að fordæma illa meðferð þeirra. Hver man ekki eftir Lúkasarfári og þá er það talið dýraníð að drepa tófu með snæri eða vasahníf að vopni. Höfum við þó ekki mikla samúð með dýrbítum. Það er því einkennileg þversögn að Íslendingar skuli taka því sem sjálfsögðum hlut að limlesta og murka lífið úr nokkur hundruð kindum ár hvert með bifreiðum. Eru þær þó ekki ætlaðar til slíkra hluta og auk þjáninga sauðfjárins fylgir mikið eignatjón og slysahætta á fólki. Sagt hefur verið að blessuð sauðkindin hafi haldið lífi í þjóðinni um árhundruð. Það er því sérlega ómaklegt að fara svona að og má heita þjóðarskömm. Auk tjóns á bílum og þjáninga kindanna, þá er það ömurleg lífsreynsla öllum sem lenda í að aka á kind og limlesta eða drepa. Það er ekki ósk nokkurs að ferðamenn sem til landsins koma hverfi til síns heima með slíka reynslu í farteskinu. Sama gildir um ungmennin okkar sem við sendum óreynd út í umferðina, ekki viljum við að hver ökuferð milli landshluta sé þeim sem rússnesk rúlletta, eða hvað? Nú hefur fé verið sleppt í sumarhaga og víða er það við vegi. Í byggð er almennt orðið viðunandi ástand og búfé girt af frá vegum en flestir fjallvegir liggja hins vegar um afréttir, meira og minna ógirtir. Girðingar eru að sönnu dýrar í uppsetningu og viðhaldi. En er ekki betra að eyða fé í girðingar en tjónakostnað? Þjóðarátaks er þörf. Ef við tökum okkur nú saman, stjórnvöld, Vegagerðin, tryggingafélögin, Bændasamtökin og sveitarfélög, þá trúi ég að hægt sé að gera byltingu og koma sauðfé að mestu af vegunum á 3 til 5 árum. Væntanlega eru til skráningar hjá tryggingafélögum og eftir þeim hægt að vinna, þ.e. byrja að girða þar sem vandinn er mestur þannig að árangur skili sér sem hraðast. Vilji er allt sem þarf, við getum ekki borið við fjárskorti endalaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingum er almennt annt um dýr jarðar og þeir eru fljótir að fordæma illa meðferð þeirra. Hver man ekki eftir Lúkasarfári og þá er það talið dýraníð að drepa tófu með snæri eða vasahníf að vopni. Höfum við þó ekki mikla samúð með dýrbítum. Það er því einkennileg þversögn að Íslendingar skuli taka því sem sjálfsögðum hlut að limlesta og murka lífið úr nokkur hundruð kindum ár hvert með bifreiðum. Eru þær þó ekki ætlaðar til slíkra hluta og auk þjáninga sauðfjárins fylgir mikið eignatjón og slysahætta á fólki. Sagt hefur verið að blessuð sauðkindin hafi haldið lífi í þjóðinni um árhundruð. Það er því sérlega ómaklegt að fara svona að og má heita þjóðarskömm. Auk tjóns á bílum og þjáninga kindanna, þá er það ömurleg lífsreynsla öllum sem lenda í að aka á kind og limlesta eða drepa. Það er ekki ósk nokkurs að ferðamenn sem til landsins koma hverfi til síns heima með slíka reynslu í farteskinu. Sama gildir um ungmennin okkar sem við sendum óreynd út í umferðina, ekki viljum við að hver ökuferð milli landshluta sé þeim sem rússnesk rúlletta, eða hvað? Nú hefur fé verið sleppt í sumarhaga og víða er það við vegi. Í byggð er almennt orðið viðunandi ástand og búfé girt af frá vegum en flestir fjallvegir liggja hins vegar um afréttir, meira og minna ógirtir. Girðingar eru að sönnu dýrar í uppsetningu og viðhaldi. En er ekki betra að eyða fé í girðingar en tjónakostnað? Þjóðarátaks er þörf. Ef við tökum okkur nú saman, stjórnvöld, Vegagerðin, tryggingafélögin, Bændasamtökin og sveitarfélög, þá trúi ég að hægt sé að gera byltingu og koma sauðfé að mestu af vegunum á 3 til 5 árum. Væntanlega eru til skráningar hjá tryggingafélögum og eftir þeim hægt að vinna, þ.e. byrja að girða þar sem vandinn er mestur þannig að árangur skili sér sem hraðast. Vilji er allt sem þarf, við getum ekki borið við fjárskorti endalaust.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar